Dularfullur sjóður 10. desember 2009 19:20 Stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni, sem á 95 prósent í Íslandsbanka, virðist hvorki vera með starfsfólk né síma, þótt finna megi heimilisfang í Dyflinni. Þetta er írskur sjóður sem stofnaður var á árinu og gerir hann 150 milljarða króna kröfur í þrotabú bankans. Skilanefnd og slitastjórn vita fátt. Stærsti erlendi kröfuhafi Glitnis er írski sjóðurinn Burlington Loan Management með 150 milljarða kröfur. Kröfur sjóðsins eru settar fram í tuttugu liðum og eru til komnar vegna skuldabréfa. Um miðjan október náðist samkomulag um að Glitnir, fyrir hönd kröfuhafa, eignaðist 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Írska félagið er því óbeint stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka. Hvorki skilanefnd Glitnis né slitastjórn bankans þekkja til sjóðsins. Fréttastofa eyddi deginum í að grafa upp upplýsingar um sjóðinn. Það reyndist vægast sagt erfitt. Það sem þó fékkst upp úr krafsinu er að félagið var stofnað í apríl á þessu ári. Því er ekki um að ræða lánveitanda Glitnis, enda féll bankinn í október í fyrra. Ekkert símanúmer fannst á félagið en fréttastofa fann heimilisfang í Dublin og hafði samband við fyrirtæki á hæðinni fyrir ofan og neðan félagið. Enginn kannaðist við Burlington Loan Management. Í yfirlýsingu um skuldabréfaútgáfu írska sjóðsins sem birtist á netinu í lok nóvember síðastliðnum var vísað í írsku lögfræðistofuna Matheson Ormsby Prentice fyrir frekari upplýsingar. Fréttastofa náði tali af lögfræðingi stofunnar í dag. Vegna trúnaðarsamnings við írska sjóðinn gat hann ekki gefið neitt upp. Ýmislegt bendir því til þess að um vogunarsjóð sé að ræða, sem hefur keypt skuldabréf í Glitni á svokölluðum eftirmarkaði, sem fór af stað í kjölfar bankahrunsins. Tengdar fréttir Landsbankinn með hæstu kröfurnar í Glitni Landsbankinn gerir hæstu kröfurnar í Glitni af innlendum aðilum eða samtals tæplega 140 milljarða kr. Hinsvegar á Glitnir í Lúixemborg stærstu einstöku kröfuna en hún hljóðar upp á 126,4 milljarða kr. 10. desember 2009 09:06 Skilanefnd Glitnis veit engin deili á stærsta erlenda kröfuhafanum Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. 10. desember 2009 09:47 Glitnir og Bjarni Ármannsson semja um endurgreiðslur Glitnir banki og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hafa gert samkomulag um endurgreiðslu yfirverðs í hlutabréfaviðskiptum hlutafélaga í eigu Bjarna við stjórn Glitnis banka við starfslok hans sem voru í apríl 2007. 10. desember 2009 15:40 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira
Stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni, sem á 95 prósent í Íslandsbanka, virðist hvorki vera með starfsfólk né síma, þótt finna megi heimilisfang í Dyflinni. Þetta er írskur sjóður sem stofnaður var á árinu og gerir hann 150 milljarða króna kröfur í þrotabú bankans. Skilanefnd og slitastjórn vita fátt. Stærsti erlendi kröfuhafi Glitnis er írski sjóðurinn Burlington Loan Management með 150 milljarða kröfur. Kröfur sjóðsins eru settar fram í tuttugu liðum og eru til komnar vegna skuldabréfa. Um miðjan október náðist samkomulag um að Glitnir, fyrir hönd kröfuhafa, eignaðist 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Írska félagið er því óbeint stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka. Hvorki skilanefnd Glitnis né slitastjórn bankans þekkja til sjóðsins. Fréttastofa eyddi deginum í að grafa upp upplýsingar um sjóðinn. Það reyndist vægast sagt erfitt. Það sem þó fékkst upp úr krafsinu er að félagið var stofnað í apríl á þessu ári. Því er ekki um að ræða lánveitanda Glitnis, enda féll bankinn í október í fyrra. Ekkert símanúmer fannst á félagið en fréttastofa fann heimilisfang í Dublin og hafði samband við fyrirtæki á hæðinni fyrir ofan og neðan félagið. Enginn kannaðist við Burlington Loan Management. Í yfirlýsingu um skuldabréfaútgáfu írska sjóðsins sem birtist á netinu í lok nóvember síðastliðnum var vísað í írsku lögfræðistofuna Matheson Ormsby Prentice fyrir frekari upplýsingar. Fréttastofa náði tali af lögfræðingi stofunnar í dag. Vegna trúnaðarsamnings við írska sjóðinn gat hann ekki gefið neitt upp. Ýmislegt bendir því til þess að um vogunarsjóð sé að ræða, sem hefur keypt skuldabréf í Glitni á svokölluðum eftirmarkaði, sem fór af stað í kjölfar bankahrunsins.
Tengdar fréttir Landsbankinn með hæstu kröfurnar í Glitni Landsbankinn gerir hæstu kröfurnar í Glitni af innlendum aðilum eða samtals tæplega 140 milljarða kr. Hinsvegar á Glitnir í Lúixemborg stærstu einstöku kröfuna en hún hljóðar upp á 126,4 milljarða kr. 10. desember 2009 09:06 Skilanefnd Glitnis veit engin deili á stærsta erlenda kröfuhafanum Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. 10. desember 2009 09:47 Glitnir og Bjarni Ármannsson semja um endurgreiðslur Glitnir banki og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hafa gert samkomulag um endurgreiðslu yfirverðs í hlutabréfaviðskiptum hlutafélaga í eigu Bjarna við stjórn Glitnis banka við starfslok hans sem voru í apríl 2007. 10. desember 2009 15:40 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira
Landsbankinn með hæstu kröfurnar í Glitni Landsbankinn gerir hæstu kröfurnar í Glitni af innlendum aðilum eða samtals tæplega 140 milljarða kr. Hinsvegar á Glitnir í Lúixemborg stærstu einstöku kröfuna en hún hljóðar upp á 126,4 milljarða kr. 10. desember 2009 09:06
Skilanefnd Glitnis veit engin deili á stærsta erlenda kröfuhafanum Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. 10. desember 2009 09:47
Glitnir og Bjarni Ármannsson semja um endurgreiðslur Glitnir banki og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hafa gert samkomulag um endurgreiðslu yfirverðs í hlutabréfaviðskiptum hlutafélaga í eigu Bjarna við stjórn Glitnis banka við starfslok hans sem voru í apríl 2007. 10. desember 2009 15:40