Viðskipti innlent

Icelandair tapar milljónum á eldgosinu

Sigríður Mogensen skrifar

Icelandair tapar milljónum á dag vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Ástandið er alvarlegt fyrir félagið en það standur af sér áhrif öskufallsins í einhverja mánuði, segir forstjóri Icelandair Group.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að það sé heppilegt að sumarið sé að nálgast, því þá gangi reksturinn betur.

Björgólfur reiknar ekki með því að núverandi staða haldi lengi áfram heldur muni ástandið ganga yfir á fáeinum dögum.

„Það er alveg ljóst að flugfélög þurfa að vera þannig uppsett að þau þoli áföll eins og þetta," segir Björgólfur. „Félag eins og okkar þolir stöðuna í ákveðinn tíma en ekki endalaust."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×