Viðskipti innlent

Fiskmarkaði komið á fót við Suðurbugt

Faxaflóahafnir stefna að því að koma á fót smásölufiskmarkaði við Suðurbugt næsta vor. Þetta var samþykkt á fundi hafnarstjórnar s.l. föstudag.

Á fundinum voru tillögur Brynhildar Pálsdóttur, Theresu Himmer og Þóru Valsdóttur um stofnun smásölu-fiskmarkaða á Íslandi kynntar fyrir hafnastjórn en Gísli Gíslason hafnarstjóri gerði stjórnarmönnum grein fyrir skýrslu kvennanna þriggja um málið. Hann færði jafnframt skýrsluhöfundum bestu þakkir fyrir gerð skýrslunnar.

Eftirfarandi tillaga formanns hafnarstjórnar var síðan samþykkt á fundinum:

"Hafnarstjórn samþykkir að hafinn verði undirbúningur að smásölufiskmarkaði við Suðurbugt. Stefnt verði að opnun hans næsta vor. Staðsetning smásölufiskmarkaðar við Suðurbugt er í samræmi við stefnu stjórnar um að opna fyrir margvíslega starfsemi og fjölbreytilegt mannlíf við verbúðirnar."

Hafnarstjórn samþykki tillöguna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×