Viðskipti innlent

Strauss-Khan hvetur til skjótrar lausnar í Icesavedeilunni

"Skuldbinding Íslands um að halda áfram tilraunum í góðri trú í að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga er kærkomin," segir Strauss-Khan.
"Skuldbinding Íslands um að halda áfram tilraunum í góðri trú í að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga er kærkomin," segir Strauss-Khan.

Dominique Strauss-Khan forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hvetur til skjótar lausnar í Icesavedeilunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Strauss-Khan sem birtist á heimasíðu AGS í kjölfar samþykktar stjórnar sjóðsins á annari endurskoðun áætlunar AGS og íslenskra stjórnvalda.

„Skuldbinding Íslands um að halda áfram tilraunum í góðri trú í að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga er kærkomin," segir Strauss-Khan.

Fram kemur í máli Strauss-Khan að kreppan hafi reynst Íslendingum þung í skauti en hinsvegar sé stefna og fjármögnun nú til staðar sem muni aðstoða landið við að ná efnahagsbata á seinni helmingi þessa árs. Áætlun AGS beinist nú að því að taka á skuldastöðu einkageirans og með ákveðinni stefnumótun sé hægt að draga úr skuldabyrði landsins.

„Árangur hefur náðst í því að endurskipuleggja fjármálakerfið en en meðal lykilatriða þar er að endurfjármagna sparisjóðina fyrir lok maí," segir Strauss-Khan sem bendir jafnframt á að samhliða þessu sé verið að skjóta styrkari stoðum undir regluverk og eftirlit með fjármálageiranum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×