Fleiri fréttir

Gengi krónunnar stöðugt á yfirstandandi ársfjórðungi

Gengi krónu hefur fremur lítið breyst það sem af er síðasta fjórðungi ársins og flökt á gengi evru gagnvart krónu hefur verið með minnsta móti, þrátt fyrir að inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði hafi engin verið síðan í fyrstu viku nóvembermánaðar.

GGE: Nýr forstjóri og eignir seldar

Stjórn Geysis Green Energy hefur, í samráði við viðskiptabanka félagsins, tekið ákvörðun um að vinna markvisst að lækkun skulda félagsins með sölu eigna þess á næstu misserum. Í tengslum við þá stefnumótun hefur Ásgeir Margeirsson ákveðið að hætta sem forstjóri félagsins. Alexander K. Guðmundsson, fjármálastjóri Geysis, hefur verið ráðinn í hans stað.

Afdrifarík mistök Seðlabankans

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að Seðlabankinn hafi gert afdrifarík mistök þegar bankinn ákvað hvaða veða var krafist fyrir lánum til fjármálastofnana á síðasta ári. Afleiðingin hafi verið stærsta einstaka áfallið sem þjóðarbúið varð við bankahrunið.

Aflandsgengi krónunnar komið í 300 fyrir evruna

Aflandsgengi krónunnar hefur stöðugt lækkað frá mánaðarmótum og er nú sölugengið komið í 300 kr. fyrir evruna samkvæmt vefsíðunni keldan.is. Kaupgengið stendur hinsvegar í 270 kr.

Fiskmarkaði komið á fót við Suðurbugt

Faxaflóahafnir stefna að því að koma á fót smásölufiskmarkaði við Suðurbugt næsta vor. Þetta var samþykkt á fundi hafnarstjórnar s.l. föstudag.

400 milljóna skattur til Samtaka iðnaðarins

Ríkissjóður leggur fram 400 milljónir króna í ár til að standa undir rekstri Samtaka iðnaðarins (SI) með svokölluðu iðnaðarmálagjaldi. Gjaldið samsvarar 0,08 prósentum af veltu allra iðnaðarfyrirtækja í landinu.

Umfangsmikil rannsókn sem snertir meintar millifærslur Singer & Friedlander

Rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar á Kaupþingi í Bretlandi er sú umfangsmesta sem stofnanir erlendra ríkja hafa ráðist í vegna íslenskra fyrirtækja. Rannsóknin beinist meðal annars að millifærslum frá Singer & Friedlander, dótturfélagi Kaupþings, sem og lánveitingum til þekktra viðskiptavina.

Hagsjá: Spáir því að verðbólgan lækki í 7,6%

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga milli nóvember og desember mælist 0,6%. Gangi spáin eftir lækkar 12 mánaða verðbólga úr 8,6% niður í 7,6%, en vísitalan hækkaði um 1,5% í desember í fyrra. Sú hækkun dettur nú úr tólf mánaða taktinum.

SagaMedica opnar skrifstofur í Flórída

Íslenska fyrirtækið Heilsujurtir - SagaMedica hyggst setja á fót skrifstofur í Port Richey í Flórída til þess að markaðssetja vöru sína sem framleidd er úr íslenskri hvönn. Lyfið er sagt geta styrkt ónæmiskerfið, bætt minni og líkamlegt hreysti.

Atvinnuleysi í nóvember 8 prósent

Skráð atvinnuleysi í nóvember var 8 prósent, eða að meðaltali 13.357 manns, samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi jókst að meðaltali um 5,3 prósent frá því í október, eða um 675 manns. „Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 3,3 prósent, eða 5.445 manns,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.

Stoðir tapaði 350 milljörðum

Aðalfundur eignarhaldsfélagsins Stoða var haldinn í dag. Í ársreikningi félagsins fyrir árið 2008 var tekið mið af mati á verðmæti eigna og lýstum kröfum lánardrottna Stoða í tengslum við nauðasamninga sem félagið gerði við kröfuhafa í vor, að fram kemur í fréttatilkynningu. Bókfært tap Stoða frá 1. júlí 2008 til 31. desember 2008 nam 291,2 milljörðum króna. Samanlagt bókfært tap móðurfélags og dótturfélaga vegna rekstrarársins 2008 nam 350,6 milljörðum króna.

Rólegt í Kauphöllinni

Það var rólegt í kauphöllinni í dag en heildarveltan voru 5,3 milljarðar og er nær eingöngu tilkomið vegna viðskipta með skuldabréf.

Ástarbréf Seðlabankans hafa þegar kostað 400 milljarða

Ríkisendurskoðun gagnrýnir mjög harðlega fyrrum bankastjóra Seðlabankans í nýrri skýrslu sinni um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 2008. Sökum þess umfangsmikla taps sem ríkissjóður varð fyrir vegna svokallaðara „ástarbréfa" bankans er gerð sérstök grein fyrir því máli í skýrslunni.

Ívar Páll ráðinn viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins

Ívar Páll Jónsson hefur verið ráðinn viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins. Ívar Páll starfaði síðast fyrir Ásgeir Friðgeirsson, upplýsingafulltrúa Björgólfsfeðga en þar áður var hann blaðamaður á Viðskiptablaðinu um skeið. Ívar Páll er sonur Jóns Steinars Gunnlaugssonar dómara í Hæstarétti.

Ríkisendurskoðun gagnrýnir Seðlabankann vegna ástarbréfa

Ríkisendurskoðandi gagnrýnir lánveitingar Seðlabankans til fjármálafyrirtækja á síðasta ári og telur ýmsum spurningum ósvarað varðandi lánveitingarnar. Þetta kemur fram í endurskoðun embættisins á ríkisreikningum árið 2008.

UTF fær gullvottun Microsoft

Fyrirtækið UTF ehf. hefur hlotið gullvottun Microsoft og þannig fengið viðurkenningu sem eitt þeirra upplýsingatæknifyrirtækja sem hvað mesta þekkingu og reynslu hafa á Microsoft-lausnum hér á landi.

Greining: Atvinnuleysið nær hámarki í mars/apríl næsta ár

Greining Íslandsbanka reiknar með því að atvinnuleysið á landinu nái hámarki í mars/apríl á næsta ári. Tekur greiningin þar mið af nýjustu upplýsingum frá Vinnumálastofnun um m.a. hópuppsagnir sem koma til framkvæmda á næstu mánuðum.

Fjögur skuldamál gegn Straumi tekin fyrir

Alls verða fjögur skuldamál gegn þrotabúi Straums-Burðarás tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar á meðal er vinnulaunakrafa Willam Fall, fyrrum bankastjóra Straums, en hann sækir rúmlega 600 milljónir króna í þrotabúið. Í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir um mánuði síðan tilkynnti William að hann myndi gefa peninginn til góðgerðarmála á Íslandi, verði krafan samþykkt.

Neysluútgjöld heimilanna hækkuðu um 7,5%

Neysluútgjöld á heimili árin 2006-2008 hafa hækkað um 7,5% frá tímabilinu 2005-2007 og voru þau um 426 þúsund krónur á mánuði, eða 178 þúsund krónur á mann. Á sama tíma hefur meðalstærð heimilis minnkað lítillega, úr 2,40 einstaklingum í 2,39 og hafa útgjöld á mann því hækkað um 8,2%.

Launakostnaður jókst í iðnaði en lækkaði hjá öðrum

Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 0,9% í iðnaði milli 2. og 3. ársfjórðungs 2009. Á sama tímabili dróst heildarlaunakostnaður saman um 4,4% í atvinnugreininni samgöngum og flutningum, 3,8% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu og 2,3% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Slökunin jafngildir hálfu prósentustigi

Seðlabankinn lækkaði lítillega vexti í gær. Krónan hefur haldist stöðug og erfiðara að fara í kringum gjaldeyrishöft en áður. Ár eða áratugi getur tekið gjaldmiðil að ná jafnvægi eftir hrun. Gert er ráð fyrir hægum bata krónu eftir mitt næsta ár.

Kippur í bílasölu ytra

Sala á nýjum bílum hjá þýska bílaframleiðandanum Audi var 8,9 prósentum betri um allan heim í nóvember en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í gögnum fyrirtækisins í vikunni. Heildarsala á fyrstu ellefu mánuðum ársins dróst saman um 5,4 prósent milli ára.

Frekari lækkun vaxta nauðsyn

„Stýrivaxtalækkun Seðlabankans er mjög jákvætt skref og gefur góð fyrirheit um það sem koma skal,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Ekki djörf ákvörðun

„Því verður varla haldið fram að djörfung einkenni þessa ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. Engu að síður tel ég þetta merkilega niðurstöðu," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sem jafnframt á sæti í Skuggabankastjórn Markaðarins um stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans í gær.

Engin straumhvörf

„Ákvörðun Seðlabankans sýnist hófleg og varfærin og verður að teljast innan eðlilegra marka við ríkjandi aðstæður,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík og meðlimur í Skuggabankastjórn Markaðarins. Hann bætir við að stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans komi ekki á óvart í ljósi fyrri ákvarðana og álits AGS að skilyrði fyrir lækkun vaxta hafi batnað enda fari verðbólga lækkandi og því hljóti vextir að fara sömu leið.

Fullyrðingar Magnúsar fjarstæðukenndar

Fjármálaeftirlitið hefur nú til skoðunar hvort sýndarviðskipti hafi átt sér stað þegar Straumur Burðarás lánaði Magnúsi Þorsteinssyni tæplega einn milljarð króna til kaupa á hlut í Icelandic Group. Grunur leikur á að bankinn hafi komið sér undan yfirtökuskyldu á félaginu. Bankinn segir fullyrðingar Magnúsar ósannar og beinlínis fjarstæðukenndar.

Dularfullur sjóður

Stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni, sem á 95 prósent í Íslandsbanka, virðist hvorki vera með starfsfólk né síma, þótt finna megi heimilisfang í Dyflinni. Þetta er írskur sjóður sem stofnaður var á árinu og gerir hann 150 milljarða króna kröfur í þrotabú bankans. Skilanefnd og slitastjórn vita fátt.

Century Aluminum Company hækkaði um 3,42%

Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, hækkaði um 3,42% í tveggja milljóna króna viðskiptum í dag. Össur hækkaði um 0,72% og Marel um 0,63%. Bréf í Icelandair lækkuðu um 3,95% en viðskiptin námu einungis 97 þúsund krónum.

Landsbankinn lækkar vexti

Landsbankinn lækkar bæði inn- og útlánsvexti sína á morgun. Vextir óverðtryggðra inn- og útlána lækka um allt að eitt prósentustig og vextir verðtryggðra inn- og útlána um allt að hálft prósentustig.

Nauðasamningar Atorku samþykktir

Kröfuhafar Atorku Group hf. samþykktu á fundi í dag frumvarp til nauðasamnings fyrir félagið með yfirgnæfandi meirihluta eða yfir 90% atkvæða. Félagið mun í kjölfarið óska eftir staðfestingu Héraðsdóms Reykjaness

Spænskur banki vill milljarða vegna föllnu bankanna

Spænski Aresbankinn hefur stefnt öllum bönkunum sem reistir voru á grunni föllnu bankanna þriggja vegna peningamarkaðsinnlána. Að auki stefnir hann Fjármálaeftirlitinu og Ríkissjóði Íslands. Fyrirtaka í málinu gegn Landsbankanum fór fram í dag.

Glitnir og Bjarni Ármannsson semja um endurgreiðslur

Glitnir banki og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hafa gert samkomulag um endurgreiðslu yfirverðs í hlutabréfaviðskiptum hlutafélaga í eigu Bjarna við stjórn Glitnis banka við starfslok hans sem voru í apríl 2007.

SI: Fjárfesting í steinsteypu orðin álitlegur kostur

„Í ljósi lækkandi innlánsvaxta, hækkandi fjármagnstekjuskatts, nýrra laga um takmörkun á innistæðutryggingum og takmarkaðra fjárfestingakosta þá er ekki ólíklegt að ýmsir fari að líta á fjárfestingu í steinsteypu sem álitlegan fjárfestingakost."

Reykjavík rekin með 12 milljarða króna halla

Rekstrarhallinn hjá Reykjavíkurborg á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 12 milljörðum kr. ef A og B hluti eru teknir saman. Þá hafa skuldir borgarinnar vaxið um tæpa 31 milljarða kr. en eignir hafa aukist um rúma 19 milljarða kr.

Launakröfum æðstu stjórnenda hafnað á grundvelli gjaldþrotalaga

Slitastjórn Glitnis ákvað að hafna launakröfum allra þeirra fyrrverandi starfsmanna bankans sem sátu í framkvæmdastjórn bankans. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar, segir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli 112. greinar gjaldþrotalaga. Þar segir eðal annars að þeir sem hafi haft með höndum framkvæmdastjórn félags eða stofnunar sem er til gjaldþrotaskipta geti gert launakröfu í þrotabú. Slitastjórn Landsbankans hefur hins vegar ekki tekið afstöðu til sama lagaákvæðis.

Skuldatryggingarálag ríkissjóðs rýkur upp um 60 punkta

Skuldatryggingarálag ríkissjóðs rauk upp um 60 punkta í morgun í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um lækkun stýrivaxta. Stendur álagið nú í 461 punkti samkvæmt daglegu fréttabréfi Credit Market Analysis (CMA).

Sjá næstu 50 fréttir