Viðskipti innlent

Ríkissjóður þarf að leggja milljarða í ÍLS

Fljótt á litið má því ætla að skuldabréfaútgáfa í þessu skyni muni nema allnokkrum milljörðum sem sækja þarf á markaðinn næsta kastið.
Fljótt á litið má því ætla að skuldabréfaútgáfa í þessu skyni muni nema allnokkrum milljörðum sem sækja þarf á markaðinn næsta kastið.
Eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs (ÍLS) er talsvert lægra en samræmist langtímamarkmiðum hans og telja má líklegt að Ríkissjóður muni þurfa að leggja honum til eigið fé á næstunni, enda má enn búast við ágjöf á útlánasafn sjóðsins.

Þetta segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallar er um ársreiking ÍLS sem birtur var í gærdag. Greiningin segir að væntanlega þurfi ríkið því að leggja ÍLS til fé beint eða óbeint á næstunni, og mun það væntanlega með einum eða öðrum hætti fela í sér aukið framboð á skuldabréfamarkaði.

Má ætla að 5% hlutfallið sé lágmarksviðmið fyrir þá stöðu sem þarf að koma sjóðnum í á næstunni, enda við ramman reip að draga hjá mörgum lántakendum og talsverðar líkur á að vanhöld á endurgreiðslu íbúðalána aukist enn um sinn. Fljótt á litið má því ætla að skuldabréfaútgáfa í þessu skyni muni nema allnokkrum milljörðum sem sækja þarf á markaðinn næsta kastið.

Tap af rekstri sjóðsins nam 3,2 milljörðum kr. í fyrra, og er það annað árið í röð sem rekstur ÍLS skilar tapi, enda hefur bankahrunið á ofanverðu árinu 2008 haft mikil áhrif til hins verra á rekstur hans. Tapið á rekstri ÍLS nam þannig 6,9 milljörðum kr. árið 2008.

Eigið fé í árslok 2009 var 10 milljarða kr., sem jafngildir 3% eiginfjárhlutfalli miðað við þær forsendur sem gefnar eru til útreiknings á eiginfjárhlutfalli sjóðsins í reglugerð um hann.

Langtímamarkmið sjóðsins er að eiginfjárhlutfallið sé yfir 5%. Eigið féð nam hins vegar aðeins 1,3% af heildarútlánum sjóðsins, en þau voru tæplega 757 milljarðar kr. í lok síðasta árs. Komi til frekari rýrnunar á útlánasafninu er það því fljótt að segja til sín í eigin fé sjóðsins Í því sambandi má nefna að fram kemur í fréttatilkynningu ÍLS að 5,3% lántakenda sjóðsins voru með einn eða fleiri gjalddaga í vanskilum í lok síðasta árs og helmingur lántakenda var með lán í greiðslujöfnun. Er sjóðurinn ekki búinn að taka tillit til mögulegra afskrifta eftirstöðva þeirra lána við enda greiðslujöfnunartímabilsins, sem er þremur árum lengra en upphaflegur lánstími viðkomandi láns.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×