Viðskipti innlent

Ekki djörf ákvörðun

Þórður Friðjónsson
Þórður Friðjónsson

„Því verður varla haldið fram að djörfung einkenni þessa ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. Engu að síður tel ég þetta merkilega niðurstöðu," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sem jafnframt á sæti í Skuggabankastjórn Markaðarins um stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans í gær.

Hann bendir á að í ákvörðuninni felist áherslubreyting í þá veru að horft sé í meiri mæli en áður til þess að styðja við efnahagslífið í stað aðhalds og horft til innlendra aðstæðna fremur en að láta stjórnast af gengisótta.

„Þetta tel ég tímabært og mikilvægt - og boða umtalsverða lækkun stýrivaxta á næstu mánuðum. Eins og verðlags- og efnahagshorfur eru nú metnar sýnist mér óvarlegt að hafa stýrivexti hærri að meðaltali en svona sex til sjö prósent á fyrri hluta komandi árs og fimm til sex prósent á þeim seinni, nema eftirspurn færist umtalsvert í aukana á ný," segir Þórður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×