Umfangsmikil rannsókn sem snertir meintar millifærslur Singer & Friedlander Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 13. desember 2009 18:30 Rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar á Kaupþingi í Bretlandi er sú umfangsmesta sem stofnanir erlendra ríkja hafa ráðist í vegna íslenskra fyrirtækja. Rannsóknin beinist meðal annars að millifærslum frá Singer & Friedlander, dótturfélagi Kaupþings, sem og lánveitingum til þekktra viðskiptavina. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að breska efnahagsbrotadeildin, SFO, muni á þriðjudag gera nánari grein fyrir hvað felst í þessari rannsókn. Í bresku blöðunum í dag kemur fram að stjórnarmenn Singer & Friedlander hafi þegar leitað til breska lögfræðingsins Ian Burton sem sérhæfir sig í fjársvikamálum. SFO hefur undanfarna fjóra mánuði haft Kaupþing til skoðunar. Þriggja manna teymi á vegum SFO var hér á landi í október og skiptist á upplýsingum og gögnum við starfsmenn embættis sérstaks saksóknara auk þess að njóta liðsinnis Evu Joly. Skoðun SFO hefur fyrst og fremst beinst að breskum hagsmunum, m.a. Edge reikningunum. Sögusagnir af háum millifærslum frá útibúi Kaupþings, Singer og Friedlander, rétt fyrir hrun voru um tíma háværar. Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sagði m.a. fyrr á árinu að þessar millifærslur hefðu numið 800 milljónum punda og verið ástæða þess að Bretar beittu hryðjuverkalögunum á Landsbankann þar í landi. Fyrrverandi stjórnendur bankans hafa alltaf haldið því fram að engar óeðlilegar millifærslur hafi farið frá bankanum á þessum tíma. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta þó eitt af þeim atriðum sem breska efnahagsbrotadeildin hyggst rannsaka sem og háar lánveitingar til ýmissa viðskiptavina. Meðal þeirra sem bresku blöðin nefna eru Robert Tchenguiz en hann sat í stjórn Existu sem var um tíma stærsti eigandi Kaupþings. Robert og Vincent bróðir hans fengu rúmlega 286 milljarða króna að láni frá Kaupþingi. Þá er Kevin Stanford líka nefndur en félög tengd honum fengu rúmlega 103 milljarða króna lán. Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar á Kaupþingi í Bretlandi er sú umfangsmesta sem stofnanir erlendra ríkja hafa ráðist í vegna íslenskra fyrirtækja. Rannsóknin beinist meðal annars að millifærslum frá Singer & Friedlander, dótturfélagi Kaupþings, sem og lánveitingum til þekktra viðskiptavina. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að breska efnahagsbrotadeildin, SFO, muni á þriðjudag gera nánari grein fyrir hvað felst í þessari rannsókn. Í bresku blöðunum í dag kemur fram að stjórnarmenn Singer & Friedlander hafi þegar leitað til breska lögfræðingsins Ian Burton sem sérhæfir sig í fjársvikamálum. SFO hefur undanfarna fjóra mánuði haft Kaupþing til skoðunar. Þriggja manna teymi á vegum SFO var hér á landi í október og skiptist á upplýsingum og gögnum við starfsmenn embættis sérstaks saksóknara auk þess að njóta liðsinnis Evu Joly. Skoðun SFO hefur fyrst og fremst beinst að breskum hagsmunum, m.a. Edge reikningunum. Sögusagnir af háum millifærslum frá útibúi Kaupþings, Singer og Friedlander, rétt fyrir hrun voru um tíma háværar. Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sagði m.a. fyrr á árinu að þessar millifærslur hefðu numið 800 milljónum punda og verið ástæða þess að Bretar beittu hryðjuverkalögunum á Landsbankann þar í landi. Fyrrverandi stjórnendur bankans hafa alltaf haldið því fram að engar óeðlilegar millifærslur hafi farið frá bankanum á þessum tíma. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta þó eitt af þeim atriðum sem breska efnahagsbrotadeildin hyggst rannsaka sem og háar lánveitingar til ýmissa viðskiptavina. Meðal þeirra sem bresku blöðin nefna eru Robert Tchenguiz en hann sat í stjórn Existu sem var um tíma stærsti eigandi Kaupþings. Robert og Vincent bróðir hans fengu rúmlega 286 milljarða króna að láni frá Kaupþingi. Þá er Kevin Stanford líka nefndur en félög tengd honum fengu rúmlega 103 milljarða króna lán.
Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent