Viðskipti innlent

Icelandair inn og Bakkavör út úr úrvalsvísitölunni

OMX Iceland 6 vísitalan er Úrvalsvísitala NASDAQ OMX Iceland. Vísitalan er samsett af þeim 6 félögum sem mest viðskipti eru með á NASDAQ OMX Iceland.
OMX Iceland 6 vísitalan er Úrvalsvísitala NASDAQ OMX Iceland. Vísitalan er samsett af þeim 6 félögum sem mest viðskipti eru með á NASDAQ OMX Iceland.
Breytingar verða á OMX16 úrvalsvísitölunni eftir helgina þannig að Icelandair Group kemur inn í vísitöluna en Bakkavör fer úr úr henni. Breytingin tekur gildi 19. apríl 2010.

Í tilkynningu segir að breytingin á samsetningu OMXI6 vísitölunnar felur í sér að Icelandair Group hf. kemur inn nýtt fyrirtækja, en Bakkavör hf. verður tekið úr vísitölunni samhliða töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum.

OMX Iceland 6 vísitalan er Úrvalsvísitala NASDAQ OMX Iceland. Vísitalan er samsett af þeim 6 félögum sem mest viðskipti eru með á NASDAQ OMX Iceland.

Vísitalan hentar vel sem grunnur fyrir fjármálagerninga af ýmsu tagi og sem viðmiðunarvísitala fyrir sjóði. Vægi félaga í OMX Iceland 6 vísitölunni ræðst af flotleiðréttu markaðsvirði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×