Viðskipti innlent

Eitt afskrifað lán Gildis hærra en heildariðgjöld ársins

Í ársskýrslu sjóðsins kemur fram að víkjandi lán hafi verið afskrifuð af fullu og ekki gert ráð fyrir að neitt fáist upp í þær kröfur.
Í ársskýrslu sjóðsins kemur fram að víkjandi lán hafi verið afskrifuð af fullu og ekki gert ráð fyrir að neitt fáist upp í þær kröfur.
Eitt víkjandi lán lífeyrissjóðsins Gildis til Glitnis fyrir hrun bankans var hærra en heildariðgjöld sjóðsfélaga Gildis á síðasta ári. Lánið var upp á 3,69 milljarða kr. og hefur Gildi afskrifað það að fullu. Heildariðgjöldin námu hinsvegar 3,53 milljörðum kr. á síðasta ári.

Fjallað er um málið á vefsíðu Landssambands smábátaeigenda (LS). Þar kemur fram að á ársfundi Gildis lífeyrissjóðs í gærkvöld lagði Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS fram fjölmargar spurningar. Ein þeirra fjallaði um víkjandi lán sjóðsins til Glitnis, engar tryggingar né veð á bakvið.

Spurningarnar um framangreint lán hljóðuðu svo: „Hver er skýring þess að Gildi lífeyrissjóður lánar Glitni hf, banka í einkarekstri, víkjandi lán að upphæð 3,69 milljarðar?"

„Hver eða hverjir tóku ákvörðun um þetta lán, hver eða hverjir bera ábyrgðina og hvað lá til grundvallar ákvörðuninni? Hvað gekk mönnum til?"

Í svari formanns stjórnar og framkvæmdastjóra kom fram að um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða hjá stjórn og stjórnendum sjóðsins.

Í ársskýrslu sjóðsins kemur fram að víkjandi lán hafi verið afskrifuð af fullu og ekki gert ráð fyrir að neitt fáist upp í þær kröfur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×