Viðskipti innlent

Vilja að OR upplýsi um orkuverð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Borgarráð vill að Orkuveita Reykjavíkur upplýsi um orkuverð. Mynd/ GVA.
Borgarráð vill að Orkuveita Reykjavíkur upplýsi um orkuverð. Mynd/ GVA.
Borgarráð vill að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur opinberi allt verð á þeirri orku sem fyrirtækið selur til stóriðju. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Það var Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, sem flutti tillöguna í borgarráði.

Skammt er liðið síðan að Landsvirkjun upplýsti um orkuverð. Í tölum fyrirtækisins kom fram að stórnotendur kaupa orku á fjórðungi þess verðs sem almenningur kaupir það á.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×