Viðskipti innlent

Banque Havilland þögull um framtíð Magnúsar Guðmundssonar

Meðal þess þeirra spurninga sem engin svör fengjust við voru hvort bankanum væri stætt á að hafa starfandi bankastjóra sem sæti í gæsluvarðhaldi.
Meðal þess þeirra spurninga sem engin svör fengjust við voru hvort bankanum væri stætt á að hafa starfandi bankastjóra sem sæti í gæsluvarðhaldi.
Bankinn Banque Havilland í Lúxemborg er þögull sem gröfin um framtíð Magnúsar Guðmundssonar í stöðu bankastjóra bankans eftir að Magnús var úrskurðaður í 7 daga gæsluvarðhald nú í hádeginu.

Fréttastofa ræddi við blaðafultrúa bankans eftir að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn lá fyrir og öll svör hennar við spurningum Fréttastofu voru á einn veg eða „no comment".

Meðal þess þeirra spurninga sem engin svör fengjust við voru hvort bankanum væri stætt á að hafa starfandi bankastjóra sem sæti í gæsluvarðhaldi.

Ekki fengust heldur svör við spurningum um hvort eigendur eða stjórn bankans hefðu rætt mál Magnúsar í dag eða í gærdag eða hvort von væri á yfirlýsingu frá bankanum vegna málsins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×