Viðskipti innlent

Síldarvinnslan kaupir Margréti EA af Samherja

Skipið hefur verið í verkefnum niður við Afríku en er væntanlegt heim í kringum hvítasunnuna og mun hefja veiðar fyrir Síldarvinnsluna fyrir mánaðarmót í norsk-íslenskri síld og makríl.
Skipið hefur verið í verkefnum niður við Afríku en er væntanlegt heim í kringum hvítasunnuna og mun hefja veiðar fyrir Síldarvinnsluna fyrir mánaðarmót í norsk-íslenskri síld og makríl.
Síldarvinnslan hf. hefur fest kaup á Margréti EA-710 af Samherja hf. Margrét EA er eitt öflugasta uppsjávarskip íslenska flotans. Skipið var smíðað í Noregi 1998 og er 2.188 brúttótonn, 1.270 brúttórúmlestir og 71,1 metri að lengd og 13 metrar að breidd.

Fjallað er um málið á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir að skipið mun hljóta nafnið Beitir NK-123 og skipstjóri verður Sturla Þórðarson, skipstjóri á móti Sturlu verðu Hálfdán Hálfdánarson. Sturla hefur verið skipstjóri á Berki NK. Skipstjóri á Berki NK verður Sigurbergur Hauksson og á móti Sigurbergi verður Hjörvar Hjálmarsson en þeir hafa báðir verið skipstjórar á skipum félagsins.

Skipið hefur verið í verkefnum niður við Afríku en er væntanlegt heim í kringum hvítasunnuna og mun hefja veiðar fyrir Síldarvinnsluna fyrir mánaðarmót í norsk-íslenskri síld og makríl.

„Síldarvinnslan hf. þekkir vel til skipsins enda hefur það landað í vinnslu hjá félaginu á undanförnum árum. Samræmast þessi kaup vel auknum áherslum félagsins á frystingu uppsjávarfiska. Við sjáum fyrir okkur aukinn hlut uppsjávarfiska til manneldis í framtíðinni. Fjárfestingar félagsins og uppbygging síðustu ára hafa verið til að styrkja samkeppnisstöðu okkar á frystimörkuðum.," segir á vefsíðunni.

„Þessi fjárfesting Síldarvinnslunnar byggir á því að sjárvarútvegsráðherra hefur úthlutað veiðiheimildum í makríl fyrir þetta árið. Síldarvinnslan mun reyna að hámarka verðmæti þess afla sem fyrirtækið hefur aðgang að og eru kaupin á Margréti EA liður í því."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×