Viðskipti innlent

Veruleg lækkun á skuldatryggingaálagi Íslands

Í lok dagsins í gær stóð álagið til 5 ára í 271 punktum (2,71%) og hafði það lækkað um heila 72 punkta frá því síðastliðinn föstudag.
Í lok dagsins í gær stóð álagið til 5 ára í 271 punktum (2,71%) og hafði það lækkað um heila 72 punkta frá því síðastliðinn föstudag.

Veruleg lækkun hefur orðið á skuldatryggingaálagi Ríkissjóðs Íslands og í raun hefur það ekki verið lægra síðan í byrjun september árið 2008, eða með öðrum orðum fyrir bankahrun. Í lok dagsins í gær stóð álagið til 5 ára í 271 punktum (2,71%) og hafði það lækkað um heila 72 punkta frá því síðastliðinn föstudag.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að greiningin telur líklegt að þessi mikla lækkun að þessu sinni tengist ekki sérstökum innlendum þáttum heldur komi í kjölfar minnkandi áhættufælni á mörkuðum sem komin er til vegna viðleitni Evrópusambandsins til að bjarga evrunni.

Þannig ákvað sambandið að stofna um 750 milljarða evra neyðarsjóð til að koma í veg fyrir að vandræði Grikklands smitist til annarra evruríkja, en þar af koma 500 milljarðar evra frá aðildarríkjum myntbandalags Evrópu og 250 milljarðar evra frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Hefur álagið því lækkað verulega á mörg önnur ríki Evrópu á sama tíma, þá sér í lagi þau evruríki sem glíma við mikinn halla á opinberum fjármálum. Til að mynda lækkaði skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Grikklands um 353 punkta á sama tíma (úr 939 í 586 punkta) og Portúgals um 185 punkta (úr 440 í 255 punkta) svo einhver dæmi séu nefnd.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×