Fréttaskýring: Kaupþingsmálið 9. maí 2010 19:44 Ekki er ólíklegt að fleiri handtökur séu handan við hornið í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á meintum lögbrotum í Kaupþingi. Nú situr Hreiðar Már ásamt Magnúsi Guðmundssyni, forstjóra bankans í Lúxemborg, í gæsluvarðhaldi hér á Litla Hrauni. Grunur leikur á að umfangsmikil lögbrot hafi verið framin innan bankans af stjórnendum hans í aðdraganda hrunsins. Rannsókn á málum tengdum Kaupþingi hófst skömmu eftir hrunið og réðst sérstakur saksóknari í tugi húsleita á síðasta ári vegna hennar. Til rannsóknar er meðal annars tilraunir stjórnenda Kaupþings til að halda gengi bréfa bankans uppi, þar leikur grunur á stórfelldri markaðsmisnotkun. Kaupþing lánaði tugi milljarða króna til eignarhaldsfélaga sem síðan keyptu hlutabréf í bankanum eða skuldatryggingar á bankann. Al-Thani máliðMagnús Guðmundsson (til hægri) sést hér með lögmanni sínum. Magnús var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Mynd/IngólfurAl-Thani málið svokallaða fellur í þennan hóp. Kaupþing lánaði sjeiknum Mohammed Bin Khalifa Al Thani 25 milljarða króna sumarið 2008, og keypti sjeikinn 5% hlut í bankanum. Grunur leikur á að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Kaupþingsmenn höfðu skömmu áður en kaupin voru formlega kynnt talað um mikilvægi þess að fá erlenda fjárfesta inn í bankann.Hreiðar Már lét hafa það eftir sér skömmu eftir að viðskiptin gengu í gegn að staða Kaupþings á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefði styrkst mjög við kaup Al-Thanis á hlut í bankanum. Rannsóknarnefnd Alþingis segist ekki sjá að kaup á hlutabréfum í bankanum, fjármögnuð af bankanum sjálfum án neinnar áhættu þess er kaupir styrki stöðu bankans.Grunsamlegar millifærslur frá móðurfélagi Kaupþings á Íslandi inn á erlenda bankareikninga skömmu fyrir hrun teygja anga sína inn í rannsókn sérstaks saksóknara. Litlar sem engar skýringar var að finna á þessum fjármagnsflutningum í gögnum bankans, en heimildir herma að samtals hafi hundrað milljarðar verið fluttir frá Kaupþingi hér á landi inn á erlenda bankareikninga, aðallega í Lúxemborg í aðdraganda hrunsins. Hluti af þessum millifærslum munu vera til komnar vegna áðurnefndra lána í tengslum við hlutabréfakaup í bankanum.Rannsóknin á Kaupþingi byggir að mestu á gögnum úr húsleitum og kærum frá Fjármálaeftirlitinu, ásamt upplýsingum úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.Til rannsóknar er grunur um skjalabrot, auðgunarbrot, brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti en þar inn í kemur meint markaðsmisnotkun, og loks brot gegn hlutafélagalögum. Við flestum þessara brota er refishámark fangelsi allt að sex árum, en við skjalafalsi getur legið allt að 8 ára fangelsi.Sum mál eru enn til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu og ekki komin inn á borð hjá sérstökum saksóknara. Þetta á við um félagið Black Sunshine sem fréttastofa greindi frá fyrir rúmu ári. Það var stofnað í Lúxemborg en inn í það voru flutt skuldabréf sem Kaupþing hafði fjárfest í í gegnum dótturfélag sitt í Bretlandi. Hluti af þeim bréfum tengdust svokölluðum undirmálslánum. Heimildir fréttastofu herma að í stað þess að afskrifa tap vegna skuldabréfanna sem höfðu fallið mikið í verði hafi bankinn flutt tugi milljarða inn í félagið Black Sunshine sem tók við bréfunum. Hreiðar Már hafnar því að stjórnendur Kaupþings hafi reynt að fegra stöðu bankans þegar óveðursský tóku að hrannast upp.Í draumi sérhvers mannsÍ siðferðiskafla Rannsóknarskýrslu Alþingis er meðal annars rætt um að í hamaganginum við uppvöxt bankanna hafi gleymst að styrkja innviðina. Í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni vitnaði Hreiðar Már í Stein Steinarr og sagði: "Í draumi sérhvers manns er fall hans falið".Og fallið er svo sannarlega hátt, enda ekki nema rétt tæp tvö ár síðan þeir Hreiðar Már og Magnús stýrðu stærsta fyrirtæki Íslandssögunnar og voru með hundruði milljóna í laun og bónusa.Hreiðar Már og Magnús, sem eru báðir viðskiptafræðingar frá Háskóla Íslands, hófu störf á svipuðum tíma hjá Kaupþingi og fóru hratt upp metorðastigann.Í bók Ármanns Þorvaldssonar, Ævintýraeyjunni er Hreiðari Má lýst sem talnaglöggum, hugmyndaríkum, áhættusæknum en jafnframt varfærnum á ýmsum sviðum. Magnús er sagður klókur fjárfestir og einstaklega lipur í mannlegum samskiptum.Hreiðar Már og Magnús hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðina til Hæstaréttar. Yfirheyrslur hafa verið í gangi alla helgina, og reynt er að vinna hratt á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Ekki er ólíklegt að fleiri handtökur séu handan við hornið, en Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans hefur réttarstöðu grunaðs í hluta af rannsókn sérstaks saksóknara. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ekki er ólíklegt að fleiri handtökur séu handan við hornið í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á meintum lögbrotum í Kaupþingi. Nú situr Hreiðar Már ásamt Magnúsi Guðmundssyni, forstjóra bankans í Lúxemborg, í gæsluvarðhaldi hér á Litla Hrauni. Grunur leikur á að umfangsmikil lögbrot hafi verið framin innan bankans af stjórnendum hans í aðdraganda hrunsins. Rannsókn á málum tengdum Kaupþingi hófst skömmu eftir hrunið og réðst sérstakur saksóknari í tugi húsleita á síðasta ári vegna hennar. Til rannsóknar er meðal annars tilraunir stjórnenda Kaupþings til að halda gengi bréfa bankans uppi, þar leikur grunur á stórfelldri markaðsmisnotkun. Kaupþing lánaði tugi milljarða króna til eignarhaldsfélaga sem síðan keyptu hlutabréf í bankanum eða skuldatryggingar á bankann. Al-Thani máliðMagnús Guðmundsson (til hægri) sést hér með lögmanni sínum. Magnús var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Mynd/IngólfurAl-Thani málið svokallaða fellur í þennan hóp. Kaupþing lánaði sjeiknum Mohammed Bin Khalifa Al Thani 25 milljarða króna sumarið 2008, og keypti sjeikinn 5% hlut í bankanum. Grunur leikur á að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Kaupþingsmenn höfðu skömmu áður en kaupin voru formlega kynnt talað um mikilvægi þess að fá erlenda fjárfesta inn í bankann.Hreiðar Már lét hafa það eftir sér skömmu eftir að viðskiptin gengu í gegn að staða Kaupþings á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefði styrkst mjög við kaup Al-Thanis á hlut í bankanum. Rannsóknarnefnd Alþingis segist ekki sjá að kaup á hlutabréfum í bankanum, fjármögnuð af bankanum sjálfum án neinnar áhættu þess er kaupir styrki stöðu bankans.Grunsamlegar millifærslur frá móðurfélagi Kaupþings á Íslandi inn á erlenda bankareikninga skömmu fyrir hrun teygja anga sína inn í rannsókn sérstaks saksóknara. Litlar sem engar skýringar var að finna á þessum fjármagnsflutningum í gögnum bankans, en heimildir herma að samtals hafi hundrað milljarðar verið fluttir frá Kaupþingi hér á landi inn á erlenda bankareikninga, aðallega í Lúxemborg í aðdraganda hrunsins. Hluti af þessum millifærslum munu vera til komnar vegna áðurnefndra lána í tengslum við hlutabréfakaup í bankanum.Rannsóknin á Kaupþingi byggir að mestu á gögnum úr húsleitum og kærum frá Fjármálaeftirlitinu, ásamt upplýsingum úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.Til rannsóknar er grunur um skjalabrot, auðgunarbrot, brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti en þar inn í kemur meint markaðsmisnotkun, og loks brot gegn hlutafélagalögum. Við flestum þessara brota er refishámark fangelsi allt að sex árum, en við skjalafalsi getur legið allt að 8 ára fangelsi.Sum mál eru enn til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu og ekki komin inn á borð hjá sérstökum saksóknara. Þetta á við um félagið Black Sunshine sem fréttastofa greindi frá fyrir rúmu ári. Það var stofnað í Lúxemborg en inn í það voru flutt skuldabréf sem Kaupþing hafði fjárfest í í gegnum dótturfélag sitt í Bretlandi. Hluti af þeim bréfum tengdust svokölluðum undirmálslánum. Heimildir fréttastofu herma að í stað þess að afskrifa tap vegna skuldabréfanna sem höfðu fallið mikið í verði hafi bankinn flutt tugi milljarða inn í félagið Black Sunshine sem tók við bréfunum. Hreiðar Már hafnar því að stjórnendur Kaupþings hafi reynt að fegra stöðu bankans þegar óveðursský tóku að hrannast upp.Í draumi sérhvers mannsÍ siðferðiskafla Rannsóknarskýrslu Alþingis er meðal annars rætt um að í hamaganginum við uppvöxt bankanna hafi gleymst að styrkja innviðina. Í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni vitnaði Hreiðar Már í Stein Steinarr og sagði: "Í draumi sérhvers manns er fall hans falið".Og fallið er svo sannarlega hátt, enda ekki nema rétt tæp tvö ár síðan þeir Hreiðar Már og Magnús stýrðu stærsta fyrirtæki Íslandssögunnar og voru með hundruði milljóna í laun og bónusa.Hreiðar Már og Magnús, sem eru báðir viðskiptafræðingar frá Háskóla Íslands, hófu störf á svipuðum tíma hjá Kaupþingi og fóru hratt upp metorðastigann.Í bók Ármanns Þorvaldssonar, Ævintýraeyjunni er Hreiðari Má lýst sem talnaglöggum, hugmyndaríkum, áhættusæknum en jafnframt varfærnum á ýmsum sviðum. Magnús er sagður klókur fjárfestir og einstaklega lipur í mannlegum samskiptum.Hreiðar Már og Magnús hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðina til Hæstaréttar. Yfirheyrslur hafa verið í gangi alla helgina, og reynt er að vinna hratt á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Ekki er ólíklegt að fleiri handtökur séu handan við hornið, en Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans hefur réttarstöðu grunaðs í hluta af rannsókn sérstaks saksóknara.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira