Búið að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs og Hannesar Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 10. maí 2010 18:30 Fyrir um þremur vikum fór skattrannsóknarstjóri fram á að eignir Jóns Ásgeirs, Hannesar, Jóns Sigurðssonar og Skarphéðins Berg yrðu kyrrsettar. Þeir voru allir í forsvari fyrir FL Group á árunum 2006 og 2007 og eru grunaðir um refsiverða háttsemi í tengslum við brot félagsins á lögum um virðisaukaskatt. Skattyfirvöld segja kyrrsetninguna nauðsynlega til að tryggja að fjármunir séu til fyrir hugsanlegri fésekt. Enn á eftir að þinglýsa kyrrsetningarbeiðnunum á Skarphéðin Berg og Jón Sigurðsson. Af veðbandayfirlitum af fasteignum þeirra má þó sjá að búið er að kyrrsetja þær. Fasteign og bifreið Skarphéðins fyrir 31 milljón króna og tvær fasteignir og bifreiðar í eigu Jóns fyrir rúma 71 milljón króna. Kyrrsetningarbeiðnir á Jón Ásgeir og Hannes voru þinglýstar um síðustu mánaðarmót, en þeir eru báðir með lögheimili í Bretlandi. Þær eignir Jóns Ásgeirs sem hafa verið kyrrsettar eru eftirtaldar: húseign, metin á 100 milljónir króna af Sýslumanni komi til nauðungasölu, sumarhús í Mjóanesi upp á 10 milljónir, jörð í Skagafirði upp á 14 milljónir, tveir Range Roverar, Hummer, Mini Cooper og Bentley Continental samtals upp á 24 milljónir króna og bankainnstæður fyrir 3,6 milljónir króna. Samtals nema þessar eignir rúmlega 151,6 milljónum króna. Kyrrsetningarbeiðnin frá Skattrannsóknarstjóra var hins vegar upp á 245 milljónir króna. Mismunurinn er rúmlega 93 milljónir króna. Jón Ásgeir hafði áður sagt í samtali við fréttastofu að samkvæmt upplýsingum frá skattyfirvöldum væri upphæðin sem væri til rannsóknar í hans tilfelli um 7 milljónir króna. Þær eignir Hannesar sem hafa verið kyrrsettar eru eftirtaldar: Innstæður á bankareikningum upp á 3,4 milljón króna, Lincoln Navigator metinn á 4 milljónir og Range Rover metinn á sömu upphæð. Samtals 11,4 milljónir króna. Kyrrsetningarbeiðnin frá Skattrannsóknarstjóra var upp á 150 milljónir og er mismunurinn því tæplega 140 milljónir króna. Unnið er að skýrslu um málið hjá skattrannsóknarstjóra og fá þá gerðaþolar andmælarétt. Skýrslan mun síðan fara til Ríkisskattstjóra sem endurákvarðar opinber gjöld þyki ástæða til þess. Um leið og andmæli skýrslunnar hafa borist skattrannsóknarstjóra er tekin ákvörðun um hvort málin verði send til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Greiðist sektin ekki að fullu getur gerðaþoli þurft að afplána fangelsisvist, sem nemur að hámarki einu ári. Jón Ásgeir sagði í samtali við fréttastofu að það væri rétt að eignirnar hefðu verið kyrrsettar. Málið væri skrýtið og stæðist ekki skoðun. Það muni snúast um skattskyldu en ekki skattundanskot. Hann skilji ekki hvernig hann eigi að bera refsiábyrgð á virðisaukaskilum FL Group. Stoðir, áður FL Group, hafi lagt fram tryggingu fyrir skattgreiðslunni. Öll skattskil FL Group hafi verið unnin af fagmönnum sem lutu eftirliti hæfustu endurskoðenda. Þetta hafi ekki verið á hans borði og hann hafi enga hugmynd haft um þau ágreiningsmál um form virðisaukaskattskila milli móður- og dótturfélags sem deilt er um. Samkvæmt lögum verði refsiábyrgð ekki lögð á stjórnarmann vegna skattskila hlutafélags nema stjórnarmaðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða ásetning. Jón Ásgeir segir þau skilyrði augljóslega ekki uppfyllt þar sem hann hafi ekkert vitað um þessi mál. Skarphéðinn Berg hefur einnig mótmælt kyrrsetningunni. Það staðfesti hann við fréttastofu í dag. Ekki náðist í Jón Sigurðsson og Hannes Smárason í dag. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Fyrir um þremur vikum fór skattrannsóknarstjóri fram á að eignir Jóns Ásgeirs, Hannesar, Jóns Sigurðssonar og Skarphéðins Berg yrðu kyrrsettar. Þeir voru allir í forsvari fyrir FL Group á árunum 2006 og 2007 og eru grunaðir um refsiverða háttsemi í tengslum við brot félagsins á lögum um virðisaukaskatt. Skattyfirvöld segja kyrrsetninguna nauðsynlega til að tryggja að fjármunir séu til fyrir hugsanlegri fésekt. Enn á eftir að þinglýsa kyrrsetningarbeiðnunum á Skarphéðin Berg og Jón Sigurðsson. Af veðbandayfirlitum af fasteignum þeirra má þó sjá að búið er að kyrrsetja þær. Fasteign og bifreið Skarphéðins fyrir 31 milljón króna og tvær fasteignir og bifreiðar í eigu Jóns fyrir rúma 71 milljón króna. Kyrrsetningarbeiðnir á Jón Ásgeir og Hannes voru þinglýstar um síðustu mánaðarmót, en þeir eru báðir með lögheimili í Bretlandi. Þær eignir Jóns Ásgeirs sem hafa verið kyrrsettar eru eftirtaldar: húseign, metin á 100 milljónir króna af Sýslumanni komi til nauðungasölu, sumarhús í Mjóanesi upp á 10 milljónir, jörð í Skagafirði upp á 14 milljónir, tveir Range Roverar, Hummer, Mini Cooper og Bentley Continental samtals upp á 24 milljónir króna og bankainnstæður fyrir 3,6 milljónir króna. Samtals nema þessar eignir rúmlega 151,6 milljónum króna. Kyrrsetningarbeiðnin frá Skattrannsóknarstjóra var hins vegar upp á 245 milljónir króna. Mismunurinn er rúmlega 93 milljónir króna. Jón Ásgeir hafði áður sagt í samtali við fréttastofu að samkvæmt upplýsingum frá skattyfirvöldum væri upphæðin sem væri til rannsóknar í hans tilfelli um 7 milljónir króna. Þær eignir Hannesar sem hafa verið kyrrsettar eru eftirtaldar: Innstæður á bankareikningum upp á 3,4 milljón króna, Lincoln Navigator metinn á 4 milljónir og Range Rover metinn á sömu upphæð. Samtals 11,4 milljónir króna. Kyrrsetningarbeiðnin frá Skattrannsóknarstjóra var upp á 150 milljónir og er mismunurinn því tæplega 140 milljónir króna. Unnið er að skýrslu um málið hjá skattrannsóknarstjóra og fá þá gerðaþolar andmælarétt. Skýrslan mun síðan fara til Ríkisskattstjóra sem endurákvarðar opinber gjöld þyki ástæða til þess. Um leið og andmæli skýrslunnar hafa borist skattrannsóknarstjóra er tekin ákvörðun um hvort málin verði send til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Greiðist sektin ekki að fullu getur gerðaþoli þurft að afplána fangelsisvist, sem nemur að hámarki einu ári. Jón Ásgeir sagði í samtali við fréttastofu að það væri rétt að eignirnar hefðu verið kyrrsettar. Málið væri skrýtið og stæðist ekki skoðun. Það muni snúast um skattskyldu en ekki skattundanskot. Hann skilji ekki hvernig hann eigi að bera refsiábyrgð á virðisaukaskilum FL Group. Stoðir, áður FL Group, hafi lagt fram tryggingu fyrir skattgreiðslunni. Öll skattskil FL Group hafi verið unnin af fagmönnum sem lutu eftirliti hæfustu endurskoðenda. Þetta hafi ekki verið á hans borði og hann hafi enga hugmynd haft um þau ágreiningsmál um form virðisaukaskattskila milli móður- og dótturfélags sem deilt er um. Samkvæmt lögum verði refsiábyrgð ekki lögð á stjórnarmann vegna skattskila hlutafélags nema stjórnarmaðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða ásetning. Jón Ásgeir segir þau skilyrði augljóslega ekki uppfyllt þar sem hann hafi ekkert vitað um þessi mál. Skarphéðinn Berg hefur einnig mótmælt kyrrsetningunni. Það staðfesti hann við fréttastofu í dag. Ekki náðist í Jón Sigurðsson og Hannes Smárason í dag.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira