Viðskipti innlent

Fjarðabyggð tapaði yfir hálfum milljarði í fyrra

Rekstur Fjarðabyggðar, A og B hluti, skilaði tapi upp á 571 milljón kr. á síðasta ári. Munar þar mestu um um fjármagnsliði. Til samaburðar nam tapið 1,5 milljörðum kr. árið 2008.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda fyrir A og B hluta var jákvæð sem nam 368 milljónum kr. á árinu. Þar af var rekstrarniðurstaða í A hluta neikvæð um 35 milljónum kr.

Að teknu tilliti til fjármagnsliða var rekstrarniðurstaða A og B hluta neikvæð um 571 milljón kr. og rekstrarniðurstaða A hluta neikvæð um 594 milljónir kr.

Rekstrartekjur A og B hluta sveitarfélagsins námu samtals 4 milljarar kr. en þar af námu rekstrartekjur A hluta tæpum 3 milljörðum kr. Rekstrargjöld að meðtöldum afskriftum í A og B hluta námu 3,7 milljörðum kr.

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B hluta námu 941 milljón kr. samanborið við 2 milljarða kr. árið 2008.

Eignir sveitarfélagsins eru í lok árs 2009 samtals 11,2 milljörðum kr. þar af 10,1 milljörðum kr. í fastafjármunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×