Fleiri fréttir

Gagnaver samþykkt úr iðnaðarnefnd - samningstími styttur um helming

Iðnaðarnefnd Alþingis samþykkti í morgun frumvarpið um gagnaver á Suðurnesjum með breytingum. Nefndin leggur til að gildistími samningsins verði styttur um helming, þannig að samningurinn gildi til 10 ára en ekki 20 ára eins og kveðið var á um í frumvarpinu. Þetta kom fram á bloggi Skúla Helgasonar, formanns iðnaðarnefndar á pressan.is.

Íslandsbanki býður fyrirtækjum höfuðstólslækkun

Íslandsbanki hefur ákveðið að bjóða fyrirtækjum, sem uppfylla ákveðin skilyrði, að sækja um lækkun á höfuðstól erlendra lána og breyta þeim um leið í lán í íslenskum krónum. Erlendum lánum er breytt í óverðtryggð eða verðtryggð lán í íslenskum krónum miðað við sölugengi Seðlabanka Íslands þann 29. september 2008.

Íbúðalánasjóður heldur vöxtum óbreyttum

Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að útlánavextir sjóðsins verði óbreyttir. Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða áfram 4,5% en 5,0% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis.

Hagnaður af rekstri móðurfélags Norðuráls

Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls á Grundartanga, skilaði 6,3 milljón dollara, eða rúmlega 800 milljóna kr., hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er mikill viðsnúningur á rekstri félagsins því 114,6 milljón dollara tap var á rekstrinum á sama tímabili í fyrra.

Verslunarmiðstöðin Smáralind er til sölu

Reginn ehf. dótturfélag Landsbankans (NBI hf.) hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf. sem á og rekur verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi.

Kópavogur rekinn með 4 milljarða tapi í fyrra

Rekstur Kópavogsbæjar, A og B hluta, skilaði tapi upp á 4 milljarða kr. í fyrra. Ársreikningurinn var til umræðu í bæjarstjórn í gærdag. Í tilkynningu segir að þrátt fyrir erfitt rekstrarár hefur tekist að halda uppi þjónustustiginu.

Fyrrverandi sparisjóðsstjóri grunaður um innherjasvik

Grunur leikur á að fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs og tveir framkvæmdastjórar hafi nýtt sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með stofnfjárhluti í sjóðnum. Fráfarandi stjórn Byrs hefur vísað málinu til sérstaks saksóknara.

Samkeppniseftirlitið segir Símann á villigötum

Samkeppniseftirlitið segir málatilbúnað Símans ekki eiga við rök að styðjast en Síminn hefur stefnt Samkeppniseftirlitinu vegna húsleitar sem framkvæmd var á dögunum. Síminn krefst þess að öllum gögnum sem aflað var verði eytt í ljósi þess að starfsmenn samkeppnisaðila hafi annast afritatökuna.

Bland í poka á skuldabréfamarkaðinum

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 12,1 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 3,2 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 8,9 milljarða kr. viðskiptum.

Glitnir styrkti flokka og félög en ekki einstaklinga

„Þau gögn sem skilanefndin hefur farið yfir gefa ekki til kynna að Glitnir banki hafi styrkt einstaka stjórnmálamenn heldur hafi styrkjum sem tengjast stjórnmálum verið beint til stjórnmálaflokka og stjórnmálafélaga. Virðist þetta jafnframt vera í samræmi við þá styrktarstefnu sem bankinn setti sér sínum tíma."

KEA má eiga 35% í næstelstu fjármálastofnun landsins

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt KEA svf. heimild til að fara með allt að 35% eignarhlut í Sparisjóði Höfðhverfinga samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu FME.

Moody´s: Icesavedeilan ógnar efnahagsbata Íslands

Í árlegri skýrslu sinni um Ísland segir matsfyrirtækið Moody´s að efnahagslegri endurreisn Íslands sé ógnað af því að ekki hafi tekist að leiða Icesavedeiluna til lykta. Að mistekist hafi að ná samkomulagi í deilunni hindri aðgang landsins að erlendu fjármagni.

Mikill munur á mælingum á skuldatryggingaálagi

Mikill munur er á mælingu á skuldatryggingaálagi á ríkissjóði hjá gagnveitunum Markit og CMA. Vísir.is greindi frá því í gærdag að samkvæmt Markit Itraxx vísitölunni var skuldatryggingaálagið þá 353 punktar. Á CMA í dag er álagið mælt 401 punktar.

Bartentshafssamningur raskar ekki hagsmunum Íslands

Samkomulag Norðmanna og Rússa um landhelgislínur í Barentshafi mun ekki raska hagsmunum Íslendinga á svæðinu. Ísland hefur samning um þorskveiðar innan landhelgi bæði Noregs og Rússlands í Barentshafi.

Telur líklegt að Seðlabankinn kaupi áfram evrubréf

Ávöxtunarkrafa á skuldabréf ríkissjóðs (í evrum) sem er á gjalddaga 1. desember 2011 heldur áfram að lækka og er nú um 7,8%, en var um 9,15% undir lok mars þegar Seðlabankinn tilkynnti um kaup á bréfum í flokknum. Líklegt er að Seðlabankinn hafi haldið kaupunum áfram, en slíkt er mjög hagkvæmt fyrir hann og þar með ríkissjóð.

Fengu milljónir að láni hjá Milestone

Sjö fyrrverandi stjórnendur Íslandsbanka og einn framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra fengu 564 milljóna króna lán hjá Milestone Import Export Ltd. til kaupa á hlutabréfum í Glitni í maí árið 2005.

Sjóvá í ríkiseign braut gegn lögum um vátryggingar

Sjóvá hefur verið gert að greiða Fjármálaeftirlitinu (FME) eina milljón kr. í sátt vegna brots félagsins á lögum um vátryggingastarfsemi. Athygli vekur að brotið var framið þegar Sjóvá var í raun komið í eigu ríkissjóðs.

Rannsaka verður tapið áður en menn segja af sér

Rúm sjötíu prósent þeirra stjórnarmanna sem áttu sæti í stjórnum lífeyrissjóðanna fyrir hrun, sitja enn þrátt fyrir tug milljarða tap sjóðanna. Skoða verður hvers vegna tapið var svo mikið áður en menn hlaupast undan ábyrgð með afsögn segir lektor.

Dótturfélag Nýherja undirritar 1,8 milljarða samning

Applicon A/S, dótturfélag Nýherja hf. í Danmörku, hefur sem undirverktaki þýska fyrirtækisins Siemens IT Solutions undirritað samning um að annast innleiðingu á SAP viðskiptakerfum fyrir sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir í Kaupmannahöfn og á Norður Sjálandi.

Betware skilaði 181 milljóna hagnaði í fyrra

Árið 2009 var hagfellt íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware á Íslandi hf., sem er með höfuðstöðvar í Kópavogi og skrifstofur líka í Danmörku, Kanada, á Spáni og í Póllandi. Fram kom á aðalfundi félagsins að hagnaður þess hefði numið 181 milljón íslenskra króna, eftir skatta.

Töluverð lækkun á GBI vísitölunni

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,5% í dag í 7,8 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,6% í 3,7 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,2% í 4,1 milljarða kr. viðskiptum.

Fiskvinnsla HG lokuð í 3 vikur vegna strandveiða

Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf (HG) segir að loka þurfi fiskvinnslu fyrirtækisins í þrjár vikur í sumar vegna strandveiðanna. Hann segir það „nöturlegt" í viðtali við Fiskifréttir að verið sé að færa atvinnu frá þeim sem hafa lífsviðurværi sitt af sjávarútvegi til „hobbýkarla" eins og hann orðar það.

AGS: Íslenska hagkerfið tekur kröftuglega við sér

Íslenska hagkerfið mun taka nokkuð kröftuglega við sér á næsta ári að mati AGS og verður hagvöxturinn hér 2,3% að mati sjóðsins. Þetta er viðlíka hagvöxtur og sjóðurinn spáir að verði í iðnríkjunum að meðaltali það árið (2,4%) og meiri en hann spáir að verði bæði í Bandaríkjunum (1,5%) og á evrusvæðinu (1,5%).

Salan aðeins svipur hjá sjón eftir gosið

Ráðast þarf í miklar aðgerðir til að fá erlenda ferðamenn aftur til landsins. Þetta er mat framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, Ernu Hauksdóttur.

Á von á að fleiri matsfyrirtæki breyti mati á Íslandi

Gylfi Magnússon, efnhags- og viðskiptaráðherra, væntir þess að fleiri matsfyrirtæki muni á næstu mánuðum fylgja í kjölfar Moody's sem á föstudag breytti lánshæfismati ríkisjóðs úr neikvæðum í stöðugar.

Efnahagsráðherra telur að krónan hljóti að styrkjast brátt

Efnhags- og viðskiptaráðherra telur allt benda til þess að krónan fari að styrkjast á næstu misserum. Gjaldeyrishöftum verður hins vegar ekki aflétt í bráð vegna þeirra tafa sem orðið hafa á framvindu efnhagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Óska eftir fundi með ráðherra vegna sparisjóðsins

Fulltrúar sveitarstjórna Húnaþings vestra og Bæjarhrepps og Samtaka stofnfjáreigenda í fyrrum Sparisjóði Húnaþings og Stranda funduðu í gær á Hvammstanga vegna yfirtöku ríkisins á Sparisjóðnum í Keflavík.

Áliðnaður nýtir þrjá fjórðu orkunnar

Áliðnaðurinn nýtir meira en 75 prósent af allri raforku sem framleidd er í landinu, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenskan jarðhitamarkað.

Þýskir kröfuhafar fengu leið á ríkinu

„Þetta hefur vissulega neikvæð áhrif á lífeyrissjóðina. En við byrjuðum að færa niður kröfur okkar á sparisjóðina árið 2008 og höfum gert það reglulega síðan þá,“ segir Gylfi Jónasson, framkvæmdastjóri Festa lífeyrissjóðs, um yfirtöku ríkisins á Sparisjóði Keflavíkur og Byr í gærnótt. Hann segir niðurfærsluna þegar komna fram í ársreikningi.

Jákvæð umfjöllun

„Þetta er út af fyrir sig ágætt. Umfjöllunin er mjög jákvæð,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um nýja lánshæfiseinkunn Moody‘s.

Horfur úr neikvæðum í stöðugar

Moody‘s breytti lánshæfiseinkunn ríkisins þegar fyrir lá samþykki annarrar endurskoðunar áætlunar stjórnvalda og AGS. Þá lá fyrir nýtt óbirt mat sem gerði ráð fyrir áframhaldandi neikvæðum horfum.

Bankinn verði leiðandi afl í endurreisninni

Bankinn á að vera leiðandi afl í endurreisn íslensks efnahagslífs, segir nýr bankastjóri Arion banka. Hann getur ekki tjáð sig um hvernig hann hyggst taka á málefnum stærstu skuldara bankans, hann þurfi að kynna sér þau frá sjónarhóli bankans.

Hlutabréf Marels lækkuðu um 1,19 prósent

Gengi hlutabréfa í Marel lækkaði um 1,19 prósent í Kauphöllinni í dag og gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri um 0,52 prósent. Önnur hreyfing var ekki á markaðnum í dag.

GBI vísitalan hækkaði um 0,3%

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,3% í dag í 7,5 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,4% í 3,7 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 3,8 milljarða kr. viðskiptum.

Íslandsbanki býður fyrirtækjum höfuðstólslækkun

„Íslandsbanki mun í næstu viku hefja að bjóða fyrirtækjum sem eru með tekjur í íslenskum krónum og lán í erlendri mynt að sækja um höfuðstólslækkun þannig að höfuðstóll lánanna færist eins og hann var 29. september 2008. Um leið verður lánunum breytt í verðtryggð eða óverðtryggð lán í íslenskum krónum og við það getur höfuðstóll erlendra lána til fyrirtækja lækkað allt að 30%."

Sjá næstu 50 fréttir