Viðskipti innlent

Toyota innkallar fleiri bíla

Mynd/Valgarður Gíslason
Toyota, stærsti bílaframleiðandi Japans, hefur ákveðið að innkalla rúmlega 600 þúsund sendiferðabíla í Bandaríkjunum af gerðinni Sienna vegna galla í hjólabúnaði. Í síðustu viku ákvað fyrirtækið að taka lúxusjeppa af gerðinni Lexus GX460 tímabundið úr sölu um allan heim.

Að undanförnu hefur Toyota neyðst til að innkalla á níundu milljón bifreiða ýmist vegna galla í bensíngjöf og í bremsu- og stýrikerfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×