Viðskipti innlent

Fjöldi kaupsaminga fasteigna undir meðaltali

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 9. apríl til og með 15. apríl 2010 var 44. Þessi fjöldi er nokkuð undir meðaltali s.l. 12 vikna sem er 48 samingar á viku.

Af þessum 44 samningum nú voru 37 samningar um eignir í fjölbýli og 7 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 1.054 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23,9 milljónir króna.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fasteignaskrár Íslands. Þar segir að á sama tíma var 1 kaupsamningi þinglýst á Suðurnesjum. Hann var um eign í fjölbýli og var upphæð samnings 13 milljónir króna.

Á sama tíma var 5 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli og 2 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 98 milljónir króna og meðalupphæð á samning 19,7 milljónir króna.

Á sama tíma var 1 kaupsamningi þinglýst á Árborgarsvæðinu. Hann var um eign í sérbýli og var upphæð samnings 16 milljónir króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×