Viðskipti innlent

Farþegum Icelandair fækkaði um 17% í apríl

Farþegum Icelandair Group fækkaði um 17% í apríl miðað við apríl í fyrra. Farþegafjöldinn í apríl í ár var rétt rúmlega 73.000 manns en í sama mánuði í fyrra var hann tæplega 88.400 manns.

Ástæðan fyrir þessari miklu fækkun eru þær truflanir sem orðið hafa á flugi vegna gossins í Eyjafjallajökli.

Þetta kemur fram í yfirliti Icelandair um flutningstölur í apríl. Farþegum hjá Air Iceland fækkaði enn meir eða um 22%. Fóru úr tæplega 29.300 í apríl í fyrra og niður í tæplega 22.800 í ár.

Enn meiri samdráttur varð í frakflutningum hjá Icelandair eða 29% milli fyrrgreindra tímabila.

Hinsvegar fjölgaði seldum hótelherbergjum hjá Icelandair í apríl m.v. sama mánuði í fyrra eða um 13%. Fjöldinn var rúmlega 8.600 í ár á móti rúmlega 7.600 í fyrra.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×