Viðskipti innlent

Færeyjabanki verður BankNordik á föstudag

Færeyjabanki (Føroya Banki) mun breyta um nafn á föstudag og heitir BankNorik frá og með þeim degi. Bankinn tilkynnti um þessa breytingu á nafni sínu í síðasta mánuði.

Í tilkynningu segir að á sama tíma breytist auðkenni tilboðabókar hlutabréfa félagsins úr FO-BANK í BNORDIK.

Færeyjabanki er sem kunnugt er eitt af þeim sex félögum í Kauphöllinni sem mynda úrvalsvísitöluna OMXI6.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×