Viðskipti innlent

Útlendingar hafa áhuga á Smáralindinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristján Kristjánsson segir að bæði innlendir og erlendir aðilar hafi sýnt Smáralindinni áhuga.
Kristján Kristjánsson segir að bæði innlendir og erlendir aðilar hafi sýnt Smáralindinni áhuga.
Töluverður áhugi hefur verið meðal bæði innlendra og erlendra fjárfesta á Smáralindinni síðan að hún komst í eigu dótturfélags Landsbankans, segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans.

Tilkynnt var í gær að verslunarmiðstöðin væri komin í söluferli. Kristján segir að bankinn hafi ekki fengið margar fyrirspurnir síðan þá. Hann búist ekki við því að raunverulegur áhugi komi í ljós fyrr en að menn fái afhent gögn, þann 28. maí næstkomandi. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboði renni síðan út tæpum þremur vikum síðar.

„Þannig að þó að það hafi ekki verið rauðglóandi síminn í gær að þá er það engin visbending um eitt né neitt. En einhverjir hafa hringt, menn eru að skoða þetta og óska eftir gögnum," segir Kristján. Hann segir að það sé ekki aðalatriðið hversu margir sendi inn tilboð, heldur að þeir sem sendi inn séu áreiðanlegir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×