Fleiri fréttir Sala á nýjum fólksbílum heldur áfram að aukast Talsverð aukning hefur orðið í sölu nýrra fólksbíla fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Alls seldust 400 nýir fólksbílar frá áramótum fram til aprílloka á þessu ári, en á sama tímabili í fyrra seldust 349 nýir fólksbílar. Þetta er aukning upp á 14,6% milli ára. 6.5.2010 12:18 Krónan styrkist áfram og raungengi hennar hækkar Krónan heldur áfram að sækja í sig veðrið og stendur gengisvísitala krónunnar, sem vegur saman verð gjaldmiðla helstu viðskiptaþjóða Íslands gagnvart krónunni, nú þegar þetta er ritað (kl: 11:00) í 223,18 stigum og hefur ekki verið jafn lág síðan í byrjun júní á síðasta ári. Þá hækkaði raungengi krónunnar fimmta mánuðinn í röð í apríl. 6.5.2010 12:00 Niðursveiflan á húsnæðismarkaði hér mun lengri en ytra Samkvæmt spá Seðlabanka Íslands um húsnæðisverð er enn nokkuð langt þar til viðsnúningur verður á húsnæðismarkaði en samkvæmt spánni mun húsnæðisverð enn fara lækkandi út næsta ár. Verði það raunin er ljóst að niðursveiflan á húsnæðismarkaði hér á landi verður mun lengri en í öðrum löndum í kringum okkur. 6.5.2010 11:54 Eyjafjallajökull: Icelandair fékk 3000 símtöl á dag vegna eldgossins Um 3000 símtöl bárust á dag í þjónustuver Icelandair fyrstu dagana eftir að gosið í Eyjafjallajökli hófst. Þetta sagði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, á Útflutningsþingi á Hilton Nordica Hotel í morgun. 6.5.2010 10:30 Íslendingar eiga 1800 milljarða í lífeyrissjóðunum Uppbygging lífeyrissjóða er eitt af því sem best hefur tekist hjá Íslendingum undanfarin ár og áratugi, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í grein í Fréttablaðinu í dag. 6.5.2010 09:05 Ísland dottið af topp tíu listanum yfir líkur á þjóðargjaldþroti Ísland er dottið af lista þeirra tíu þjóða sem taldar eru í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Listinn er birtur daglega á CMA gangaveitunni. 6.5.2010 08:44 BankNordik skilaði methagnaði á fyrsta ársfjórðungi BankNordik, áður Færeyjabanki, skilaði methagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaður, fyrir skatta, reyndist 411 milljónir danskra kr. eða rúmlega 9 milljörðum kr. Til samanburðar nam hagnaður bankans 52 milljónum danskra kr. á sama tímabili í fyrra. 6.5.2010 08:22 Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir afskrifa 86 milljarða Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa afskrifað 86 milljarða króna vegna skuldabréfa fyrirtækja og fjármálastofnanna frá bankahruninu haustið 2008. Viðskiptablaðið greinir frá þessu í dag. 6.5.2010 07:40 Efnahagsbatinn lætur bíða lengur eftir sér Verulegar líkur eru á að Seðlabankinn dragi á öll lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og Póllandi til að sýna fram á styrk bankans. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hann bendir á að staðan sé betri en reiknað hafi verið með og áhyggjur af getu ríkissjóðs til að standa í skilum við lán sem falla á gjalddaga á næsta og þarnæsta ári úr sögunni. 6.5.2010 04:00 Banki í gjaldeyrisbraski Grunur leikur á að banki sem er starfandi hér á landi hafi misnotað undanþágu á gjaldeyrishöftunum til að hagnast á því. Málið er nú til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. 5.5.2010 18:52 Sér fyrir endann á samdrættinum Það sér fyrir endann á samdrættinum hér á landi segir aðalhagfræðingur Seðlabankans, það sé þó lengra í að kreppunni ljúki. Samdráttarskeiðið sé það dýpsta og með því lengsta sem vestrænt ríki hafi upplifað. 5.5.2010 19:12 FA fagnar dóminum um ólögmæti iðnaðarmálagjalds Félag atvinnurekenda (FA) fagnar dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í sl. viku þess efnis að innheimta svokallaðs iðnaðarmálagjalds stæðist ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Dómurinn dæmdi íslenska ríkið til að greiða 26 þúsund evrur í málskostnað til Varðar Ólafssonar sem höfðaði málið. 5.5.2010 16:36 Icelandair tapaði 1,9 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Tap Icelandair Group á fyrsta ársfjórðungi ársins eftir skatta var 1,9 milljarðar króna en var 3,6 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Tap af áframhaldandi starfsemi nam 1,5 milljarði króna á tímabilinu. 5.5.2010 16:03 Töluverður samdráttur í sölu áfengis Það sem af er árinu hefur sala á áfengi dregist saman í lítrum talið um 7,8% miðað við sama tímabil árið 2009. Ekki er raunhæft að bera saman sölu í apríl á milli ára þar sem páskarnir hafa mikil áhrif en í ár voru páskarnir í mars en voru í apríl í fyrra. 5.5.2010 13:42 SÍ: Verðbólga þrálát og atvinnuleysi nær óbreytt Seðlabankinn (SÍ) gerir nú ráð fyrir nokkuð meiri verðbólgu í ár en áður var spáð og telur nú að verðbólgan verði að meðaltali 6,1% í ár í stað 5,6% áður. Þá gerir ný þjóðhagsspá bankans ráð fyrir að atvinnuleysi verði nær óbreytt út árið. 5.5.2010 13:03 Neytendastofa bannar skilmála Avant á bílalánum Neytendastofa hefur úrskurðað í máli gegn Avant hf. þar sem fyrirtækinu er bannað að nota skilmála sína um ársvexti í bílasamningum sínum við neytendur. 5.5.2010 12:52 Evran gæti kostað 300 krónur án gjaldeyrishaftanna Lauslegt mat með þjóðhagslíkani Seðlabankans gefur til kynna að án gjaldeyrishaftanna hefði gengi krónunnar hæglega getað lækkað í 260-300 kr. gagnvart evru og jafnvel enn meira við ákveðin skilyrði. Þetta er svipað gengi og á aflandsmarkaðnum þegar það var lægst. 5.5.2010 11:38 Efnahagsbatanum seinkar að mati Seðlabankans Seðlabankinn gerir ráð fyrir að efnahagsbata landsins seinki um einn ársfjórðung, til þriðja ársfjórðungs þessa árs. Samkvæmt því mun efnahagssamdrátturinn hér á landi vara í tíu ársfjórðunga eða tvö og hálft ár sem er lengra en í öðrum iðnríkjum. 5.5.2010 11:24 Ólíklegra en áður að Icesave breyti lánshæfismati Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það sé ólíklegra en áður að tafir á lausn á Icesavedeilunni muni hafa áhrif á lánshæfismati landsins. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra á fundi í Seðlabankanum sem nú stendur yfir. Á fundinum var gherð grein fyrir vaxtalækkun bankans í morgun. 5.5.2010 11:12 Nox Medical hlaut Vaxtarsprotann í ár Fyrirtækið Nox Medical ehf. hlaut í morgun Vaxtarsprotann 2010 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Fyrirtækið meira en tífaldaði veltu sína milli áranna 2008 og 2009 úr 16,5 milljónum kr. í um 175 milljónir kr. Fyrirtækin Hafmynd, Menn og Mýs og Valka fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan vöxt á síðasta ári. 5.5.2010 10:34 Eyjafjallajökull: Ferðamönnum fækkaði um tæp 17% í apríl Erlendir ferðamenn voru 16,9% færri nú í apríl en í apríl á síðasta ári. Þannig fóru rúmlega 23 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í mánuðinum samanborið við tæp 28 þúsund á sama tíma í fyrra. 5.5.2010 10:21 Hagfræðingur SI átti von á meiri vaxtalækkun „Ég átti von á aðeins meiri lækkun," segir Bjarni Már Gylfason hagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI) um vaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun. 5.5.2010 10:14 Starfsmaður Nordic eMarketing kosinn í stjórn SEMPO Kristján Már Hauksson starfsmaður og einn eiganda Nordic eMarketing hefur verið kosinn í stjórn SEMPO sem eru stærstu samtök fagaðila í leitarvélamarkaðssetningu. Tæplega 40 manns voru í framboði og voru 13 sæti í boði. Kosið er til tveggja ára í senn og er verður Kristján í stjórn fram í Apríl 2012. 5.5.2010 09:40 Álftanes rekið með 322 milljóna tapi í fyrra Rekstrarniðurstaða fyrir A hluta sveitarfélagsins Álftanes varð neikvæð um 322 milljónir kr. á síðasta ári en það er 64 milljóna kr. verri útkoma er endurskoðuð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. 5.5.2010 09:31 Gistinóttum fjölgaði um 11% í mars Gistinætur á hótelum í mars síðastliðnum voru 93.700 en voru 84.500 í sama mánuði árið 2009. Þetta er 11% fjölgun milli ára. 5.5.2010 09:08 Stýrivextir lækkaðir um 0,5 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentustig. 5.5.2010 09:00 Misvísandi mælingar á skuldatryggingaálagi Íslands Þær tvær gagnaveitur sem mæla skuldatryggingaálag á ríkissjóð Íslands gefa misvísandi upplýsingar um mat markaðarins á stöðu landsins. Önnur segir álagið fara lækkandi en hin segir það fara hækkandi. 5.5.2010 08:41 Velta á gjaldeyrismarkaði minnkar verulega milli mánaða Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri í aprílmánuði nam 512 milljónum kr. Þetta er þrefalt minni velta en í mars þegar hún nam rúmum 1,5 milljarði kr. 5.5.2010 08:14 Vill rukka fyrir ríkisábyrgð Ríkið á að krefjast gjalds vegna ríkisábyrgðar á innstæður í bönkunum. Þetta er mat Lilju Mósesdóttur, formanns viðskiptanefndar Alþingis og þingmanns Vinstri grænna. Hún segir að líta megi á það sem borgun fyrir trygginguna. 5.5.2010 06:00 Fleiri tækifæri eftir kreppuna John Conroy, forstjóri írska verðbréfafyrirtækisins Merrion Capital, hefur sagt starfi sínu lausu og tekið við stýrinu á fyrirtækjasviði fyrirtækisins. Í myndinni er að hann kaupi helmingshlut í þessum hluta Merrion Capital. Írska dagblaðið Independent hafði eftir Conroy í síðustu viku að fjármögnunarþörf írskra fyrirtækja sé nú mikil og vilji hann einbeita sér að þeim markaði. 5.5.2010 06:00 Endurskoðendur getaorðið blindir á bækurnar Endurskoðendur hafa sloppið furðu vel þrátt fyrir að hafa brugðist við gerð ársreikninga banka og fjármálafyrirtækja fyrir hrun. Þetta er mat Bjarna Frímanns Karlssonar, lektors í reikningsskilum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 5.5.2010 05:45 Gnúpur í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis Gnúpur er til rannsóknar hjá skilanefnd Glitnis og er ekki útilokað að einhver þeirra mála sem upp kunna að koma endi á borði sérstaks saksóknara, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins. Gnúpur var fyrsta fjárfestingarfélagið sem féll í aðdraganda bankahrunsins en fór ekki í þrot. Óskað verður eftir gjaldþrotaskiptum á næstu vikum. 5.5.2010 05:15 Opin kerfi í aldarfjórðung Tölvugeirinn hér lifir góðu lífi þrátt fyrir áföllin sem dunið hafa á efnahagslífinu, að sögn Gunnars Guðjónssonar, forstjóra Opinna kerfa. Hann segir ágæt sóknarfæri fram undan enda stjórnendur fyrirtækja góðu vanir og geri þeir miklar kröfur. 5.5.2010 05:15 Mikilvægt að temja sér betri vinnubrögð „Íslendingar þurfa að temja sér agaðri vinnubrögð. Góðar ákvarðanir þurfa að vera byggðar á rökum og gögnum en ekki tilfinningum,“ segir Guðrún Johnsen, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. 5.5.2010 05:00 Mikilvægt að setja dyggðir á stall „Bankahrunið er dæmi um það hvað þeir lestir sem fylgt hafa mannkyninu alla tíð geta leitt okkur í ef við leyfum þeim að ná tökum á okkur,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um þann lærdóm sem viðskiptalífið getur dregið af rannsóknarskýrslunni. Hann segir græði, óhóf og hroka hafa verið ofarlega á blaði í viðskiptalífinu fyrir hrun. 5.5.2010 05:00 Bankavextir freista erlendra fjárfesta Rúmur helmingur af allri erlendri nýfjárfestingu sem komið hefur inn í landið frá því slakað var á gjaldeyrishöftum í lok október í fyrra hefur farið inn á innlánsreikninga í bönkunum. Erlendir aðilar hafa fjárfest hér á landi fyrir 15,9 milljarða króna frá 1. nóvember í fyrra til 8. apríl á þessu ári, samkvæmt gögnum frá Seðlabankanum. 5.5.2010 04:30 Fyrirtækið Snjöll nýting innlends hráefnis í áliðnaði Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur sýnt fram á að það er bæði tæknilega mögulegt og fjárhagslega hagkvæmt að nýta kísilryk sem fellur til við framleiðslu járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga til að framleiða háhitaeinangrun. Notagildið er mikið og er einangrunin til dæmis nýtt í kerfóðringar og hafa íslensk álver sýnt vinnunni áhuga. 5.5.2010 04:00 Leita tækifæra í ógn Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru 23 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í apríl. Fækkunin nemur 17 prósentum þegar mánuðurinn er borinn saman við apríl í fyrra. 5.5.2010 04:00 Lífeyrir bankamanna skerðist ekki Lífeyrissjóður bankamanna þarf ekki að skerða lífeyrisréttindi vegna efnahagshrunsins, öfugt við flesta aðra lífeyrissjóði. Sjóðurinn losaði sig við hlutabréf árið 2006 og færði sig yfir í áhættuminni fjárfestingar. 4.5.2010 19:09 Borgarsjóður hallalaus og veruleg umskipti í rekstri Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 er lagður fram á borgarstjórnarfundi í dag en samkvæmt honum var borgarsjóður rekinn hallalaus og veruleg umskipti urðu til hins betra í rekstri samstæðunnar. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir þetta mikil og góð tíðindi fyrir Reykvíkinga. 4.5.2010 14:40 Black fundaði með sérstökum saksóknara og FME William K. Black, lögfræðingur og fyrrum fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum hefur átt fundi með bæði Ólafi Þór Haukssyni sérstökum saksóknara og Gunnari Andersen forstöðumanni Fjármálaeftirlitsins (FME). 4.5.2010 14:06 Reikningurinn líklega ekki í eigu Fl Group Allt bendir til að reikningurinn í Lúxemborg, sem féð frá FL Group fór inn á árið 2005, hafi ekki verið í eigu FL Group. Málið er til rannsóknar, en fyrrverandi forstjóri félagsins hætti meðal annars vegna þessarar grunsamlegu millifærslu. 4.5.2010 12:21 Evran ekki verið ódýrari hérlendis í heilt ár Þegar markaðir lokuðu í gær kostaði evran 169,99 kr. og hefur evran ekki kostað jafn fáar krónur í heilt ár. Þannig hefur evran kostað yfir 170 kr. á innlendum gjaldeyrismarkaði allt frá maíbyrjun í fyrra. Krónan hefur svo haldið áfram að styrkjast nú í morgun og kostar þegar þetta er ritað (11:45) 169 kr. á millibankamarkaði með gjaldeyri. 4.5.2010 12:03 Verðbólga á Íslandi næstmest innan OECD Í nýju yfirliti frá OECD um verðbólgu í aðildarlöndum samtakanna kemur fram að verðbólgan á Íslandi mældist næsthæst eða 8,5% í marsmánuði s.l. Það er aðeins Tyrkland sem býr við meiri verðbólgu en þar í landi mældist hún 9,6%.Næst á eftir Íslandi var verðbólgan mest í Ungverjalandi eða 6%. 4.5.2010 12:00 Spáir 0,5 prósentustiga stýrivaxtalækkun Greining MP Banka spáir því að stýrivextir verði lækkaðir um 0,5% prósentustig á morgun. Þetta kemur fram í Markaðsvísi greiningarinnar. 4.5.2010 11:57 Sjá næstu 50 fréttir
Sala á nýjum fólksbílum heldur áfram að aukast Talsverð aukning hefur orðið í sölu nýrra fólksbíla fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Alls seldust 400 nýir fólksbílar frá áramótum fram til aprílloka á þessu ári, en á sama tímabili í fyrra seldust 349 nýir fólksbílar. Þetta er aukning upp á 14,6% milli ára. 6.5.2010 12:18
Krónan styrkist áfram og raungengi hennar hækkar Krónan heldur áfram að sækja í sig veðrið og stendur gengisvísitala krónunnar, sem vegur saman verð gjaldmiðla helstu viðskiptaþjóða Íslands gagnvart krónunni, nú þegar þetta er ritað (kl: 11:00) í 223,18 stigum og hefur ekki verið jafn lág síðan í byrjun júní á síðasta ári. Þá hækkaði raungengi krónunnar fimmta mánuðinn í röð í apríl. 6.5.2010 12:00
Niðursveiflan á húsnæðismarkaði hér mun lengri en ytra Samkvæmt spá Seðlabanka Íslands um húsnæðisverð er enn nokkuð langt þar til viðsnúningur verður á húsnæðismarkaði en samkvæmt spánni mun húsnæðisverð enn fara lækkandi út næsta ár. Verði það raunin er ljóst að niðursveiflan á húsnæðismarkaði hér á landi verður mun lengri en í öðrum löndum í kringum okkur. 6.5.2010 11:54
Eyjafjallajökull: Icelandair fékk 3000 símtöl á dag vegna eldgossins Um 3000 símtöl bárust á dag í þjónustuver Icelandair fyrstu dagana eftir að gosið í Eyjafjallajökli hófst. Þetta sagði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, á Útflutningsþingi á Hilton Nordica Hotel í morgun. 6.5.2010 10:30
Íslendingar eiga 1800 milljarða í lífeyrissjóðunum Uppbygging lífeyrissjóða er eitt af því sem best hefur tekist hjá Íslendingum undanfarin ár og áratugi, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í grein í Fréttablaðinu í dag. 6.5.2010 09:05
Ísland dottið af topp tíu listanum yfir líkur á þjóðargjaldþroti Ísland er dottið af lista þeirra tíu þjóða sem taldar eru í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Listinn er birtur daglega á CMA gangaveitunni. 6.5.2010 08:44
BankNordik skilaði methagnaði á fyrsta ársfjórðungi BankNordik, áður Færeyjabanki, skilaði methagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaður, fyrir skatta, reyndist 411 milljónir danskra kr. eða rúmlega 9 milljörðum kr. Til samanburðar nam hagnaður bankans 52 milljónum danskra kr. á sama tímabili í fyrra. 6.5.2010 08:22
Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir afskrifa 86 milljarða Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa afskrifað 86 milljarða króna vegna skuldabréfa fyrirtækja og fjármálastofnanna frá bankahruninu haustið 2008. Viðskiptablaðið greinir frá þessu í dag. 6.5.2010 07:40
Efnahagsbatinn lætur bíða lengur eftir sér Verulegar líkur eru á að Seðlabankinn dragi á öll lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og Póllandi til að sýna fram á styrk bankans. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hann bendir á að staðan sé betri en reiknað hafi verið með og áhyggjur af getu ríkissjóðs til að standa í skilum við lán sem falla á gjalddaga á næsta og þarnæsta ári úr sögunni. 6.5.2010 04:00
Banki í gjaldeyrisbraski Grunur leikur á að banki sem er starfandi hér á landi hafi misnotað undanþágu á gjaldeyrishöftunum til að hagnast á því. Málið er nú til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. 5.5.2010 18:52
Sér fyrir endann á samdrættinum Það sér fyrir endann á samdrættinum hér á landi segir aðalhagfræðingur Seðlabankans, það sé þó lengra í að kreppunni ljúki. Samdráttarskeiðið sé það dýpsta og með því lengsta sem vestrænt ríki hafi upplifað. 5.5.2010 19:12
FA fagnar dóminum um ólögmæti iðnaðarmálagjalds Félag atvinnurekenda (FA) fagnar dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í sl. viku þess efnis að innheimta svokallaðs iðnaðarmálagjalds stæðist ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Dómurinn dæmdi íslenska ríkið til að greiða 26 þúsund evrur í málskostnað til Varðar Ólafssonar sem höfðaði málið. 5.5.2010 16:36
Icelandair tapaði 1,9 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Tap Icelandair Group á fyrsta ársfjórðungi ársins eftir skatta var 1,9 milljarðar króna en var 3,6 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Tap af áframhaldandi starfsemi nam 1,5 milljarði króna á tímabilinu. 5.5.2010 16:03
Töluverður samdráttur í sölu áfengis Það sem af er árinu hefur sala á áfengi dregist saman í lítrum talið um 7,8% miðað við sama tímabil árið 2009. Ekki er raunhæft að bera saman sölu í apríl á milli ára þar sem páskarnir hafa mikil áhrif en í ár voru páskarnir í mars en voru í apríl í fyrra. 5.5.2010 13:42
SÍ: Verðbólga þrálát og atvinnuleysi nær óbreytt Seðlabankinn (SÍ) gerir nú ráð fyrir nokkuð meiri verðbólgu í ár en áður var spáð og telur nú að verðbólgan verði að meðaltali 6,1% í ár í stað 5,6% áður. Þá gerir ný þjóðhagsspá bankans ráð fyrir að atvinnuleysi verði nær óbreytt út árið. 5.5.2010 13:03
Neytendastofa bannar skilmála Avant á bílalánum Neytendastofa hefur úrskurðað í máli gegn Avant hf. þar sem fyrirtækinu er bannað að nota skilmála sína um ársvexti í bílasamningum sínum við neytendur. 5.5.2010 12:52
Evran gæti kostað 300 krónur án gjaldeyrishaftanna Lauslegt mat með þjóðhagslíkani Seðlabankans gefur til kynna að án gjaldeyrishaftanna hefði gengi krónunnar hæglega getað lækkað í 260-300 kr. gagnvart evru og jafnvel enn meira við ákveðin skilyrði. Þetta er svipað gengi og á aflandsmarkaðnum þegar það var lægst. 5.5.2010 11:38
Efnahagsbatanum seinkar að mati Seðlabankans Seðlabankinn gerir ráð fyrir að efnahagsbata landsins seinki um einn ársfjórðung, til þriðja ársfjórðungs þessa árs. Samkvæmt því mun efnahagssamdrátturinn hér á landi vara í tíu ársfjórðunga eða tvö og hálft ár sem er lengra en í öðrum iðnríkjum. 5.5.2010 11:24
Ólíklegra en áður að Icesave breyti lánshæfismati Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það sé ólíklegra en áður að tafir á lausn á Icesavedeilunni muni hafa áhrif á lánshæfismati landsins. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra á fundi í Seðlabankanum sem nú stendur yfir. Á fundinum var gherð grein fyrir vaxtalækkun bankans í morgun. 5.5.2010 11:12
Nox Medical hlaut Vaxtarsprotann í ár Fyrirtækið Nox Medical ehf. hlaut í morgun Vaxtarsprotann 2010 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Fyrirtækið meira en tífaldaði veltu sína milli áranna 2008 og 2009 úr 16,5 milljónum kr. í um 175 milljónir kr. Fyrirtækin Hafmynd, Menn og Mýs og Valka fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan vöxt á síðasta ári. 5.5.2010 10:34
Eyjafjallajökull: Ferðamönnum fækkaði um tæp 17% í apríl Erlendir ferðamenn voru 16,9% færri nú í apríl en í apríl á síðasta ári. Þannig fóru rúmlega 23 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í mánuðinum samanborið við tæp 28 þúsund á sama tíma í fyrra. 5.5.2010 10:21
Hagfræðingur SI átti von á meiri vaxtalækkun „Ég átti von á aðeins meiri lækkun," segir Bjarni Már Gylfason hagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI) um vaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun. 5.5.2010 10:14
Starfsmaður Nordic eMarketing kosinn í stjórn SEMPO Kristján Már Hauksson starfsmaður og einn eiganda Nordic eMarketing hefur verið kosinn í stjórn SEMPO sem eru stærstu samtök fagaðila í leitarvélamarkaðssetningu. Tæplega 40 manns voru í framboði og voru 13 sæti í boði. Kosið er til tveggja ára í senn og er verður Kristján í stjórn fram í Apríl 2012. 5.5.2010 09:40
Álftanes rekið með 322 milljóna tapi í fyrra Rekstrarniðurstaða fyrir A hluta sveitarfélagsins Álftanes varð neikvæð um 322 milljónir kr. á síðasta ári en það er 64 milljóna kr. verri útkoma er endurskoðuð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. 5.5.2010 09:31
Gistinóttum fjölgaði um 11% í mars Gistinætur á hótelum í mars síðastliðnum voru 93.700 en voru 84.500 í sama mánuði árið 2009. Þetta er 11% fjölgun milli ára. 5.5.2010 09:08
Stýrivextir lækkaðir um 0,5 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentustig. 5.5.2010 09:00
Misvísandi mælingar á skuldatryggingaálagi Íslands Þær tvær gagnaveitur sem mæla skuldatryggingaálag á ríkissjóð Íslands gefa misvísandi upplýsingar um mat markaðarins á stöðu landsins. Önnur segir álagið fara lækkandi en hin segir það fara hækkandi. 5.5.2010 08:41
Velta á gjaldeyrismarkaði minnkar verulega milli mánaða Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri í aprílmánuði nam 512 milljónum kr. Þetta er þrefalt minni velta en í mars þegar hún nam rúmum 1,5 milljarði kr. 5.5.2010 08:14
Vill rukka fyrir ríkisábyrgð Ríkið á að krefjast gjalds vegna ríkisábyrgðar á innstæður í bönkunum. Þetta er mat Lilju Mósesdóttur, formanns viðskiptanefndar Alþingis og þingmanns Vinstri grænna. Hún segir að líta megi á það sem borgun fyrir trygginguna. 5.5.2010 06:00
Fleiri tækifæri eftir kreppuna John Conroy, forstjóri írska verðbréfafyrirtækisins Merrion Capital, hefur sagt starfi sínu lausu og tekið við stýrinu á fyrirtækjasviði fyrirtækisins. Í myndinni er að hann kaupi helmingshlut í þessum hluta Merrion Capital. Írska dagblaðið Independent hafði eftir Conroy í síðustu viku að fjármögnunarþörf írskra fyrirtækja sé nú mikil og vilji hann einbeita sér að þeim markaði. 5.5.2010 06:00
Endurskoðendur getaorðið blindir á bækurnar Endurskoðendur hafa sloppið furðu vel þrátt fyrir að hafa brugðist við gerð ársreikninga banka og fjármálafyrirtækja fyrir hrun. Þetta er mat Bjarna Frímanns Karlssonar, lektors í reikningsskilum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 5.5.2010 05:45
Gnúpur í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis Gnúpur er til rannsóknar hjá skilanefnd Glitnis og er ekki útilokað að einhver þeirra mála sem upp kunna að koma endi á borði sérstaks saksóknara, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins. Gnúpur var fyrsta fjárfestingarfélagið sem féll í aðdraganda bankahrunsins en fór ekki í þrot. Óskað verður eftir gjaldþrotaskiptum á næstu vikum. 5.5.2010 05:15
Opin kerfi í aldarfjórðung Tölvugeirinn hér lifir góðu lífi þrátt fyrir áföllin sem dunið hafa á efnahagslífinu, að sögn Gunnars Guðjónssonar, forstjóra Opinna kerfa. Hann segir ágæt sóknarfæri fram undan enda stjórnendur fyrirtækja góðu vanir og geri þeir miklar kröfur. 5.5.2010 05:15
Mikilvægt að temja sér betri vinnubrögð „Íslendingar þurfa að temja sér agaðri vinnubrögð. Góðar ákvarðanir þurfa að vera byggðar á rökum og gögnum en ekki tilfinningum,“ segir Guðrún Johnsen, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. 5.5.2010 05:00
Mikilvægt að setja dyggðir á stall „Bankahrunið er dæmi um það hvað þeir lestir sem fylgt hafa mannkyninu alla tíð geta leitt okkur í ef við leyfum þeim að ná tökum á okkur,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um þann lærdóm sem viðskiptalífið getur dregið af rannsóknarskýrslunni. Hann segir græði, óhóf og hroka hafa verið ofarlega á blaði í viðskiptalífinu fyrir hrun. 5.5.2010 05:00
Bankavextir freista erlendra fjárfesta Rúmur helmingur af allri erlendri nýfjárfestingu sem komið hefur inn í landið frá því slakað var á gjaldeyrishöftum í lok október í fyrra hefur farið inn á innlánsreikninga í bönkunum. Erlendir aðilar hafa fjárfest hér á landi fyrir 15,9 milljarða króna frá 1. nóvember í fyrra til 8. apríl á þessu ári, samkvæmt gögnum frá Seðlabankanum. 5.5.2010 04:30
Fyrirtækið Snjöll nýting innlends hráefnis í áliðnaði Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur sýnt fram á að það er bæði tæknilega mögulegt og fjárhagslega hagkvæmt að nýta kísilryk sem fellur til við framleiðslu járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga til að framleiða háhitaeinangrun. Notagildið er mikið og er einangrunin til dæmis nýtt í kerfóðringar og hafa íslensk álver sýnt vinnunni áhuga. 5.5.2010 04:00
Leita tækifæra í ógn Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru 23 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í apríl. Fækkunin nemur 17 prósentum þegar mánuðurinn er borinn saman við apríl í fyrra. 5.5.2010 04:00
Lífeyrir bankamanna skerðist ekki Lífeyrissjóður bankamanna þarf ekki að skerða lífeyrisréttindi vegna efnahagshrunsins, öfugt við flesta aðra lífeyrissjóði. Sjóðurinn losaði sig við hlutabréf árið 2006 og færði sig yfir í áhættuminni fjárfestingar. 4.5.2010 19:09
Borgarsjóður hallalaus og veruleg umskipti í rekstri Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 er lagður fram á borgarstjórnarfundi í dag en samkvæmt honum var borgarsjóður rekinn hallalaus og veruleg umskipti urðu til hins betra í rekstri samstæðunnar. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir þetta mikil og góð tíðindi fyrir Reykvíkinga. 4.5.2010 14:40
Black fundaði með sérstökum saksóknara og FME William K. Black, lögfræðingur og fyrrum fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum hefur átt fundi með bæði Ólafi Þór Haukssyni sérstökum saksóknara og Gunnari Andersen forstöðumanni Fjármálaeftirlitsins (FME). 4.5.2010 14:06
Reikningurinn líklega ekki í eigu Fl Group Allt bendir til að reikningurinn í Lúxemborg, sem féð frá FL Group fór inn á árið 2005, hafi ekki verið í eigu FL Group. Málið er til rannsóknar, en fyrrverandi forstjóri félagsins hætti meðal annars vegna þessarar grunsamlegu millifærslu. 4.5.2010 12:21
Evran ekki verið ódýrari hérlendis í heilt ár Þegar markaðir lokuðu í gær kostaði evran 169,99 kr. og hefur evran ekki kostað jafn fáar krónur í heilt ár. Þannig hefur evran kostað yfir 170 kr. á innlendum gjaldeyrismarkaði allt frá maíbyrjun í fyrra. Krónan hefur svo haldið áfram að styrkjast nú í morgun og kostar þegar þetta er ritað (11:45) 169 kr. á millibankamarkaði með gjaldeyri. 4.5.2010 12:03
Verðbólga á Íslandi næstmest innan OECD Í nýju yfirliti frá OECD um verðbólgu í aðildarlöndum samtakanna kemur fram að verðbólgan á Íslandi mældist næsthæst eða 8,5% í marsmánuði s.l. Það er aðeins Tyrkland sem býr við meiri verðbólgu en þar í landi mældist hún 9,6%.Næst á eftir Íslandi var verðbólgan mest í Ungverjalandi eða 6%. 4.5.2010 12:00
Spáir 0,5 prósentustiga stýrivaxtalækkun Greining MP Banka spáir því að stýrivextir verði lækkaðir um 0,5% prósentustig á morgun. Þetta kemur fram í Markaðsvísi greiningarinnar. 4.5.2010 11:57
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent