Viðskipti innlent

Vill aukna sátt um Landsvirkjun - glærukynning

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar segist vonast til þess að með nýju hlutverki og breytingum í áherslum fyrirtækisins væri hægt að skapa aukna sátt um starfsemi fyrirtækisins. Með þessari frétt er hluti af glærukynningu forstjórans á ársfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag.

Sú leynd sem hvílt hefði á upplýsingum um orkuverð hefði til dæmis skapað ákveðna tortryggni í garð fyrirtækisins. Aukið gegnsæi, opin umræða og aukið samstarf við hagsmunaaðila yrði vonandi til þess að auka sátt um starfsemi Landsvirkjunar.

Á fundinum voru kynntar upplýsingar um raforkuverð og samanburður á raforkuverði til heimila og til stóriðju ræddur. Fram kom að raforkuverð til heimila er lægra á Íslandi en í nágrannalöndum en að allur samanburður sé viðkvæmur fyrir gengissveiflum. Þá hafi skattar á raforku mikil áhrif á verð, en þeir eru misháir eftir löndum.

Hvað raforkuverð til stóriðju varðar, þá kom fram að þeir raforkusamningar við stóriðju sem nú eru í gildi hér á landi séu tengdir álverði og hafi í för með sér miklar sveiflur á raforkuverði. Þá sé erfitt að bera saman orkuverð til stóriðju og hins almenna markaðar, þar sem nýtingarhlutfall, magn og tímabil orkukaupa séu ólík. Af þessum sökum greiði stóriðjan lægra verð fyrir raforku frá Landsvirkjun en almennur markaður.

Hér er glærukynning forstjórans á ársfundinum:
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×