Fleiri fréttir Um 4 miljónir heimsókna á heimasíðu Mílu Nú hafa komið um 4 milljónir heimsókna á heimasíðu Mílu til að fylgjast með gosinu frá því Míla setti upp fyrstu myndavélarnar á gossvæðinu. Heimsóknirnar koma frá löndum frá öllum heimsálfum og eru aðeins 4 lönd/landsvæði eftir sem ekki hafa enn nýtt sér myndavélar Mílu, Norður-Kórea, Sómalía, Svalbarði/Jan Mayen og Vestur-Sahara. 20.4.2010 10:34 Færeyjabanki verður BankNordik á föstudag Færeyjabanki (Føroya Banki) mun breyta um nafn á föstudag og heitir BankNorik frá og með þeim degi. Bankinn tilkynnti um þessa breytingu á nafni sínu í síðasta mánuði. 20.4.2010 10:12 Áliðnaðurinn notar 75% af allri raforku á Íslandi Áliðnaður er langstærsti orkunotandinn á Íslandi og nýtir meira en 75% af allri raforku sem framleidd er á Íslandi. Aðrar iðngreinar, t.d. kísiljárniðnaður nota um 11% orkunnar en raforkunotkun til heimilisnota er einungis um 5% af heildar raforkunotkun á landinu. 20.4.2010 10:03 Engar upplýsingar um 3,8 milljarða lán Ímons Rannsóknarnefnd Alþingis tókst ekki að afla sér neinna upplýsinga um það hvernig Ímoni, félagi Magnúsar Ármanns, tókst að fjármagna 3,8 milljarða kaup sín í Landsbankanum þremur dögum fyrir bankahrun. 20.4.2010 08:39 Kaupþing hélt veldi Tchenguiz lifandi Íraksættaði fjárfestirinn Robert Tchenguiz og félög honum tengd skulduðu Kaupþingi rétt tæpa þrjú hundruð milljarða króna þegar bankinn féll í október 2008. 20.4.2010 00:01 Hátt í þrjátíu Toyota jeppar innkallaðir Toyota bifreiðarumboðið á Íslandi ætlar að innakalla 26 Land Cruiser bifreiðar sem komnar eru í notkun hér á landi. Þar að auki eru um tuttugu Land Cruiser bifreiðar væntanlegar til landsins sem þarf að gera við áður en þær fara í sölu. 19.4.2010 20:07 Komu Glitni undan tæplega 20 milljarða afskrift korteri fyrir hrun Fyrirtækjasvið Glitnis kom bankanum undan hátt í tuttugu milljarða króna afskrift sumarið 2008 með því að fá grunlausan bókaútgefanda til að eignast félag í eigu bankans - félag sem var með verðlausar eignir og sautján milljarða króna skuldir. Skilanefnd Glitnis rannsakar málið. 19.4.2010 18:30 Lækka réttindi sjóðsfélaga um 7% Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs leggur til við ársfund að áunnin réttindi sjóðfélaga 31.12.2009 verði lækkuð um 7%. Lækkun á lífeyrisgreiðslum komi til framkvæmda í tvennu lagi; 3,5% 1. júní næstkomandi og 3,5% þann 1. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gildi. Ársfundurinn verður haldinn 28. apríl næstkomandi. 19.4.2010 20:35 Meðalvelta á hlutabréfamarkaði minnkar um helming í apríl Meðalveltan á hlutabréfmarkaðunum í Kauphöllinni á dag það sem af er apríl eru rúmar 48 milljónir kr. sem er talsvert undir þeim 99 milljónum kr. sem var meðalvelta á hlutabréfamarkaðnum í mars. 19.4.2010 15:29 Björgólfur Thor vill ljúka skuldauppgjöri með sóma Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður segist ætla að greiða öll sín lán að fullu í tilkynningu sem hann sendi frá sér en hann skuldar 128 milljarða að eigin sögn. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kom fram að Björgólfur skuldaði 170 milljarða. 19.4.2010 14:15 Sparisjóðirnir kosta ríkissjóð yfir 20 milljarða Endurfjármögnun sparisjóðakerfisins kostar íslenska ríkið yfir tuttugu milljarða króna. Stofnfé Byrs og Sparisjóðsins í Keflavík verður fært niður um 90-100%. 19.4.2010 12:07 Greining MP Banka spáir 8,4% verðbólgu Enn virðist verðlag vera hækkandi þótt dregið hafi úr mánaðartaktinum. Greining MP Banka gerir því ráð fyrir um 0,4% hækkun verðlags nú í apríl og ef það gengur eftir verður ársverðbólga 8,4% en hún mældist 8,5% í síðasta mánuði. 19.4.2010 11:42 AGS: Afnám gjaldeyrishafta ekki á dagskrá í bráð Í fréttatilkynningu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) sendi út í kjölfar endurskoðunarinnar segir að í ljósi þess hversu óljóst sé hvenær lán frá Norðurlöndunum og Póllandi berist verði frekari afnám hafta á útflæði fjármagns að bíða enn um sinn. 19.4.2010 11:26 Fiskeldisstöðin Rifós annar ekki eftirspurn Hjá fiskeldisstöðinni Rifósi í Kelduhverfi er alin bæði bleikja og lax og þar á bæ eru menn stórhuga. Stefnt er að því að stækka stöðina umtalsvert þannig að ársframleiðslan verði um 1000 tonn en í dag annar Rifós ekki eftirspurn eftir vörum fyrirtækisins. 19.4.2010 11:19 Greining: Spá um að verðbólgan lækki í 8,3% Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,3% í apríl. Ef sú verður raunin mun verðbólga lækka úr 8,5% í 8,3% og telur greiningin raunar líklegt að þar með sé hafið hjöðnunarskeið í verðbólguþróun sem standa muni næsta kastið. 19.4.2010 10:10 Askan kostar Icelandair 100 milljónir á dag Undanfarna daga hafa starfsmenn Icelandair Group unnið að því að lágmarka röskun fyrir viðskiptavini samstæðunnar vegna eldsumbrota í Eyjafjallajökli. Áætlanir gera ráð fyrir að tap samstæðunnar vegna takmarkaðrar flugumferðar til Evrópu nemi samtals um 100 milljónum króna á dag. 19.4.2010 09:59 Auður Capital tekur yfir eignastýringu VBS Slitastjórn VBS hefur, í samráði við Fjármálaeftirlitið (FME), samið við verðbréfafyrirtækið Auði Capital hf. um að taka yfir rekstur eignastýringardeildar VBS, þar sem VBS er nú í slitameðferð. 19.4.2010 09:31 Átti að vera tímabundið lán Landsbankinn lánaði Nordic Partners 65,5 milljarða króna frá byrjun árs 2007 fram til loka september 2008. Þetta er 508 prósenta aukning á tæplega tveggja ára tímabili. Nordic Partners skuldaði bankanum 78,5 milljarða í bankahruninu. 19.4.2010 03:15 Stjórnvöld samþykkja „eðlileg“ vaxtakjör á Icesaveskuldinni Efnahagsmál Íslensk stjórnvöld heita því í nýrri viljayfirlýsingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) að Bretum og Hollendingum verði að fullu endurgreiddur kostnaður vegna Icesave-reikninganna, auk „eðlilegra" vaxta. 19.4.2010 00:01 Þurfa líklega að greiða tugi milljóna í skatt Fyrrverandi stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Glitnis munu að öllum líkindum þurfa að greiða tugi milljóna króna í skatt vegna ólögmætra arðgreiðslna sem þeir fengu í sinn hlut. Glitnir veitti lán fyrir arðgreiðslunum sem námu 300 milljónum króna. 18.4.2010 18:45 Skilanefndir Landsbankans og Glitnis segjast ekki draga lappirnar Það fylgir því mikil ábyrgð að vísa málum einstaklinga til sérstaks saksóknara, segir formaður skilanefndar Glitnis. Því þurfi að vanda til verka. Skilanefndir Landsbankans og Glitnis segjast ekki draga lappirnar í því að senda meint lögbrot bankanna í frekari rannsókn, en Kaupþingsmál hafa verið meira áberandi eftir hrun. 18.4.2010 19:17 Margvíslegar lausnir til staðar Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir að um tvö þúsund fyrirtæki fari nú í þrot á ári og rúmlega tvö þúsund ný fyrirtæki verði til. Fleiri fyrirtæki séu því stofnuð en fari í þrot og það sé mynstur sem muni líklega verða til staðar á meðan hjól atvinnulífsins eru í hægagangi. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar munu á næstu dögum birtast sjónvarpsinnslög undir yfirskriftinni Rödd atvinnulífsins. 18.4.2010 14:03 Stapi afskrifar 4 milljarða kröfu á Straum Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur ákveðið að afskrifa 4 milljarða kr. kröfu sína á Straum. Eins og kunnugt er af fréttum gleymdu lögmenn sjóðsins að lýsa kröfunni í þrotabú Straums áður en kröfulýsingarfresturinn rann út. 18.4.2010 08:23 Toyota innkallar fleiri bíla Toyota, stærsti bílaframleiðandi Japans, hefur ákveðið að innkalla rúmlega 600 þúsund sendiferðabíla í Bandaríkjunum af gerðinni Sienna vegna galla í hjólabúnaði. Í síðustu viku ákvað fyrirtækið að taka lúxusjeppa af gerðinni Lexus GX460 tímabundið úr sölu um allan heim. 18.4.2010 07:15 Markmið ESB styrkja samkeppnisstöðu Landsvirkjunar Markmið Evrópusambandsins um losun gróðurhúsalofttegunda og nýir kolefnisskattar styrkja mjög samkeppnisstöðu Landsvirkjunar, en liður í framtíðarsýn fyrirtækisins er sókn inn á nýja markaði. 17.4.2010 14:56 Lárus Welding á Saga Class til London Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, skellti sér til London á miðvikudaginn, tveimur dögum eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út. Ekkert hefur heyrst í Lárusi eftir hrun en hann lét fara vel um sig á Saga Class í vél Icelandair. 17.4.2010 14:50 Strauss-Khan hvetur til skjótrar lausnar í Icesavedeilunni Dominique Strauss-Khan forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hvetur til skjótar lausnar í Icesavedeilunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Strauss-Khan sem birtist á heimasíðu AGS í kjölfar samþykktar stjórnar sjóðsins á annari endurskoðun áætlunar AGS og íslenskra stjórnvalda. 17.4.2010 08:52 Eignir tryggingarfélaga lækkuðu um 2,2 milljarða Heildareignir tryggingarfélaganna námu 138,9 milljörðum kr. í lok febrúar og lækkuðu um 2,2 milljarða kr. milli mánaða. Sú lækkun skýrist að mestu af öðrum eignum sem lækkuðu um 3,4 milljarða kr. 17.4.2010 08:50 AGS opnar á 105 milljarða lán Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lauk í gær við endurskoðun annars áfanga efnahagsáætlunar sjóðsins fyrir Ísland. „Þar með opnast fyrir verulegt lánsfé sem ætti að hafa verulegar, jákvæðar afleiðingar,“ sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. 17.4.2010 06:00 Glitnir horfði fram hjá feðgatengslum Þrátt fyrir skyldleika Werners Rasmussonar við Karl og Steingrím Wernerssyni skilgreindi lánanefnd Glitnis þá ekki sem slíka. Þegar félag bræðranna rauf skilmála við erlenda kröfuhafa veitti Glitnir tuttugu milljarða fyrirgreiðslu. 17.4.2010 03:30 Landsvirkjun er að breytast - forstjóri vill sæstreng til Evrópu Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, upplýsti í fyrsta sinn um raforkuverð til stóriðju á sögulegum ársfundi Landsvirkjunar í dag. Stóriðjufyrirtækin borga aðeins rúmlega fjórðung af þeirri upphæð sem íslensk heimili greiða fyrir raforku. Landsvirkjun er að breytast og vægi framkvæmda mun minnka. Forstjórinn segir sérstaklega áhugavert að leggja sæstreng til Evrópu. 16.4.2010 19:00 Vill aukna sátt um Landsvirkjun - glærukynning Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar segist vonast til þess að með nýju hlutverki og breytingum í áherslum fyrirtækisins væri hægt að skapa aukna sátt um starfsemi fyrirtækisins. Með þessari frétt er hluti af glærukynningu forstjórans á ársfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag. 16.4.2010 15:11 Lánafyrirgreiðslur frá Norðulöndum og Póllandi fylgja samþykkt AGS Annarri endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er lokið og lánafyrirgreiðsla að fjárhæð 160 milljónir Bandaríkjadala hefur verið samþykkt. 16.4.2010 20:13 HB Grandi: Óvissa um fiskflutninga ,,Við eigum ein sjö tonn af ferskum flökum á Keflavíkurflugvelli sem bíða þess að komast í flug en staðan er vægast sagt mjög óljós. Við erum í stöðugu sambandi við viðskiptavini okkar í Evrópu," segir Sólveig Arna Jóhannesdóttir, sölustjóri ferskfiskafurða hjá HB Granda. 16.4.2010 17:04 Bakkavör hækkaði um tíu prósent á síðasta degi Gengi hlutabréfa Bakkavarar hækkaði um tíu prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta var síðasti dagurinn sem félagið var skráð á markað en Iceland Air tekur sæti Bakkavarar í Úrvalsvísitölunni eftir helgi. 16.4.2010 16:35 Líflegt á skuldabréfamrkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 18,3 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 4,2 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 14,1 milljarða kr. viðskiptum. 16.4.2010 15:54 AGS á dagskrá í dag Endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun ríkisstjórnar Íslands verður tekin fyrir í dag, samkvæmt tilkynningu sem birtist rétt í þessu á vef AGS. Tilkynningarinnar hefur verið beðið með eftirvæntingu enda hefur endurskoðunin tafist mikið. 16.4.2010 14:32 Stóriðja borgar fjórðung af því orkuverði sem heimili borga Stóriðja borgar rúmlega fjórðung af því orkuverði sem heimili landsins borga. Stóriðjan borgar 3,3 kr. á kwst en heimilin borga 11,3 kr. á kwst miðað við gengi dollarans núna. Þetta kom fram í máli Harðar Arnarssonar forstjóra Landsvirkjunnar á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir. 16.4.2010 14:21 Frumtak fjárfestir í Meniga fyfir 90 milljónir Frumtak hefur fest kaup á hlut í Meniga ehf. Umfang viðskiptanna nemur 90 milljónum kr. að því er segir í tilkynningu um málið. 16.4.2010 14:02 Sigurvegari Gulleggsins í viðræðum við stóra framleiðendur Fulltrúar fyrirtækisins ReMake Electric, sem sigraði í nýsköpunarkeppninni Gullegginu 2010, standa í viðræðum við stærstu framleiðendur heims á sviði raföryggis um framleiðslu á nýrri tegund af rafmagnsöryggi sem fyrirtækið hefur þróað. 16.4.2010 12:51 Yfirlýsing frá Alterna um eignarhald félagsins Vegna umræðu í fjölmiðlum um tengsl Alterna og annarra símafélaga vill Alterna koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri: 16.4.2010 12:46 Icelandair tapar milljónum á eldgosinu Icelandair tapar milljónum á dag vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Ástandið er alvarlegt fyrir félagið en það standur af sér áhrif öskufallsins í einhverja mánuði, segir forstjóri Icelandair Group. 16.4.2010 12:25 Fjöldi kaupsaminga fasteigna undir meðaltali Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 9. apríl til og með 15. apríl 2010 var 44. Þessi fjöldi er nokkuð undir meðaltali s.l. 12 vikna sem er 48 samingar á viku. 16.4.2010 11:59 Icelandair inn og Bakkavör út úr úrvalsvísitölunni Breytingar verða á OMX16 úrvalsvísitölunni eftir helgina þannig að Icelandair Group kemur inn í vísitöluna en Bakkavör fer úr úr henni. Breytingin tekur gildi 19. apríl 2010. 16.4.2010 11:06 Ríkissjóður þarf að leggja milljarða í ÍLS Eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs (ÍLS) er talsvert lægra en samræmist langtímamarkmiðum hans og telja má líklegt að Ríkissjóður muni þurfa að leggja honum til eigið fé á næstunni, enda má enn búast við ágjöf á útlánasafn sjóðsins. 16.4.2010 10:33 Sjá næstu 50 fréttir
Um 4 miljónir heimsókna á heimasíðu Mílu Nú hafa komið um 4 milljónir heimsókna á heimasíðu Mílu til að fylgjast með gosinu frá því Míla setti upp fyrstu myndavélarnar á gossvæðinu. Heimsóknirnar koma frá löndum frá öllum heimsálfum og eru aðeins 4 lönd/landsvæði eftir sem ekki hafa enn nýtt sér myndavélar Mílu, Norður-Kórea, Sómalía, Svalbarði/Jan Mayen og Vestur-Sahara. 20.4.2010 10:34
Færeyjabanki verður BankNordik á föstudag Færeyjabanki (Føroya Banki) mun breyta um nafn á föstudag og heitir BankNorik frá og með þeim degi. Bankinn tilkynnti um þessa breytingu á nafni sínu í síðasta mánuði. 20.4.2010 10:12
Áliðnaðurinn notar 75% af allri raforku á Íslandi Áliðnaður er langstærsti orkunotandinn á Íslandi og nýtir meira en 75% af allri raforku sem framleidd er á Íslandi. Aðrar iðngreinar, t.d. kísiljárniðnaður nota um 11% orkunnar en raforkunotkun til heimilisnota er einungis um 5% af heildar raforkunotkun á landinu. 20.4.2010 10:03
Engar upplýsingar um 3,8 milljarða lán Ímons Rannsóknarnefnd Alþingis tókst ekki að afla sér neinna upplýsinga um það hvernig Ímoni, félagi Magnúsar Ármanns, tókst að fjármagna 3,8 milljarða kaup sín í Landsbankanum þremur dögum fyrir bankahrun. 20.4.2010 08:39
Kaupþing hélt veldi Tchenguiz lifandi Íraksættaði fjárfestirinn Robert Tchenguiz og félög honum tengd skulduðu Kaupþingi rétt tæpa þrjú hundruð milljarða króna þegar bankinn féll í október 2008. 20.4.2010 00:01
Hátt í þrjátíu Toyota jeppar innkallaðir Toyota bifreiðarumboðið á Íslandi ætlar að innakalla 26 Land Cruiser bifreiðar sem komnar eru í notkun hér á landi. Þar að auki eru um tuttugu Land Cruiser bifreiðar væntanlegar til landsins sem þarf að gera við áður en þær fara í sölu. 19.4.2010 20:07
Komu Glitni undan tæplega 20 milljarða afskrift korteri fyrir hrun Fyrirtækjasvið Glitnis kom bankanum undan hátt í tuttugu milljarða króna afskrift sumarið 2008 með því að fá grunlausan bókaútgefanda til að eignast félag í eigu bankans - félag sem var með verðlausar eignir og sautján milljarða króna skuldir. Skilanefnd Glitnis rannsakar málið. 19.4.2010 18:30
Lækka réttindi sjóðsfélaga um 7% Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs leggur til við ársfund að áunnin réttindi sjóðfélaga 31.12.2009 verði lækkuð um 7%. Lækkun á lífeyrisgreiðslum komi til framkvæmda í tvennu lagi; 3,5% 1. júní næstkomandi og 3,5% þann 1. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gildi. Ársfundurinn verður haldinn 28. apríl næstkomandi. 19.4.2010 20:35
Meðalvelta á hlutabréfamarkaði minnkar um helming í apríl Meðalveltan á hlutabréfmarkaðunum í Kauphöllinni á dag það sem af er apríl eru rúmar 48 milljónir kr. sem er talsvert undir þeim 99 milljónum kr. sem var meðalvelta á hlutabréfamarkaðnum í mars. 19.4.2010 15:29
Björgólfur Thor vill ljúka skuldauppgjöri með sóma Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður segist ætla að greiða öll sín lán að fullu í tilkynningu sem hann sendi frá sér en hann skuldar 128 milljarða að eigin sögn. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kom fram að Björgólfur skuldaði 170 milljarða. 19.4.2010 14:15
Sparisjóðirnir kosta ríkissjóð yfir 20 milljarða Endurfjármögnun sparisjóðakerfisins kostar íslenska ríkið yfir tuttugu milljarða króna. Stofnfé Byrs og Sparisjóðsins í Keflavík verður fært niður um 90-100%. 19.4.2010 12:07
Greining MP Banka spáir 8,4% verðbólgu Enn virðist verðlag vera hækkandi þótt dregið hafi úr mánaðartaktinum. Greining MP Banka gerir því ráð fyrir um 0,4% hækkun verðlags nú í apríl og ef það gengur eftir verður ársverðbólga 8,4% en hún mældist 8,5% í síðasta mánuði. 19.4.2010 11:42
AGS: Afnám gjaldeyrishafta ekki á dagskrá í bráð Í fréttatilkynningu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) sendi út í kjölfar endurskoðunarinnar segir að í ljósi þess hversu óljóst sé hvenær lán frá Norðurlöndunum og Póllandi berist verði frekari afnám hafta á útflæði fjármagns að bíða enn um sinn. 19.4.2010 11:26
Fiskeldisstöðin Rifós annar ekki eftirspurn Hjá fiskeldisstöðinni Rifósi í Kelduhverfi er alin bæði bleikja og lax og þar á bæ eru menn stórhuga. Stefnt er að því að stækka stöðina umtalsvert þannig að ársframleiðslan verði um 1000 tonn en í dag annar Rifós ekki eftirspurn eftir vörum fyrirtækisins. 19.4.2010 11:19
Greining: Spá um að verðbólgan lækki í 8,3% Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,3% í apríl. Ef sú verður raunin mun verðbólga lækka úr 8,5% í 8,3% og telur greiningin raunar líklegt að þar með sé hafið hjöðnunarskeið í verðbólguþróun sem standa muni næsta kastið. 19.4.2010 10:10
Askan kostar Icelandair 100 milljónir á dag Undanfarna daga hafa starfsmenn Icelandair Group unnið að því að lágmarka röskun fyrir viðskiptavini samstæðunnar vegna eldsumbrota í Eyjafjallajökli. Áætlanir gera ráð fyrir að tap samstæðunnar vegna takmarkaðrar flugumferðar til Evrópu nemi samtals um 100 milljónum króna á dag. 19.4.2010 09:59
Auður Capital tekur yfir eignastýringu VBS Slitastjórn VBS hefur, í samráði við Fjármálaeftirlitið (FME), samið við verðbréfafyrirtækið Auði Capital hf. um að taka yfir rekstur eignastýringardeildar VBS, þar sem VBS er nú í slitameðferð. 19.4.2010 09:31
Átti að vera tímabundið lán Landsbankinn lánaði Nordic Partners 65,5 milljarða króna frá byrjun árs 2007 fram til loka september 2008. Þetta er 508 prósenta aukning á tæplega tveggja ára tímabili. Nordic Partners skuldaði bankanum 78,5 milljarða í bankahruninu. 19.4.2010 03:15
Stjórnvöld samþykkja „eðlileg“ vaxtakjör á Icesaveskuldinni Efnahagsmál Íslensk stjórnvöld heita því í nýrri viljayfirlýsingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) að Bretum og Hollendingum verði að fullu endurgreiddur kostnaður vegna Icesave-reikninganna, auk „eðlilegra" vaxta. 19.4.2010 00:01
Þurfa líklega að greiða tugi milljóna í skatt Fyrrverandi stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Glitnis munu að öllum líkindum þurfa að greiða tugi milljóna króna í skatt vegna ólögmætra arðgreiðslna sem þeir fengu í sinn hlut. Glitnir veitti lán fyrir arðgreiðslunum sem námu 300 milljónum króna. 18.4.2010 18:45
Skilanefndir Landsbankans og Glitnis segjast ekki draga lappirnar Það fylgir því mikil ábyrgð að vísa málum einstaklinga til sérstaks saksóknara, segir formaður skilanefndar Glitnis. Því þurfi að vanda til verka. Skilanefndir Landsbankans og Glitnis segjast ekki draga lappirnar í því að senda meint lögbrot bankanna í frekari rannsókn, en Kaupþingsmál hafa verið meira áberandi eftir hrun. 18.4.2010 19:17
Margvíslegar lausnir til staðar Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir að um tvö þúsund fyrirtæki fari nú í þrot á ári og rúmlega tvö þúsund ný fyrirtæki verði til. Fleiri fyrirtæki séu því stofnuð en fari í þrot og það sé mynstur sem muni líklega verða til staðar á meðan hjól atvinnulífsins eru í hægagangi. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar munu á næstu dögum birtast sjónvarpsinnslög undir yfirskriftinni Rödd atvinnulífsins. 18.4.2010 14:03
Stapi afskrifar 4 milljarða kröfu á Straum Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur ákveðið að afskrifa 4 milljarða kr. kröfu sína á Straum. Eins og kunnugt er af fréttum gleymdu lögmenn sjóðsins að lýsa kröfunni í þrotabú Straums áður en kröfulýsingarfresturinn rann út. 18.4.2010 08:23
Toyota innkallar fleiri bíla Toyota, stærsti bílaframleiðandi Japans, hefur ákveðið að innkalla rúmlega 600 þúsund sendiferðabíla í Bandaríkjunum af gerðinni Sienna vegna galla í hjólabúnaði. Í síðustu viku ákvað fyrirtækið að taka lúxusjeppa af gerðinni Lexus GX460 tímabundið úr sölu um allan heim. 18.4.2010 07:15
Markmið ESB styrkja samkeppnisstöðu Landsvirkjunar Markmið Evrópusambandsins um losun gróðurhúsalofttegunda og nýir kolefnisskattar styrkja mjög samkeppnisstöðu Landsvirkjunar, en liður í framtíðarsýn fyrirtækisins er sókn inn á nýja markaði. 17.4.2010 14:56
Lárus Welding á Saga Class til London Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, skellti sér til London á miðvikudaginn, tveimur dögum eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út. Ekkert hefur heyrst í Lárusi eftir hrun en hann lét fara vel um sig á Saga Class í vél Icelandair. 17.4.2010 14:50
Strauss-Khan hvetur til skjótrar lausnar í Icesavedeilunni Dominique Strauss-Khan forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hvetur til skjótar lausnar í Icesavedeilunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Strauss-Khan sem birtist á heimasíðu AGS í kjölfar samþykktar stjórnar sjóðsins á annari endurskoðun áætlunar AGS og íslenskra stjórnvalda. 17.4.2010 08:52
Eignir tryggingarfélaga lækkuðu um 2,2 milljarða Heildareignir tryggingarfélaganna námu 138,9 milljörðum kr. í lok febrúar og lækkuðu um 2,2 milljarða kr. milli mánaða. Sú lækkun skýrist að mestu af öðrum eignum sem lækkuðu um 3,4 milljarða kr. 17.4.2010 08:50
AGS opnar á 105 milljarða lán Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lauk í gær við endurskoðun annars áfanga efnahagsáætlunar sjóðsins fyrir Ísland. „Þar með opnast fyrir verulegt lánsfé sem ætti að hafa verulegar, jákvæðar afleiðingar,“ sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. 17.4.2010 06:00
Glitnir horfði fram hjá feðgatengslum Þrátt fyrir skyldleika Werners Rasmussonar við Karl og Steingrím Wernerssyni skilgreindi lánanefnd Glitnis þá ekki sem slíka. Þegar félag bræðranna rauf skilmála við erlenda kröfuhafa veitti Glitnir tuttugu milljarða fyrirgreiðslu. 17.4.2010 03:30
Landsvirkjun er að breytast - forstjóri vill sæstreng til Evrópu Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, upplýsti í fyrsta sinn um raforkuverð til stóriðju á sögulegum ársfundi Landsvirkjunar í dag. Stóriðjufyrirtækin borga aðeins rúmlega fjórðung af þeirri upphæð sem íslensk heimili greiða fyrir raforku. Landsvirkjun er að breytast og vægi framkvæmda mun minnka. Forstjórinn segir sérstaklega áhugavert að leggja sæstreng til Evrópu. 16.4.2010 19:00
Vill aukna sátt um Landsvirkjun - glærukynning Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar segist vonast til þess að með nýju hlutverki og breytingum í áherslum fyrirtækisins væri hægt að skapa aukna sátt um starfsemi fyrirtækisins. Með þessari frétt er hluti af glærukynningu forstjórans á ársfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag. 16.4.2010 15:11
Lánafyrirgreiðslur frá Norðulöndum og Póllandi fylgja samþykkt AGS Annarri endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er lokið og lánafyrirgreiðsla að fjárhæð 160 milljónir Bandaríkjadala hefur verið samþykkt. 16.4.2010 20:13
HB Grandi: Óvissa um fiskflutninga ,,Við eigum ein sjö tonn af ferskum flökum á Keflavíkurflugvelli sem bíða þess að komast í flug en staðan er vægast sagt mjög óljós. Við erum í stöðugu sambandi við viðskiptavini okkar í Evrópu," segir Sólveig Arna Jóhannesdóttir, sölustjóri ferskfiskafurða hjá HB Granda. 16.4.2010 17:04
Bakkavör hækkaði um tíu prósent á síðasta degi Gengi hlutabréfa Bakkavarar hækkaði um tíu prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta var síðasti dagurinn sem félagið var skráð á markað en Iceland Air tekur sæti Bakkavarar í Úrvalsvísitölunni eftir helgi. 16.4.2010 16:35
Líflegt á skuldabréfamrkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 18,3 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 4,2 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 14,1 milljarða kr. viðskiptum. 16.4.2010 15:54
AGS á dagskrá í dag Endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun ríkisstjórnar Íslands verður tekin fyrir í dag, samkvæmt tilkynningu sem birtist rétt í þessu á vef AGS. Tilkynningarinnar hefur verið beðið með eftirvæntingu enda hefur endurskoðunin tafist mikið. 16.4.2010 14:32
Stóriðja borgar fjórðung af því orkuverði sem heimili borga Stóriðja borgar rúmlega fjórðung af því orkuverði sem heimili landsins borga. Stóriðjan borgar 3,3 kr. á kwst en heimilin borga 11,3 kr. á kwst miðað við gengi dollarans núna. Þetta kom fram í máli Harðar Arnarssonar forstjóra Landsvirkjunnar á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir. 16.4.2010 14:21
Frumtak fjárfestir í Meniga fyfir 90 milljónir Frumtak hefur fest kaup á hlut í Meniga ehf. Umfang viðskiptanna nemur 90 milljónum kr. að því er segir í tilkynningu um málið. 16.4.2010 14:02
Sigurvegari Gulleggsins í viðræðum við stóra framleiðendur Fulltrúar fyrirtækisins ReMake Electric, sem sigraði í nýsköpunarkeppninni Gullegginu 2010, standa í viðræðum við stærstu framleiðendur heims á sviði raföryggis um framleiðslu á nýrri tegund af rafmagnsöryggi sem fyrirtækið hefur þróað. 16.4.2010 12:51
Yfirlýsing frá Alterna um eignarhald félagsins Vegna umræðu í fjölmiðlum um tengsl Alterna og annarra símafélaga vill Alterna koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri: 16.4.2010 12:46
Icelandair tapar milljónum á eldgosinu Icelandair tapar milljónum á dag vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Ástandið er alvarlegt fyrir félagið en það standur af sér áhrif öskufallsins í einhverja mánuði, segir forstjóri Icelandair Group. 16.4.2010 12:25
Fjöldi kaupsaminga fasteigna undir meðaltali Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 9. apríl til og með 15. apríl 2010 var 44. Þessi fjöldi er nokkuð undir meðaltali s.l. 12 vikna sem er 48 samingar á viku. 16.4.2010 11:59
Icelandair inn og Bakkavör út úr úrvalsvísitölunni Breytingar verða á OMX16 úrvalsvísitölunni eftir helgina þannig að Icelandair Group kemur inn í vísitöluna en Bakkavör fer úr úr henni. Breytingin tekur gildi 19. apríl 2010. 16.4.2010 11:06
Ríkissjóður þarf að leggja milljarða í ÍLS Eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs (ÍLS) er talsvert lægra en samræmist langtímamarkmiðum hans og telja má líklegt að Ríkissjóður muni þurfa að leggja honum til eigið fé á næstunni, enda má enn búast við ágjöf á útlánasafn sjóðsins. 16.4.2010 10:33