Landsvirkjun er að breytast - forstjóri vill sæstreng til Evrópu Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. apríl 2010 19:00 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, upplýsti í fyrsta sinn um raforkuverð til stóriðju á sögulegum ársfundi Landsvirkjunar í dag. Stóriðjufyrirtækin borga aðeins rúmlega fjórðung af þeirri upphæð sem íslensk heimili greiða fyrir raforku. Landsvirkjun er að breytast og vægi framkvæmda mun minnka. Forstjórinn segir sérstaklega áhugavert að leggja sæstreng til Evrópu. Hörður sagði að Landsvirkjun stæði á tímamótum, mikil dúluð og villandi umræða hefði verið um fyrirtækið en það væri ætlun hans að breyta því. Að upplýsa um raforkuverðið væri einn liður í breyttum vinnubrögðum fyrirtækisins. Raforkusölusamningarnir eru í dollurum og miðað við gengið núna eru stóriðjufyrirtækin að greiða 3,3 króna á hverja kílówattsstund en íslensk heimili eru að greiða 11,3 krónur, en inni í þeirri upphæð eru flutnings- og dreifingarkostnaður, orkuskattur og virðisaukaskattur. Eins og sést hér eru stóriðjufyrirtækin aðeins að greiða rúmlega fjórðung af því verði sem íslensk heimili greiða. Forstjórinn er að breyta áherslum Landsvirkjunar, vægi framkvæmda mun minnka stórlega, eins og sést á þessari mynd og markaðsmál verða framvegis fjórðungur af starfseminni. Hörður sagði að vaxtarmöguleikar Landsvirkjunar væru miklir. Eitt af því sem hann vill skoða alvarlega núna er lagning sæstrengs frá Reyðarfirði til að taka þátt í orkusölusamkeppni í Evrópu, en Hörður sagði að hækkandi raforkuverð síðustu ára gerði verkefnið sérstaklega áhugavert. Málið hefur verið til athugunar í nokkur ár, en fyrst núna er þetta sérstaklega áhugaverður kostur að mati forstjórans. Tengdar fréttir Stóriðja borgar fjórðung af því orkuverði sem heimili borga Stóriðja borgar rúmlega fjórðung af því orkuverði sem heimili landsins borga. Stóriðjan borgar 3,3 kr. á kwst en heimilin borga 11,3 kr. á kwst miðað við gengi dollarans núna. Þetta kom fram í máli Harðar Arnarssonar forstjóra Landsvirkjunnar á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir. 16. apríl 2010 14:21 Vill aukna sátt um Landsvirkjun - glærukynning Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar segist vonast til þess að með nýju hlutverki og breytingum í áherslum fyrirtækisins væri hægt að skapa aukna sátt um starfsemi fyrirtækisins. Með þessari frétt er hluti af glærukynningu forstjórans á ársfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag. 16. apríl 2010 15:11 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, upplýsti í fyrsta sinn um raforkuverð til stóriðju á sögulegum ársfundi Landsvirkjunar í dag. Stóriðjufyrirtækin borga aðeins rúmlega fjórðung af þeirri upphæð sem íslensk heimili greiða fyrir raforku. Landsvirkjun er að breytast og vægi framkvæmda mun minnka. Forstjórinn segir sérstaklega áhugavert að leggja sæstreng til Evrópu. Hörður sagði að Landsvirkjun stæði á tímamótum, mikil dúluð og villandi umræða hefði verið um fyrirtækið en það væri ætlun hans að breyta því. Að upplýsa um raforkuverðið væri einn liður í breyttum vinnubrögðum fyrirtækisins. Raforkusölusamningarnir eru í dollurum og miðað við gengið núna eru stóriðjufyrirtækin að greiða 3,3 króna á hverja kílówattsstund en íslensk heimili eru að greiða 11,3 krónur, en inni í þeirri upphæð eru flutnings- og dreifingarkostnaður, orkuskattur og virðisaukaskattur. Eins og sést hér eru stóriðjufyrirtækin aðeins að greiða rúmlega fjórðung af því verði sem íslensk heimili greiða. Forstjórinn er að breyta áherslum Landsvirkjunar, vægi framkvæmda mun minnka stórlega, eins og sést á þessari mynd og markaðsmál verða framvegis fjórðungur af starfseminni. Hörður sagði að vaxtarmöguleikar Landsvirkjunar væru miklir. Eitt af því sem hann vill skoða alvarlega núna er lagning sæstrengs frá Reyðarfirði til að taka þátt í orkusölusamkeppni í Evrópu, en Hörður sagði að hækkandi raforkuverð síðustu ára gerði verkefnið sérstaklega áhugavert. Málið hefur verið til athugunar í nokkur ár, en fyrst núna er þetta sérstaklega áhugaverður kostur að mati forstjórans.
Tengdar fréttir Stóriðja borgar fjórðung af því orkuverði sem heimili borga Stóriðja borgar rúmlega fjórðung af því orkuverði sem heimili landsins borga. Stóriðjan borgar 3,3 kr. á kwst en heimilin borga 11,3 kr. á kwst miðað við gengi dollarans núna. Þetta kom fram í máli Harðar Arnarssonar forstjóra Landsvirkjunnar á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir. 16. apríl 2010 14:21 Vill aukna sátt um Landsvirkjun - glærukynning Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar segist vonast til þess að með nýju hlutverki og breytingum í áherslum fyrirtækisins væri hægt að skapa aukna sátt um starfsemi fyrirtækisins. Með þessari frétt er hluti af glærukynningu forstjórans á ársfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag. 16. apríl 2010 15:11 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Stóriðja borgar fjórðung af því orkuverði sem heimili borga Stóriðja borgar rúmlega fjórðung af því orkuverði sem heimili landsins borga. Stóriðjan borgar 3,3 kr. á kwst en heimilin borga 11,3 kr. á kwst miðað við gengi dollarans núna. Þetta kom fram í máli Harðar Arnarssonar forstjóra Landsvirkjunnar á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir. 16. apríl 2010 14:21
Vill aukna sátt um Landsvirkjun - glærukynning Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar segist vonast til þess að með nýju hlutverki og breytingum í áherslum fyrirtækisins væri hægt að skapa aukna sátt um starfsemi fyrirtækisins. Með þessari frétt er hluti af glærukynningu forstjórans á ársfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag. 16. apríl 2010 15:11