Viðskipti innlent

Vangaveltur um plan A og B hjá Seðlabankanum

„Að okkar mati dugar gjaldeyrisforðinn ekki til stórstígs afnáms gjaldeyrishafta alveg á næstunni. Það á við jafnvel þótt þriðja endurskoðun AGS náist í gegn."
„Að okkar mati dugar gjaldeyrisforðinn ekki til stórstígs afnáms gjaldeyrishafta alveg á næstunni. Það á við jafnvel þótt þriðja endurskoðun AGS náist í gegn."

„Á síðasta vaxtaákvörðunarfundi mátti ekki merkja annað en að áhugi Seðlabankans að framfylgja Plani A um háa vexti og afnám hafta væri inni, en Plan B, þar sem gjaldeyrishöftin fá framlengt dvalarleyfi og vextir lækkaðir hressilega, væri úti."

Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka þar sem vangaveltur er um næstu ákvarðanir Seðlabankans. Þar segir að hinsvegar sé ekki hægt að horfa framhjá því að svigrúm Seðlabankamanna til athafna ræðst af því hvernig stóru málunum miðar áfram, þ.e. Icesave, AGS og höftunum.

„Óvissan snýst í sjálfu sér ekki um það hvort Peningastefnunefnd miði ákvarðanir sínar við afnám hafta eður ei. Óvissan snýr fyrst og fremst að því hvort aðstæður muni leyfa veruleg skref í afnámi hafta og hvort Seðlabankinn sé þar með þvingaður í Plan B," segir í Markaðpunktunum.

„Að okkar mati dugar gjaldeyrisforðinn ekki til stórstígs afnáms gjaldeyrishafta alveg á næstunni. Það á við jafnvel þótt þriðja endurskoðun AGS náist í gegn.

En hvað gerist ef þriðja endurskoðun AGS næst ekki í gegn? Eins og fram hefur komið í fréttum miðar hægt í samkomulagsátt varðandi Icesave þessa dagana. Að okkar mati er hæpið að þriðja endurskoðun AGS og frekari lánafyrirgreiðsla vinaþjóða náist í gegn á meðan Icesave-málið er í hnút. Og hvað fæli það í sér?

Við teljum kristaltært að án frekari fyrirgreiðslu frá AGS og vinaþjóðum verður afnám gjaldeyrishafta sett á ís. Og Seðlabankinn mun þá þurfa að draga Plan B upp úr pússi sínu. Myndi þá vaxtastefna Seðlabankans taka tillit til slakans í hagkerfinu í mun meiri mæli og yrðu vextir þá væntanlega lækkaðir í hraðari skrefum, e.t.v. ná lágmarki í 2-3%, þ.e. 3-4% lægri en ef afnám hafta verður áfram á dagskrá.

Í júlí næstkomandi gæti málið farið að skýrast þar sem næsta endurskoðun AGS er áætluð þá."

Til upprifjunar:

Hvað felst í Plani A? Seðlabankinn heldur áfram þeirri stefnu sem hann hefur hingað til framfylgt, þ.e. að lýsa því yfir að afnám hafta sé á næsta leyti. Vextir lækka því rólega í átt að ákveðnu vaxtagólfi, (sem liggur líklega á bilinu 5-6%) en Seðlabankamenn hafa ítrekað lagt áherslu á nauðsyn þess að viðhalda háu vaxtastigi til að hægt sé að afnema höftin.

Hvað felst í Plani B? Seðlabankinn lýsir því yfir að afnám hafta væri ekki lengur á dagskrá þar sem fjármögnun (s.s. frá AGS og vinaþjóðum) fengist ekki og yrðu vextir því lækkaðir meira en ella við þær kringumstæður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×