Viðskipti innlent

Segir næg tækifæri hafa verið til að hafa áhrif á aðra

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Hreiðar Már Sigurðsson mótmælir gæsluvarðhaldsúrskurðinum
Hreiðar Már Sigurðsson mótmælir gæsluvarðhaldsúrskurðinum
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segist hafa haft næg tækifæri til að hafa áhrif á aðra grunaða í málum hans og mótmælir gæsluvarðhaldinu yfir sér. Framburður hans stangast á við framburð annarra sem grunaðir eru í málinu.

Í dómi Hæstaréttar um staðfestingu á gæsluvarðhaldi yfir Hreiðari Má kemur fram að hann sé undir rökstuddum grun um að hafa framið fjölmörg brot er fangelsisrefsing liggur við. Hin meintu brot eiga að hafa verið framin á nokkrum árum og til loka árs 2008. Í dómnum segir að þrátt fyrir að langt sé um liðið frá því að hin ætluðu brot eiga að hafa verið framin verði að líta til þess að þau lúta verulegum fjárhæðum, varða flókin fjárviðskipti og margir eigi að hafa komið að málum, eftir atvikum með skipulögðum hætti. Þá sé hvorki ljóst hversu mikill meintur ávinningur af ætluðum brotum sé né hvert hann hafi runnið.

Hreiðar Már hefur neitað sök og er framburður hans að ýmsu leyti ekki í samræmi við framburð annarra sem þegar hafa gefið skýrslur við rannsókn málsins.

Í sératkvæði Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardómara kemur fram að Hreiðar Már hafi mótmælt því að hann muni reyna að hafa áhrif á aðra grunaða og vitni gangi hann laus. Hann hafi haft næg tækifæri til þess á þeim tíma sem liðinn er frá ætluðum brotum og ekki fáist staðist að svipta megi hann frelsi sínu nú af slíku tilefni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×