Viðskipti innlent

Norðurþing rekið með 318 milljóna tapi í fyrra

Rekstur sveitarfélagsins Norðurþings, A og B hluti, skilaði 318 milljóna kr. tapi á síðasta ári. Í tilkynningu segir að reksturin gekk vel og mun betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða í A hluta fyrir afskriftir var jákvæð um 60 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir afskriftir var jákvæð um 411 milljónir króna.

Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða er rekstrarniðurstaða samstæðunnar neikvæð um 318 milljónir króna. Þar af er 200 milljóna kr. króna auka afskrift vegna virðisrýrnunar Orkustöðvar Orkuveitu Húsavíkur ehf.

Rekstrarniðurstaða samstæðu Norðurþings er því betri en sem nemur 407 milljónir kr. króna miðað við áætlanir ársins. Þess skal sérstaklega getið að áætlanir í sveitarfélaginu Norðurþingi eru ekki endurskoðaðar á rekstrarárinu.

Sveitarfélagið á í gegnum Orkuveitu Húsavíkur ehf. um þriðjungshlut í Þeistareykjum ehf. Í lok árs 2009 áttu sér stað viðskipti með verulegan hlut í félaginu á gengi sem er langt umfram bókfært verðmæti í reikningsskilum Norðurþings. Áætlað söluverðmæti á eignarhlut Orkuveitu Húsavíkur ehf. í Þeistareykjum ehf. nemur allt að 40% af vaxtaberandi skuldum Norðurþings.

Eignir sveitarfélagsins í efnahagsreikningi eru bókfærðar á 6,4 milljarðar kr., þar af eru veltufjármunir 560 milljónir kr. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum nema samkvæmt efnahagsreikningi 6,1 milljarður kr., þar af eru lífeyrisskuldbindingar 1,1 milljarður kr. Bókfært eigið fé nemur 287 milljónir kr. í árslok. Eiginfjárhlutfall A hluta er 30% en samstæðu 4,5%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×