Viðskipti innlent

Lækka réttindi sjóðsfélaga um 7%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs leggur til við ársfund að áunnin réttindi sjóðfélaga við síðustu áramót verði lækkuð um 7%. Lækkun á lífeyrisgreiðslum komi til framkvæmda í tvennu lagi; 3,5% 1. júní næstkomandi og 3,5% þann 1. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gildi. Ársfundurinn verður haldinn 28. apríl næstkomandi.

Gildi lífeyrissjóður er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins með um 40 þúsund greiðandi sjóðsfélaga og 178 þúsund einstaklinga sem eiga réttindi hjá sjóðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×