Viðskipti innlent

Landsvirkjun er að breytast - forstjóri vill sæstreng til Evrópu

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, upplýsti í fyrsta sinn um raforkuverð til stóriðju á sögulegum ársfundi Landsvirkjunar í dag. Stóriðjufyrirtækin borga aðeins rúmlega fjórðung af þeirri upphæð sem íslensk heimili greiða fyrir raforku. Landsvirkjun er að breytast og vægi framkvæmda mun minnka. Forstjórinn segir sérstaklega áhugavert að leggja sæstreng til Evrópu.

Hörður sagði að Landsvirkjun stæði á tímamótum, mikil dúluð og villandi umræða hefði verið um fyrirtækið en það væri ætlun hans að breyta því. Að upplýsa um raforkuverðið væri einn liður í breyttum vinnubrögðum fyrirtækisins.

Raforkusölusamningarnir eru í dollurum og miðað við gengið núna eru stóriðjufyrirtækin að greiða 3,3 króna á hverja kílówattsstund en íslensk heimili eru að greiða 11,3 krónur, en inni í þeirri upphæð eru flutnings- og dreifingarkostnaður, orkuskattur og virðisaukaskattur. Eins og sést hér eru stóriðjufyrirtækin aðeins að greiða rúmlega fjórðung af því verði sem íslensk heimili greiða.

Forstjórinn er að breyta áherslum Landsvirkjunar, vægi framkvæmda mun minnka stórlega, eins og sést á þessari mynd og markaðsmál verða framvegis fjórðungur af starfseminni. Hörður sagði að vaxtarmöguleikar Landsvirkjunar væru miklir. Eitt af því sem hann vill skoða alvarlega núna er lagning sæstrengs frá Reyðarfirði til að taka þátt í orkusölusamkeppni í Evrópu, en Hörður sagði að hækkandi raforkuverð síðustu ára gerði verkefnið sérstaklega áhugavert. Málið hefur verið til athugunar í nokkur ár, en fyrst núna er þetta sérstaklega áhugaverður kostur að mati forstjórans.

 




Tengdar fréttir

Stóriðja borgar fjórðung af því orkuverði sem heimili borga

Stóriðja borgar rúmlega fjórðung af því orkuverði sem heimili landsins borga. Stóriðjan borgar 3,3 kr. á kwst en heimilin borga 11,3 kr. á kwst miðað við gengi dollarans núna. Þetta kom fram í máli Harðar Arnarssonar forstjóra Landsvirkjunnar á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir.

Vill aukna sátt um Landsvirkjun - glærukynning

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar segist vonast til þess að með nýju hlutverki og breytingum í áherslum fyrirtækisins væri hægt að skapa aukna sátt um starfsemi fyrirtækisins. Með þessari frétt er hluti af glærukynningu forstjórans á ársfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×