Viðskipti innlent

Atvinnumiðstöð opnuð í Hafnarfirði í dag

Sérstaklega er stefnt að því að efla vinnumiðlun og faglega starfs- og námsráðgjöf, auka virkni atvinnuleitenda og byggja upp fjölbreytt framboð vinnumarkaðsúrræða á svæðinu.
Sérstaklega er stefnt að því að efla vinnumiðlun og faglega starfs- og námsráðgjöf, auka virkni atvinnuleitenda og byggja upp fjölbreytt framboð vinnumarkaðsúrræða á svæðinu.
Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar verður opnuð í dag klukkan 16:00 að Strandgötu 4. Þar verður sinnt svæðisbundinni vinnumiðlun, ráðgjöf og annarri þjónustu við atvinnuleitendur í Hafnarfirði. Þetta þróunarverkefni byggist á samstarfs- og þjónustusamningi milli Vinnumálastofnunar og Hafnarfjarðarbæjar með aðild Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði.

Fjallað er um málið á vefsíðu Vinnumálastofnunnar. Þar segir að markmið verkefnisins er að efla þjónustu við unga atvinnuleitendur og fólk sem hefur verið án atvinnu um langt skeið og aðstoða þá við að verða á ný virkir þátttakendur á vinnumarkaði.

Sérstaklega er stefnt að því að efla vinnumiðlun og faglega starfs- og námsráðgjöf, auka virkni atvinnuleitenda og byggja upp fjölbreytt framboð vinnumarkaðsúrræða á svæðinu, t.d. með auknum ráðningum atvinnuleitenda í starfsþjálfun, reynsluráðningum, vinnustaðanámi og átaksverkefnum.

Guðjón Árnason og Laufey Brá Jónsdóttir hafa verið ráðnir verkefnastjórar hjá Atvinnumiðstöðinni. Þau hvetja fyrirtæki í Hafnarfirði til þess að hafa samband og vera virk í að nýta sér þau tækifæri sem bjóðast hjá Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar. Jafnframt ættu atvinnuleitendur í Hafnarfirði að kíkja við og nýta sér þá þjónustu sem í boði er.

Það skiptir sköpum að atvinnuleitendur festist ekki í því hlutverki að vera án atvinnu. Því kappkostar Hafnarfjarðarbær við að koma í veg fyrir langtímaatvinnuleysi. Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar er fyrsta atvinnumiðlunin sinnar tegundar og er miklar vonir bundnar við rekstur hennar til aðstoða atvinnuleitendur við að komast til starfa eða í nám.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×