Fleiri fréttir

Glitnir hélt upplýsingum leyndum fyrir FME

Stjórn Glitnis hélt mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) árið 2007. Um er að ræða upplýsingar um lánveitingar bankans til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og tengdra aðila. Þessi lán voru langt umfram lög og reglur um hve hátt hlutfall þessi lán máttu vera sem hlutfall af eigin fé Glitnis.

Bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti

„Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann."

Segir næg tækifæri hafa verið til að hafa áhrif á aðra

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segist hafa haft næg tækifæri til að hafa áhrif á aðra grunaða í málum hans og mótmælir gæsluvarðhaldinu yfir sér. Framburður hans stangast á við framburð annarra sem grunaðir eru í málinu.

Óskað eftir handtökuskipun á Sigurð Einarsson

Óskað hefur verið eftir því að gefin verði út handtökuskipun á Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings. Hann hefur ekki enn sinnt kalli sérstaks saksóknara um að mæta í yfirheyrslu. Tveir háttsettir fyrrverandi yfirmenn Kaupþings hafa verið í yfirheyrslum hjá sérstökum

Áfram rólegt á skuldabréfamarkaði

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 6,3 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 1,2 milljarðs kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 4,7 milljarða kr. viðskiptum.

Vangaveltur um plan A og B hjá Seðlabankanum

„Á síðasta vaxtaákvörðunarfundi mátti ekki merkja annað en að áhugi Seðlabankans að framfylgja Plani A um háa vexti og afnám hafta væri inni, en Plan B, þar sem gjaldeyrishöftin fá framlengt dvalarleyfi og vextir lækkaðir hressilega, væri úti."

Míla og SIP skrifa undir samning

Nýlega skrifuðu Fjarskiptafyrirtækið SIP ehf. og Míla ehf. undir samning um sambönd í tveimur símstöðvum í Mývatnssveit.

Farþegum Icelandair fækkaði um 17% í apríl

Farþegum Icelandair Group fækkaði um 17% í apríl miðað við apríl í fyrra. Farþegafjöldinn í apríl í ár var rétt rúmlega 73.000 manns en í sama mánuði í fyrra var hann tæplega 88.400 manns.

Íslandsbanki lækkar vexti

Íslandsbanki lækkar í dag vexti á inn- og útlánum í kjölfarið á lækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands. Þetta hefur í för með sér að vextir á óverðtryggðum inn- og útlánum lækka um 0,5% en breytilegir vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum lækka á sama tíma um 0,25%.

Afar lítill áhugi erlendra aðila á ríkisbréfum í apríl

Svo virðist sem áhugi erlendra aðila á ríkisbréfum hafi verið afar lítill í apríl síðastliðnum. Samkvæmt Markaðsupplýsingum sem Lánamál sendu frá sér í gær keyptu erlendir aðilar ekkert í þeim ríkisbréfaflokkum sem í boði voru í apríl, þ.e. RIKB11 og nýja verðtryggða flokknum RIKS21 sem hleypt var af stokkunum í mánuðinum.

Hollenska þingið gagnrýnir seðlabanka landsins harðlega

Rannsóknarnefnd hollenska þingsins gagnrýnir harðlega að hollenski seðlabankinn hafi ekki sett Landsbankanum strangari skilyrði fyrir innkomu á hollenska fjármálamarkaðinn. Seðlabankinn hafi skilgreint valdheimildir sínar óþarflega þröngt í sambandi við Icesave.

Veruleg lækkun á skuldatryggingaálagi Íslands

Veruleg lækkun hefur orðið á skuldatryggingaálagi Ríkissjóðs Íslands og í raun hefur það ekki verið lægra síðan í byrjun september árið 2008, eða með öðrum orðum fyrir bankahrun. Í lok dagsins í gær stóð álagið til 5 ára í 271 punktum (2,71%) og hafði það lækkað um heila 72 punkta frá því síðastliðinn föstudag.

Gott gengi á mörkuðum erlendis bætir stöðu lífeyrissjóða

Það sem veldur miklilli aukningu á eignum lífeyrissjóðanna er gott gengi á hlutabréfamörkuðum erlendis. Eignir lífeyrisjóðanna í erlendum hlutabréfasjóðum jukust um 21 milljarð kr. í marsmánuði en alls jukust erlendar eignir sjóðanna um 25 milljarða kr.

Atvinnumiðstöð opnuð í Hafnarfirði í dag

Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar verður opnuð í dag klukkan 16:00 að Strandgötu 4. Þar verður sinnt svæðisbundinni vinnumiðlun, ráðgjöf og annarri þjónustu við atvinnuleitendur í Hafnarfirði. Þetta þróunarverkefni byggist á samstarfs- og þjónustusamningi milli Vinnumálastofnunar og Hafnarfjarðarbæjar með aðild Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði.

Síldarvinnslan kaupir Margréti EA af Samherja

Síldarvinnslan hf. hefur fest kaup á Margréti EA-710 af Samherja hf. Margrét EA er eitt öflugasta uppsjávarskip íslenska flotans. Skipið var smíðað í Noregi 1998 og er 2.188 brúttótonn, 1.270 brúttórúmlestir og 71,1 metri að lengd og 13 metrar að breidd.

Leigusamningum fækkar töluvert milli mánaða

Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga á landinu var 625 í apríl 2010 og fækkar þeim um 20,9% frá mars 2010 og fækkar um 4,6% frá apríl 2009. Þetta kemur fram á vefsíðu Fasteignaskrár Íslands.

Landsbankinn býður 25% lækkun á höfuðstól erlendra lána

Landsbankinn býður nú fyrirtækjum og einstaklingum 25% höfuðstólslækkun lána í erlendri mynt gegn því að láni sé breytt í verðtryggð eða óverðtryggð lán í íslenskum krónum. Jafnframt hefur bankaráð Landsbankans samþykkt aðrar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum, einstaklingum og heimilum til að styðja við endurreisn íslensks efnahagslífs.

Krónan þarf að vera stöðug í áratug

„Ég sé ekki fyrir mér að hægt sé að afnema verðtrygginguna á skömmum tíma, en það er hins vegar hægt að vinna kerfis­bundið að breytingum sem sjálfkrafa draga úr vægi hennar,“ sagði Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, á opnum fundi viðskiptanefndar Alþingis í gær.

Sigurður setur skilyrði fyrir heimkomu

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur ekki orðið við beiðni sérstaks saksóknara um að koma fyrr til yfirheyslu vegna rannsóknar á málefnum Kaupþings. Sigurður hefur verið boðaður til yfirheyrslu næstkomandi föstudag og setur skilyrði fyrir að flýta för sinni að hann verði ekki handtekinn við komuna til landsins. Hann hefur einnig boðið sérstökum saksóknara að yfirheyra sig í Bretlandi.

Búið að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs og Hannesar

Búið er að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smárasonar hér á landi. Eignir þeirra hrökkva ekki upp í kyrrsetningarbeiðni Skattrannsóknarstjóra og munar þar rúmlega tvöhundruð milljónum króna.

Eignir lífeyrissjóða halda áfram að aukast

Hrein eign lífeyrissjóða í lok mars sl. var 1.846 milljarða kr. og hækkaði um 44 milljarða kr í mánuðinum. Breytingin skýrist að hluta til vegna hækkunar erlendra hlutabréfamarkaða í mars síðastliðunum. Sé miðað við mars 2009 hefur hrein eign hækkað um 232 milljarða kr.

Marel veitir hópi starfsmanna kaupréttarsamninga

Stjórn Marel hf. ákvað á fundi sínum í dag að veita hópi starfsmanna sinna kaupréttarsamninga í samræmi við starfskjarastefnu félagsins sem samþykkt var á aðalfundi Marel þann 3. mars 2010.

Rólegt á íslenska skuldabréfamarkaðinum

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 5,6 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 1 milljarðs kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 4,6 milljarða kr. viðskiptum.

Góður hagnaður af rekstri Orkubús Vestfjarða í fyrra

Árið 2009 var hagstætt fyrir rekstur Orkubús Vestfjarða og varð hagnaður af venjubundnum rekstri fimmta árið í röð. Hagnaður ársins nam 234 milljónir kr. eftir skatta. Framleiðsla vatnsaflsvirkjana Orkubúsins var í meðallagi og ekki urðu nein stærri rekstraráföll í flutningskerfum Orkubúsins.

Norðurþing rekið með 318 milljóna tapi í fyrra

Rekstur sveitarfélagsins Norðurþings, A og B hluti, skilaði 318 milljóna kr. tapi á síðasta ári. Í tilkynningu segir að reksturin gekk vel og mun betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða í A hluta fyrir afskriftir var jákvæð um 60 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir afskriftir var jákvæð um 411 milljónir króna.

Háar sektir í hvítflibbabrotum eru sjaldan greiddar

Á tímabilinu júlí 2008 til mars 2010 bárust Fangelsismálastofnun mál 44 einstaklinga sem dæmdir höfðu verið til að greiða sektir sem voru 9 milljónir kr. eða hærri. Samtals nam fjárhæð þessara sekta liðlega 1,3 milljarði kr. Samkvæmt upplýsingum sem Ríkisendurskoðun hefur aflað eru líkur á að einungis lítill hluti þeirra verði greiddur.

Vestia sett skilyrði um yfirtökuna á Húsasmiðjunni

Samkeppniseftirlitið hefur sett yfirtöku Eignarhaldsfélagsins Vestia, dótturfélags NBI hf. (Landsbankans), á Húsasmiðjunni ehf. ítarleg skilyrði, sem miða að því að draga úr samkeppnisröskun sem stafað getur af eignarhaldi bankans á fyrirtækinu.

Vestia og Atorka Group setja Parlogis í sölu

Vestia ehf., dótturfélag Landsbankans (NBI hf.) og Atorka Group hf. hafa falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í dreifingarfyrirtækinu Parlogis ehf.

Líka reynt að hækka gengið í Glitni og Landsbankanum

Sérstakur saksóknari hefur til meðferðar mál er varða markaðsmisnotkun Glitnis og Landsbankans. Viðskipti banka sem hafa þann eina tilgang að ýta undir gengi hlutabréfa bankans nefnast markaðsmisnotkun.

Gnúpur misnotaður í aðdraganda hruns

Stjórnendur Glitnis héldu lífi í fjárfestingarfélaginu Gnúpi til þess að geta fært þangað eigin bréf þegar bankinn var kominn að mörkum þess sem hann mátti eiga. Þetta mál mun vera á meðal þeirra sem eru í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekkert

Fréttaskýring: Kaupþingsmálið

Ekki er ólíklegt að fleiri handtökur séu handan við hornið í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á meintum lögbrotum í Kaupþingi.

Skapa nærri 900 störf fyrir námsmenn og atvinnulausa

Rúmlega 350 milljónum króna verður varið til að skapa nærri 900 störf í sumar fyrir námsmenn og atvinnulausa. Félagsmálaráðherra kynnti þessar aðgerðir í dag en opnað verður fyrir umsóknir í næstu viku. Um er að ræða samstarfsverkefni ríkisstjórnarinnar, fyrirtækja og sveitarfélaga.

Hagnaður Arion banka 12,8 milljarðar í fyrra

Afkoma Arion banka á árinu 2009 nam 12,8 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár var 16,7%. Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand er enduruppbygging Arion banka vel á veg komin og byggist á sterkum efnahag, góðri lausafjárstöðu og traustri fjármögnun.

Lífeyrissjóður eignast golfvöll

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga eignaðist Svarfhólsvöll við Ölfusá á uppboði hjá sýslumanninum á Selfossi á miðvikudag.

Greining: Meðalið gjaldeyrishöft farin að súrna

„Tilgangurinn helgar vissulega meðalið, en nú er meðalið farið að súrna og það styttist í síðasta neysludag," segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem umfjöllunarefnið er gjaldeyrishöftin.

Verðmæti álútflutnings jókst um 41,5% milli ára

Sé leiðrétt fyrir gengisbreytingum jókst verðmæti álútflutnings um 41,5% í apríl á föstu gengi miðað við saman tíma í fyrra og má þakka það verulegri verðhækkun á áli á tímabilinu. Útflutningsverðmæti sjávarafurða var rúm 17,1 milljarða kr. í mánuðinum og jókst um 9,3% frá sama tíma 2009.

Töluverð fækkun á nauðungarsölum fasteigna

Í lok apríl 2010 höfðu 62 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík á árinu. Þetta er töluvert minni fjöldi en á sama tíma í fyrra þegar 92 fasteignir voru seldar á nauðungasölu.

Tal sett í sölu í opnu útboðsferli

Allt hlutafé í fjarskiptafyrirtækinu Tali (IP fjarskiptum ehf.) verður selt í opnu útboðsferli sem hefst með birtingu auglýsingar um miðjan maí. Öllum fjárfestum sem uppfylla lagaskilyrði um fagfjárfesta stendur til boða að bjóða í hlutaféð, öðrum en þeim sem hafa markaðsráðandi stöðu á fjarskiptamarkaði.

Verðmæti sjávarútvegsafurða 200 milljarðar í fyrra

Verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða nam rúmum 200 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um 10,9% frá fyrra ári. Er þar um að ræða samtölu útflutnings og birgðabreytinga sjávarafurða.

Sjá næstu 50 fréttir