Viðskipti innlent

Veruleg fjölgun samlagsfélaga heldur áfram

Áfram fjölgar samlagsfélögum verulega miðað við síðustu ár. Þannig voru alls 45 skráð samlagsfélög í mars en á sama tíma fyrir ári voru þau 8 og þegar litið er tvö ár aftur í tímann voru þau 5.

Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um nýjar tölur Hagstofunnar um gjaldþrot og nýskráningar félaga.

Í Morgunkorninu segtir að frá áramótum talið hafa verið stofnuð alls 205 samlagsfélög en á sama tímabili í fyrra höfðu 16 slík félög verið nýskráð.

Ástæða þess að samlagsfélögum fjölgar svo mikið nú er líklega viðbrögð við breyttu skattaumhverfi en skattlagning samlagsfélaga er hagstæðari en gerist í einkahlutafélögum.

Samlagsfélag er blanda af sameignarfélagi og hlutafélagi þar sem að minnsta kosti einn aðili ber ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félags en aðrir geta borið takmarkaða ábyrgð miðað við tiltekna fjárhæð eða hlutfall.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×