Viðskipti innlent

Nýr bankastjóri ráðinn um miðjan næsta mánuð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Búist er við því að nýr bankastjóri verði ráðinn um miðjan næsta mánuð.
Búist er við því að nýr bankastjóri verði ráðinn um miðjan næsta mánuð.
Stjórn Landsbanka Íslands væntir þess að nýr bankastjóri Landsbankans verið ráðinn um miðjan næsta mánuð. Þetta kom fram á aðalfundi Landsbankans í morgun. Umsóknarfrestur um stöðu bankastjóra rann út 18. apríl en ekki er búist við því að gefið verið upp hversu margir sóttu um starfið.

Ásmundur Stefánsson, núverandi bankastjóri, gerir ráð fyrir að hann láti af störfum í lok maímánaðar. Hann tók við stöðunni eftir að Elín Sigfúsdóttir lét af því starfi í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×