Viðskipti innlent

Auður Capital tekur yfir eignastýringu VBS

Auður Capital mun hafa umsjón með eignum og þjónustu viðskiptavina eignastýringar og fjárvörslu VBS fjárfestingabanka.
Auður Capital mun hafa umsjón með eignum og þjónustu viðskiptavina eignastýringar og fjárvörslu VBS fjárfestingabanka.

Slitastjórn VBS hefur, í samráði við Fjármálaeftirlitið (FME), samið við verðbréfafyrirtækið Auði Capital hf. um að taka yfir rekstur eignastýringardeildar VBS, þar sem VBS er nú í slitameðferð.

Í tilkynningu segir að Auður Capital mun hafa umsjón með eignum og þjónustu viðskiptavina eignastýringar og fjárvörslu VBS fjárfestingabanka. Markmiðið er að tryggja hagsmuni og öryggi eigna viðskiptavina eignastýringar VBS.

Auður Capital hf. er verðbréfafyrirtæki með starfsleyfi frá FME sem stofnað var á árinu 2007. Auður veitir ýmsa fjárfestingatengda þjónustu, meðal annars þjónustu á sviði eignastýringar.

Starfsmenn Auðar Capital munu hafa samband við alla viðskiptavini eignastýringar og fjárvörslu VBS um næstu skref.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×