Viðskipti innlent

AGS á dagskrá í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun ríkisstjórnar Íslands verður tekin fyrir í dag, samkvæmt tilkynningu sem birtist rétt í þessu á vef AGS. Tilkynningarinnar hefur verið beðið með eftirvæntingu enda hefur endurskoðunin tafist mikið.

Fram kom á fréttavef Bloomberg i dag að Hollendingar legðust ekki gegn láni Íslands frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vegna þess að Íslendingar hefðu skrifað undir viljayfirlýsingu um að greiða skuldbindingar vegna Icesave með vöxtum, að þvi er ónafngreindur heimildarmaður Bloomberg fullyrti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×