Viðskipti innlent

Engar upplýsingar um 3,8 milljarða lán Ímons

Alls keypti Ímon bréf í bankanum fyrir níu milljarða síðustu dagana fyrir hrun í tvennum viðskiptum, af bankanum sjálfum.
Alls keypti Ímon bréf í bankanum fyrir níu milljarða síðustu dagana fyrir hrun í tvennum viðskiptum, af bankanum sjálfum.
Rannsóknarnefnd Alþingis tókst ekki að afla sér neinna upplýsinga um það hvernig Ímoni, félagi Magnúsar Ármanns, tókst að fjármagna 3,8 milljarða kaup sín í Landsbankanum þremur dögum fyrir bankahrun.

Alls keypti Ímon bréf í bankanum fyrir níu milljarða síðustu dagana fyrir hrun í tvennum viðskiptum, af bankanum sjálfum.

Í lok september fékk félagið lánsheimild hjá bankanum að fjárhæð 5,2 milljarðar til að kaupa bréfin. Þau kaup gengu í gegn 30. september. Lánið var afgreitt formlega á lánanefndarfundi 8. október. Það gerðu bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson, auk Elínar Sigfúsdóttur.

Þriðja október keypti félagið bréf fyrir 3,8 milljarða, en þrátt fyrir eftirgrennslan hefur Landsbankanum ekki tekist að hafa uppi á neinum gögnum sem sýna hvernig þau síðari kaup voru fjármögnuð.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hugsanlegt að lán bankans vegna kaupanna hafi ekki verið formlega frágengið fyrir bankahrunið, og þess vegna sjái þess hvergi stað í bókum bankans.

Viðskiptin eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun. Rannsóknin er langt komin, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar. - sh










Fleiri fréttir

Sjá meira


×