Viðskipti innlent

Meðalvelta á hlutabréfamarkaði minnkar um helming í apríl

Meðalveltan á hlutabréfmarkaðunum í Kauphöllinni á dag það sem af er apríl eru rúmar 48 milljónir kr. sem er talsvert undir þeim 99 milljónum kr. sem var meðalvelta á hlutabréfamarkaðnum í mars.

Föstudagurinn var síðasti viðskiptadagur með bréf Bakkavarar á markaði og hafa þau verið tekin úr OMXI6ISK vísitölunni.

Frá og með deginum í dag kemur Icelandair inn í vísitöluna í stað Bakkavarar.

Icelandair hækkaði mest í síðustu viku, um 3,03%. Félagið er að vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu og stefnt er að lokuðu hlutafjárútboði með innlendum fagfjárfestum til að styrkja frekar stoðir félagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×