Viðskipti innlent

Mál Dekabank gegn íslenska ríkinu tekið fyrir í héraðsdómi

Fyrirtaka var í máli þýska bankans Dekabank gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Bankinn er ósáttur við þann forgang sem innistæðueigendum var tryggður með neyðarlögunum og vill láta á það reyna fyrir dómstólum hvort þau haldi.

Ríkið vill hins vegar að málinu verði vísað frá dómi meðal annars á þeim forsendum að ekki sé tímabært að leggja fram skaðabótakröfur vegna neyðarlaganna þar sem tjón liggur enn ekki fyrir.

Dómari mun taka afstöðu til frávísunarkröfu ríkisins í febrúar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×