Viðskipti innlent

Margvíslegar lausnir til staðar

Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir að margvíslegar lausnir séu til staðar.
Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir að margvíslegar lausnir séu til staðar. Mynd/Stefán Karlsson
Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir að um tvö þúsund fyrirtæki fari nú í þrot á ári og rúmlega tvö þúsund ný fyrirtæki verði til. Fleiri fyrirtæki séu því stofnuð en fari í þrot og það sé mynstur sem muni líklega verða til staðar á meðan hjól atvinnulífsins eru í hægagangi. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar munu á næstu dögum birtast sjónvarpsinnslög undir yfirskriftinni Rödd atvinnulífsins.

Þar segir Rakel stöðu margra heimila áhyggjuefni en allar upplýsingar um vanda þeirra liggi í raun fyrir og ekki þurfi fleiri hugmyndir, tillögur eða skýrslur um hvernig eigi að taka á vandanum. Tími sé kominn til að láta verkin tala. Margvíslegar lausnir séu til staðar.

Hægt er að horfa á viðtalið hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×