Viðskipti innlent

Yfirlýsing frá Alterna um eignarhald félagsins

Vegna umræðu í fjölmiðlum um tengsl Alterna og annarra símafélaga vill Alterna koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri:

„Alterna hefur engin eignarhaldstengsl við önnur fjarskiptafélög á Íslandi. Alterna tengist á engan hátt hinum svokölluðu „útrásarvíkingum" heldur er alfarið í eigu bandaríska fjarskiptafélagins IMC WorldCell.

Fjárfesting IMC WorldCell í Alterna eru jákvæðar fréttir fyrir íslenskt samfélag þar sem lítið hefur borið á beinni erlendri fjárfestingu á landinu eftir hrun. Með þessari fjárfestingu er Alterna að skapa íslensk störf, kaupa íslenska þjónustu og síðast en ekki síst að veita Íslendingum tækifæri á að lækka símareikninginn sinn með lægri verðum á símamarkaði.

Alterna ætlar að vera með lægsta mínútuverð á landinu hvort sem hringt er í farsíma eða heimasíma. Allir viðskiptavinir Alterna hringja frítt hver í annan. Alterna leggur mikið upp úr gagnsæi í verðlagningu þannig að neytendur eigi auðveldara með að bera saman verð og skera niður í útgjöldum heimilisins."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×