Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforðinn kominn yfir 500 milljarða

Gjaldeyrisforði Seðlabankans stóð í rúmlega 506 milljörðum kr. um síðustu mánaðarmót. Jókst hann um rúma 16 milljarða kr. milli mánaða.

Þetta kemur fram í efnahagsreikingi bankans sem birtur er í hagtölum.

Nettóstaðan á forðanum er komin í tæplega 150 milljarða kr. og batnaði staðan þar um rúma 22 milljarða kr. milli mánaða, þ.e. frá mars til apríl.

Andvirði gullforðans jókst um tæplega 500 milljónir kr. í síðasta mánuði og stendur hann nú í 9.6 milljörðum kr.

Mesta einstaka hreyfingin í efnahagsreikningi Seðlabankans er rýrnun á gjaldeyrisreikningum innlánsstofnanna sem nemur rúmlega 38 milljörðum kr. í apríl. Staðan á þeim var 44,7 milljarðar kr. um mánaðarmótin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×