Vestia sett skilyrði um yfirtökuna á Húsasmiðjunni 10. maí 2010 10:12 Selja skal Húsasmiðjuna innan tiltekins tíma. Um sölufrestinn ríkir trúnaður, enda geta slíkir tímafrestir, ef opinberir væru, haft óeðlileg áhrif á söluferli og söluverð. Samkeppniseftirlitið hefur sett yfirtöku Eignarhaldsfélagsins Vestia, dótturfélags NBI hf. (Landsbankans), á Húsasmiðjunni ehf. ítarleg skilyrði, sem miða að því að draga úr samkeppnisröskun sem stafað getur af eignarhaldi bankans á fyrirtækinu.Fjallað er um málið á vefsíðu Samkeppniseftirlisins. Þar segir að Vestia og Landsbankinn hafa fallist á að hlíta þeim skilyrðum sem sett eru fram í ákvörðuninni, með undirritun sáttar. Við vinnslu málsins hefur einnig verið höfð hliðsjón af kvörtunum og ábendingum sem Samkeppniseftirlitinu hafa borist.Helstu skilyrði eru eftirfarandi:Selja skal Húsasmiðjuna innan tiltekins tíma. Um sölufrestinn ríkir trúnaður, enda geta slíkir tímafrestir, ef opinberir væru, haft óeðlileg áhrif á söluferli og söluverð.Tryggja skal að Húsasmiðjan starfi sem sjálfstæður keppinautur á markaði. Þannig er eignarhaldið á Húsasmiðjunni í höndum eignarhaldsfélags sem staðsett skal utan bankans, auk þess sem sett eru skilyrði um stjórnarsetu í annars vegar eignarhaldsfélaginu og hins vegar Húsasmiðjunni.Setja skal Húsasmiðjunni eðlilegar arðsemiskröfur. Þetta er mikilvægt til þess að vinna gegn því að bankinn sjái sér hag í því að auka virði Húsasmiðjunnar með því að fjármagna undirboð eða auka markaðssókn og stækka þar með markaðshlutdeild hennar. Þessum skilyrðum er einnig ætlað að takmarka hættu á að stjórnendur og starfsmenn hins yfirtekna fyrirtækis líti á eignarhald bankans sem vernd gegn hvers konar áföllum (e. moral hazard).Bankanum er óheimilt að hlutast til um viðskipti milli Húsasmiðjunnar og annarra fyrirtækja sem bankinn á hluti í. Þannig er spornað gegn því að Húsasmiðjan og önnur fyrirtæki tengd bankanum beini viðskiptum sínum hvert til annars, án þess að eðlilegar forsendur um viðskiptakjör liggi til grundvallar.Bankanum er óheimilt að hlutast til um viðskipti milli Húsasmiðjunnar og viðskiptavina bankans. Jafnframt skal tryggja að sömu aðilar á vegum bankans séu ekki viðskiptastjórar annars vegar Húsasmiðjunnar og hins vegar viðskiptavina eða keppinauta hennar. Þá skal tryggja að viðkvæmar upplýsingar berist ekki á milli þessara fyrirtækja.Birta skal ársuppgjör og hálfsársuppgjör Húsasmiðjunnar opinberlega samkvæmt nánari fyrirmælum ákvörðunarinnar. Jafnframt skal birta margvíslegar upplýsingar um starfsemi eignarhaldsfélaga og Húsasmiðjunnar, auk upplýsinga um framkvæmd skilyrðanna.Tryggja skal ítarlegt og viðvarandi eftirlit innan bankanna, til viðbótar við eftirlit Samkeppniseftirlitsins.Brot á framangreindum skilyrðum geta varðað sektum, samkvæmt ákvæðum samkeppnislaga. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur sett yfirtöku Eignarhaldsfélagsins Vestia, dótturfélags NBI hf. (Landsbankans), á Húsasmiðjunni ehf. ítarleg skilyrði, sem miða að því að draga úr samkeppnisröskun sem stafað getur af eignarhaldi bankans á fyrirtækinu.Fjallað er um málið á vefsíðu Samkeppniseftirlisins. Þar segir að Vestia og Landsbankinn hafa fallist á að hlíta þeim skilyrðum sem sett eru fram í ákvörðuninni, með undirritun sáttar. Við vinnslu málsins hefur einnig verið höfð hliðsjón af kvörtunum og ábendingum sem Samkeppniseftirlitinu hafa borist.Helstu skilyrði eru eftirfarandi:Selja skal Húsasmiðjuna innan tiltekins tíma. Um sölufrestinn ríkir trúnaður, enda geta slíkir tímafrestir, ef opinberir væru, haft óeðlileg áhrif á söluferli og söluverð.Tryggja skal að Húsasmiðjan starfi sem sjálfstæður keppinautur á markaði. Þannig er eignarhaldið á Húsasmiðjunni í höndum eignarhaldsfélags sem staðsett skal utan bankans, auk þess sem sett eru skilyrði um stjórnarsetu í annars vegar eignarhaldsfélaginu og hins vegar Húsasmiðjunni.Setja skal Húsasmiðjunni eðlilegar arðsemiskröfur. Þetta er mikilvægt til þess að vinna gegn því að bankinn sjái sér hag í því að auka virði Húsasmiðjunnar með því að fjármagna undirboð eða auka markaðssókn og stækka þar með markaðshlutdeild hennar. Þessum skilyrðum er einnig ætlað að takmarka hættu á að stjórnendur og starfsmenn hins yfirtekna fyrirtækis líti á eignarhald bankans sem vernd gegn hvers konar áföllum (e. moral hazard).Bankanum er óheimilt að hlutast til um viðskipti milli Húsasmiðjunnar og annarra fyrirtækja sem bankinn á hluti í. Þannig er spornað gegn því að Húsasmiðjan og önnur fyrirtæki tengd bankanum beini viðskiptum sínum hvert til annars, án þess að eðlilegar forsendur um viðskiptakjör liggi til grundvallar.Bankanum er óheimilt að hlutast til um viðskipti milli Húsasmiðjunnar og viðskiptavina bankans. Jafnframt skal tryggja að sömu aðilar á vegum bankans séu ekki viðskiptastjórar annars vegar Húsasmiðjunnar og hins vegar viðskiptavina eða keppinauta hennar. Þá skal tryggja að viðkvæmar upplýsingar berist ekki á milli þessara fyrirtækja.Birta skal ársuppgjör og hálfsársuppgjör Húsasmiðjunnar opinberlega samkvæmt nánari fyrirmælum ákvörðunarinnar. Jafnframt skal birta margvíslegar upplýsingar um starfsemi eignarhaldsfélaga og Húsasmiðjunnar, auk upplýsinga um framkvæmd skilyrðanna.Tryggja skal ítarlegt og viðvarandi eftirlit innan bankanna, til viðbótar við eftirlit Samkeppniseftirlitsins.Brot á framangreindum skilyrðum geta varðað sektum, samkvæmt ákvæðum samkeppnislaga.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira