Viðskipti innlent

Kynnisferðum verður skipt í tvennt í maí

Þann 1. maí 2010 verða þær breytingar gerðar hjá Kynnisferðum að fyrirtækinu verður skipt upp í tvennt, Kynnisferðir ehf. og Reykjavik Excursions ehf., en síðara nafnið er enska heitið fyrirtækinu. Tilgangurinn með þessum breytingum er að efla hvora einingu um sig og blása til sóknar á báðum vígstöðvum.

Í tilkynningu segir að Kynnisferðir ehf. hófu starfsemi árið 1968 og er félagið því meðal elstu ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi. Frá upphafi hefur fyrirtækið verið í fararbroddi hvað varðar dagsferðir fyrir erlenda ferðamenn um Ísland og einnig hefur félagið rekið Flugrútuna frá árinu 1979. Hjá Kynnisferðum starfa á bilinu 110-240 starfsmenn, allt eftir árstíðum, en mjög svo fjölbreytt starfsemi fer fram innan fyrirtækisins í hinum ýmsum deildum.

„Kynnisferðir ehf. munu framvegis annast rekstur bifreiðaflota félagsins og verkstæðis, auk flotastjórnunar. Aðal viðskiptavinur Kynnisferða verður systurfyrirtækið Reykjavik Excursions, en Kynnisferðir halda samt áfram góðu samstarfi við aðra aðila ferðaþjónustunnar hvað varðar hópferðir og

hvers konar sérferðir, stórar og smáar, sem hingað til.

Reykjavik Excursions ehf. mun sjá um ferðaskrifstofuhlutann. Undanfarin tvö ár hefur fyrirtækið vaxið hratt og nú er stefnt að því að efla þennan þátt starfseminnar enn meira," segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×