Um 4 miljónir heimsókna á heimasíðu Mílu 20. apríl 2010 10:34 Nú hafa komið um 4 milljónir heimsókna á heimasíðu Mílu til að fylgjast með gosinu frá því Míla setti upp fyrstu myndavélarnar á gossvæðinu. Heimsóknirnar koma frá löndum frá öllum heimsálfum og eru aðeins 4 lönd/landsvæði eftir sem ekki hafa enn nýtt sér myndavélar Mílu, Norður-Kórea, Sómalía, Svalbarði/Jan Mayen og Vestur-Sahara.Í tilkynningu segir að samkvæmt mælingum á notkun á vefmyndavélum Mílu sem Modernus hóf að mæla síðastliðinn fimmtudag, þá er heimasíða Mílu orðin stærsta heimasíðan á landinu og með langflestar heimsóknir.Frá fimmtudagskvöldi og til miðnættis á sunnudag var fjöldi stakra heimsókna á vefmyndavélar Mílu um 1.112.000 talsins en þessar tölur er hægt að sjá á heimasíðu Modernus. Í tilkynningu sinni í dag segir Modernus : ,,Aldrei áður í 10 ára vefmælisögu sinni, hefur Modernus upplifað annað eins skot á gagnagrunninn. Þá eru tímasetningar eins og 11.september, silfrið á Ólympíuleikunum 2008 og bronsið á Evrópumeistaramótinu í fyrra með taldar." Mælingar hafa aðeins staðið í nokkra daga og hefur heimasíða Mílu nú þegar sprengt allar tölur og áhuginn á gosinu er engu líkur.Vinsældir myndavélanna hafa því verið hreint út sagt ótrúlegar. Margar stærstu fréttastöðvar heims hafa haft samband við Mílu og óskað eftir leyfi til að nota myndir frá vélunum á sínum fréttasíðum, en áhugi erlendra fréttamiðla á gosinu hefur verið mjög mikill, enda áhrif gossins gífurleg um alla álfuna. Einnig hefur fjöldi fólks frá ýmsum löndum verið í sambandi við Mílu vegna vélanna, bæði til að spyrjast fyrir um gosið og til að þakka fyrir þessa frábæru þjónustu.Þegar gosið færðist frá Fimmvörðuhálsi og yfir á Hábungu Eyjafjallajökuls brást Míla hratt við og sneri myndavélum sínum á Valahnúk og Þórólfsfelli að nýju gosstöðvunum. Frá Hvolsvelli er einnig mjög gott útsýni til gosstöðvanna og sýnir myndavél Mílu á Hvolsvelli mjög vel gufustrókana og öskuna sem gengið hefur úr jöklinum síðustu daga.Míla byggir upp og rekur fullkomnasta fjarskiptanet á Íslandi. Míla sér fjarskipta-, síma- og afþreyingarfyrirtækjum fyrir aðstöðu og dreifileiðum um net ljósleiðara og koparstrengja sem tengja byggðir landsins við umheiminn. Míla er mikilvægur hlekkur í öryggisfjarskiptum landsins á sjó, landi og lofti. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Nú hafa komið um 4 milljónir heimsókna á heimasíðu Mílu til að fylgjast með gosinu frá því Míla setti upp fyrstu myndavélarnar á gossvæðinu. Heimsóknirnar koma frá löndum frá öllum heimsálfum og eru aðeins 4 lönd/landsvæði eftir sem ekki hafa enn nýtt sér myndavélar Mílu, Norður-Kórea, Sómalía, Svalbarði/Jan Mayen og Vestur-Sahara.Í tilkynningu segir að samkvæmt mælingum á notkun á vefmyndavélum Mílu sem Modernus hóf að mæla síðastliðinn fimmtudag, þá er heimasíða Mílu orðin stærsta heimasíðan á landinu og með langflestar heimsóknir.Frá fimmtudagskvöldi og til miðnættis á sunnudag var fjöldi stakra heimsókna á vefmyndavélar Mílu um 1.112.000 talsins en þessar tölur er hægt að sjá á heimasíðu Modernus. Í tilkynningu sinni í dag segir Modernus : ,,Aldrei áður í 10 ára vefmælisögu sinni, hefur Modernus upplifað annað eins skot á gagnagrunninn. Þá eru tímasetningar eins og 11.september, silfrið á Ólympíuleikunum 2008 og bronsið á Evrópumeistaramótinu í fyrra með taldar." Mælingar hafa aðeins staðið í nokkra daga og hefur heimasíða Mílu nú þegar sprengt allar tölur og áhuginn á gosinu er engu líkur.Vinsældir myndavélanna hafa því verið hreint út sagt ótrúlegar. Margar stærstu fréttastöðvar heims hafa haft samband við Mílu og óskað eftir leyfi til að nota myndir frá vélunum á sínum fréttasíðum, en áhugi erlendra fréttamiðla á gosinu hefur verið mjög mikill, enda áhrif gossins gífurleg um alla álfuna. Einnig hefur fjöldi fólks frá ýmsum löndum verið í sambandi við Mílu vegna vélanna, bæði til að spyrjast fyrir um gosið og til að þakka fyrir þessa frábæru þjónustu.Þegar gosið færðist frá Fimmvörðuhálsi og yfir á Hábungu Eyjafjallajökuls brást Míla hratt við og sneri myndavélum sínum á Valahnúk og Þórólfsfelli að nýju gosstöðvunum. Frá Hvolsvelli er einnig mjög gott útsýni til gosstöðvanna og sýnir myndavél Mílu á Hvolsvelli mjög vel gufustrókana og öskuna sem gengið hefur úr jöklinum síðustu daga.Míla byggir upp og rekur fullkomnasta fjarskiptanet á Íslandi. Míla sér fjarskipta-, síma- og afþreyingarfyrirtækjum fyrir aðstöðu og dreifileiðum um net ljósleiðara og koparstrengja sem tengja byggðir landsins við umheiminn. Míla er mikilvægur hlekkur í öryggisfjarskiptum landsins á sjó, landi og lofti.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira