Umfangsmikil rannsókn sem snertir meintar millifærslur Singer & Friedlander Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 13. desember 2009 18:30 Rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar á Kaupþingi í Bretlandi er sú umfangsmesta sem stofnanir erlendra ríkja hafa ráðist í vegna íslenskra fyrirtækja. Rannsóknin beinist meðal annars að millifærslum frá Singer & Friedlander, dótturfélagi Kaupþings, sem og lánveitingum til þekktra viðskiptavina. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að breska efnahagsbrotadeildin, SFO, muni á þriðjudag gera nánari grein fyrir hvað felst í þessari rannsókn. Í bresku blöðunum í dag kemur fram að stjórnarmenn Singer & Friedlander hafi þegar leitað til breska lögfræðingsins Ian Burton sem sérhæfir sig í fjársvikamálum. SFO hefur undanfarna fjóra mánuði haft Kaupþing til skoðunar. Þriggja manna teymi á vegum SFO var hér á landi í október og skiptist á upplýsingum og gögnum við starfsmenn embættis sérstaks saksóknara auk þess að njóta liðsinnis Evu Joly. Skoðun SFO hefur fyrst og fremst beinst að breskum hagsmunum, m.a. Edge reikningunum. Sögusagnir af háum millifærslum frá útibúi Kaupþings, Singer og Friedlander, rétt fyrir hrun voru um tíma háværar. Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sagði m.a. fyrr á árinu að þessar millifærslur hefðu numið 800 milljónum punda og verið ástæða þess að Bretar beittu hryðjuverkalögunum á Landsbankann þar í landi. Fyrrverandi stjórnendur bankans hafa alltaf haldið því fram að engar óeðlilegar millifærslur hafi farið frá bankanum á þessum tíma. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta þó eitt af þeim atriðum sem breska efnahagsbrotadeildin hyggst rannsaka sem og háar lánveitingar til ýmissa viðskiptavina. Meðal þeirra sem bresku blöðin nefna eru Robert Tchenguiz en hann sat í stjórn Existu sem var um tíma stærsti eigandi Kaupþings. Robert og Vincent bróðir hans fengu rúmlega 286 milljarða króna að láni frá Kaupþingi. Þá er Kevin Stanford líka nefndur en félög tengd honum fengu rúmlega 103 milljarða króna lán. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar á Kaupþingi í Bretlandi er sú umfangsmesta sem stofnanir erlendra ríkja hafa ráðist í vegna íslenskra fyrirtækja. Rannsóknin beinist meðal annars að millifærslum frá Singer & Friedlander, dótturfélagi Kaupþings, sem og lánveitingum til þekktra viðskiptavina. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að breska efnahagsbrotadeildin, SFO, muni á þriðjudag gera nánari grein fyrir hvað felst í þessari rannsókn. Í bresku blöðunum í dag kemur fram að stjórnarmenn Singer & Friedlander hafi þegar leitað til breska lögfræðingsins Ian Burton sem sérhæfir sig í fjársvikamálum. SFO hefur undanfarna fjóra mánuði haft Kaupþing til skoðunar. Þriggja manna teymi á vegum SFO var hér á landi í október og skiptist á upplýsingum og gögnum við starfsmenn embættis sérstaks saksóknara auk þess að njóta liðsinnis Evu Joly. Skoðun SFO hefur fyrst og fremst beinst að breskum hagsmunum, m.a. Edge reikningunum. Sögusagnir af háum millifærslum frá útibúi Kaupþings, Singer og Friedlander, rétt fyrir hrun voru um tíma háværar. Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sagði m.a. fyrr á árinu að þessar millifærslur hefðu numið 800 milljónum punda og verið ástæða þess að Bretar beittu hryðjuverkalögunum á Landsbankann þar í landi. Fyrrverandi stjórnendur bankans hafa alltaf haldið því fram að engar óeðlilegar millifærslur hafi farið frá bankanum á þessum tíma. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta þó eitt af þeim atriðum sem breska efnahagsbrotadeildin hyggst rannsaka sem og háar lánveitingar til ýmissa viðskiptavina. Meðal þeirra sem bresku blöðin nefna eru Robert Tchenguiz en hann sat í stjórn Existu sem var um tíma stærsti eigandi Kaupþings. Robert og Vincent bróðir hans fengu rúmlega 286 milljarða króna að láni frá Kaupþingi. Þá er Kevin Stanford líka nefndur en félög tengd honum fengu rúmlega 103 milljarða króna lán.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira