Viðskipti innlent

Dalvíkurbyggð rekin með 127 milljóna hagnaði í fyrra

Dalvíkurbyggð er velþekkt meðal landsmanna fyrir árlegan fiskidag sinn.
Dalvíkurbyggð er velþekkt meðal landsmanna fyrir árlegan fiskidag sinn.
Rekstrarniðurstaða Dalvíkurbyggðar samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 127 milljónir kr. á árinu 2009 og rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 174,8 milljónir kr.

Í tilkynningu segir að rekstrartekjur á árinu 2009 námu tæpum 1,4 milljarði kr. samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta, sem er 3% hærra en áætlað var. Rekstrartekjur á árinu 2008 voru rúmleg 1,3 milljarður kr.

Eigið fé sveitarfélagsins, A og B hluta, í árslok 2009 nam 1.246 milljónumkr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hlutans nam 966,3 milljónir kr.

Eiginfjárhlutfall A og B hluta var 0,43 í lok árs 2009 sem er örlítil hækkun frá fyrra ári, var 0,42 árið 2008. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum varð 240,7 milljónir kr.

Laun og launatengd gjöld á árinu námu alls 631,4 milljónum kr. eða um 45,3% af rekstrartekjum, en starfsmannafjöldi hjá sveitarfélaginu nam 115 stöðugildum.

Annar rekstrarkostnaður á árinu nam alls 433,6 milljónum kr. eða 31,15% af rekstrartekjum. Íbúafjöldi 1. desember 2009 var 1.951 og hafði þá fjölgað um 9 frá fyrra ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×