Viðskipti innlent

OR fékk viðurkenningu Orkusetursins fyrir góða vefsíðu

Á myndinni eru Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkusetrinu, Brynjar Stefánsson, Sviðstjóri Sölu- og markaðssviðs ásamt Ingibjörgu Valdimarsdóttur, Deildarstjóra Markaðsdeildar Orkuveitunnar.
Á myndinni eru Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkusetrinu, Brynjar Stefánsson, Sviðstjóri Sölu- og markaðssviðs ásamt Ingibjörgu Valdimarsdóttur, Deildarstjóra Markaðsdeildar Orkuveitunnar.

Í dag veitti Orkusetrið Orkuveitu Reykjavíkur (OR) viðurkenningu fyrir vefinn „Orkan mín" sem framúrskarandi lausn fyrir viðskiptavini.

Í tilkynningu segir að á vefnum www.orkanmin.is geta viðskiptavinir Orkuveitunnar fylgst með orkunotkun sinni á afar aðgengilegan hátt og nýtt upplýsingarnar til að bæta orkunýtinguna á heimilinu. Á einfaldan og myndrænan hátt má meðal annars sjá hvernig orkunotkun á heimilinu hefur þróast og hægt að bera hana saman við meðalnotkun sambærilegra heimila á Íslandi.

Einnig er hægt að setja upp lista með þeim tækjum sem eru á heimilinu og sjá hversu mikla orku hvert og eitt tæki notar og hvað það kostar.

Framlag Orkuveitu Reykjavíkur stuðlar því að bættri nýtni orkuauðlinda landsins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×