Viðskipti innlent

SagaMedica opnar skrifstofur í Flórída

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ætihvönn i Dyrhólaey.
Ætihvönn i Dyrhólaey.
Íslenska fyrirtækið Heilsujurtir - SagaMedica hyggst setja á fót skrifstofur í Port Richey í Flórída til þess að markaðssetja vöru sína sem framleidd er úr íslenskri hvönn. Lyfið er sagt geta styrkt ónæmiskerfið, bætt minni og líkamlegt hreysti. Ítarleg umfjöllun er um SagaMedica, sem er íslenskt sprotafyrirtæki, á vef The Tampa Tribune í dag.

Þar segir jafnframt frá því þegar Þráinn Þorvaldsson, forstjóri SagaMedica, fór nýlega til West Pasco í Washington fylki í Bandaríkjunum til þess að ræða um framleiðsluna við lækna þar.

„Víkingarnir seldu þessa vöru um alla Evrópu," segir John Skelton, forstjóri SagaMedica í Bandaríkjunum, um hvönnina sem vörur SagaMedica eru framleiddar úr. Hann segir að hvönnin hafi orðið að óopinberum gjaldmiðli í viðskiptum á dögum Leifs Eiríkssonar. Heilbrigðisgeirinn sé núna að beina athyglinni meira að forvörnum í stað lækninga og læknar séu því reiðubúnir til að leita fjöbreyttari lyfjum

Þráinn tekur undir sjónarmið Skeltons. „Margir þeirra eru að breyta hugsunarhætti sínum," er haft eftir Þráni á vef The Tampa Tribune.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×