Viðskipti innlent

Gott gengi á mörkuðum erlendis bætir stöðu lífeyrissjóða

Þetta er mesta aukning á eign sjóðanna á milli mánaða sem sést hefur í heilt ár, en eignir sjóðanna hafa á því tímabili aukist um að meðaltali um 20 milljarða kr. hvern mánuð.
Þetta er mesta aukning á eign sjóðanna á milli mánaða sem sést hefur í heilt ár, en eignir sjóðanna hafa á því tímabili aukist um að meðaltali um 20 milljarða kr. hvern mánuð.

Það sem veldur miklilli aukningu á eignum lífeyrissjóðanna er gott gengi á hlutabréfamörkuðum erlendis. Eignir lífeyrisjóðanna í erlendum hlutabréfasjóðum jukust um 21 milljarð kr. í marsmánuði en alls jukust erlendar eignir sjóðanna um 25 milljarða kr.

Þetta kemur fram í Morgnkorni greiningar Íslandsbanka þar sem rætt er um að hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris nam 1.846 milljörðum kr. í lok mars síðastliðins og jókst um 44 milljarða kr. í mánuðinum skv. tölum sem Seðlabankinn birti í gær. Það jafngildir um 2,4% aukningu frá fyrri mánuði.

Í Morgunkorninu segir að þá jókst einnig eign lífeyrisjóðanna í innlendum íbúðabréfum um tæpa 12 milljarða kr. Þar hefur einhver áhrif 1,1% hækkun vísitölu neysluverðs í febrúarmánuði, auk þess sem sjóðirnir hafa vafalítið reynst drjúgir kaupendur í marsútboði Íbúðalánasjóðs.

Þetta er mesta aukning á eign sjóðanna á milli mánaða sem sést hefur í heilt ár, en eignir sjóðanna hafa á því tímabili aukist um að meðaltali um 20 milljarða kr. hvern mánuð.

Í lok mars síðastliðins hafði hrein eign lífeyrissjóðanna hækkað um 232 milljarða kr. frá sama tíma fyrir ári, sem jafngildir hækkun upp á 14,4% að nafnvirði. Sé tekið tillit til verðbólgu nemur hækkunin 5,4%. Þar verður þó að hafa í huga að iðgjaldagreiðslur inn í lífeyrissjóði eru til muna hærri en lífeyrisgreiðslur og útflæði vegna innlausnar séreignarsparnaðar. Raunávöxtun sjóðanna er því mun minni en framangreind tala gefur til kynna.



Lífeyrissjóðirnir hafa undanfarnar vikur verið að taka til í bókum sínum og afskrifað stóran hluta af skuldabréfum innlendra hrunfyrirtækja. Ljóst er því að staða þeirra eftir hrun mun senn skýrast og mun koma í ljós í tölum Seðlabankans yfir eignir þeirra á næstu mánuðum.

Eins og staðan er nú samkvæmt tölum Seðlabankans eiga lífeyrissjóðirnir samtals 127 milljarða kr. í skuldabréfum innlendra fyrirtækja en fyrir hrun stóð þessi eign í 190 milljörðum kr. Þá eiga lífeyrissjóðirnir nú 45 milljarða kr í innlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum en áttu fyrir hrun í september 2008, 150 milljarða kr í slíkum eignum. Þegar mest var um mitt ár 2007 var innlend eign lífeyrissjóðanna í hlutabréfum og hlutabréfasjóðum 320 milljarðar kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×